Glæstir eru á götum
í gulum fínum fötum.
Sterk eru drif & dekk
& doksi með - tjékk!
Vagninn ávallt veit
um vagnverjadeit.
Hinn mikli velunnari vagnanna, dr. Gylforce, hefir farið mikinn á vígvöllum veganna með vinum vorum, vögnunum - en ekki hvað???
Dr. Gylforce kom eitthvert kveldið ofanaf með leið 4 niðurúr & ætlaði innúr en alls ekki að æða framfrá. Það vakti gjörhygli Gylforce-ins að báðar leiðirnar sem hann hugðist taka voru ómerktar á endastöð. Er það eðlilegt???
Dr.-inn beið eptir leið 11 í Mjóddinni & fékk nýjasta vagn þeirra Fjarðarmanna, eðal Iveco Crossway sem bar öngva merkingu fyrr en vagnstjóri kom, ræsti vagninn & ók af stað. Af hverju er ekki hægt að hafa vagninn með leiðanúmeri framan á svo vér vagnverjar sjáum betur hvar hann er? Stundum er það svo, stundum ekki. Hví þetta ósamræmi???Það var sama upp á teningnum við Hlemminn. Þar var leið 4 ómerkt eins & myndin sýnir. Rúnturinn var hinsvegar unaðslegur, hvar doksi kallinn skipti svo snarlega um vagn í Þönglabakkanum & hélt með leið 3 að Stútulautarseli sínu.
Flokkur: Bloggar | 13.5.2017 | 23:41 (breytt 14.5.2017 kl. 12:27) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 123858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.