Borgarlína nú boðuð er
bílstjórinn verður lúði.
Á ljósvakamiðli línan fer
að loga hjá Pés´& Þrúði.
Hinn forsjálni & framsýni dr. Gylforce hefir líkt & feitt fólk fylgst grannt með fréttum af kynningarfundi um Borgarlínuna. Nema hvað.Loksins er línan kynnt almennilega fyrir almenningi. Fram kom hjá verkefnastjóra línunnar að verkefnið er fyrst & fremst ætlað að skapa svæði fyrir línuna. Að öllum líkindum verður þetta einhvers konar strætisvagnakerfi - opt nefnt hraðvagnakerfi - með tíðni sem við höfum ekki séð áður hér á landi á. Síðan munu hinir hepðbundnu vagnar í hinu lostfagra leiðakerfi styðja við & aka út frá Borgarlínunni.
Umræðan undanfarnar vikur hefir einkennst af vanþekkingu á verkefninu & fráleitt af vagnþekkingu.
Tveir einþykkir eigendur ljósvakamiðils í borginni hamra t.a.m. statt & stöðugt á því að þetta sé lestarkerfi sem muni kosta um 120-150 milljarða króna. Sú upphæð hefir aldrei verið nefnd þótt vissulega séu margir óvissuþættir við fjárhagsáætlun á verkefni sem þessu.
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við fyrsta hluta línunna eftir tvö ár :)
Dr.-inn bíður spenntur - maður lifandi!
Flokkur: Bloggar | 7.6.2017 | 22:22 (breytt 8.7.2017 kl. 22:33) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 123909
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.