Hinn hjólliðugi & hugmóði dr. Gylforce hélt á vit vagna í gærkveldi, hvar hann þurfti að ganga eigin erinda. Nema hvað.
Dr. Gylforce leit inn í leiðir 3, 4 & 12 að þessu sinni enda allar í námunda við Stútulautarselið hans.
Eptir farsælar ferðir með leiðum 12 & 4 að Hlemmtorgi okkar Reykvíkinga hugði doksi kallinn á þristinn tilbaka heim til sín.
Í einu strætóskýlanna við Hlemminn stóð ungur maður í reykskýi. Þegar betur var að gáð reyndist hann vera vagnstjóri enda í úlpu merktu lógói frá Strætó. Reykingar eru ekki heimilaðar í skýlunum & hlýtur hið sama að eiga við rafrettuna. Til þess að toppa ruglið endanlega reyndist maðurinn ungi vera vagnstjórinn á leið 3 sem doksi tók!!!
Þvílíkur loðhattur & silakeppur að vera að svæla reyknum að sér inn í skýlinu - skamm skamm!
Gylforce-inn í kvöld einn greip
gæfulausan við skýlið.
Vesenaðist með sitt veip
vagnstjórasílið!
Flokkur: Bloggar | 15.10.2017 | 10:57 (breytt kl. 12:56) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 124048
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefu þá gleymst að útlensku bílstjórunum reglurnar í Strætóskýlunum.
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 14:50
Ég held ég geti fullyrt að hann var íslenskur þessi.
dr.-inn (IP-tala skráð) 22.10.2017 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.