Út í skýlið skrapp
skondraðist á leið.
Út um hvipp & hvapp
hvergi lengi beið.
Hinn víðförli & veraldavani dr. Gylforce vafraði ótt & títt í vini vora - vagnana - þennan annars heita & ljúfa laugardag.
Það reyndist skemmtilegt að dr. Gylforce komst í kynni við vagna Strætó bs, Hópbíla & Kynnisferðir að þessu sinni. Vitaskuld ætti það ekki skipta neinu máli en ennþá er örlítill blæbrigðamunur á verktökum og sjálfu byggðasamlaginu.
Dr.-inn arkaði inn í ellefuna í tvígang; leist nú lítt á blikuna í ferð sinni frá Mjódd sem eini vagnverjinn. Það breyttist ört á Bústaðaveginum & fljótt var orðið messufært í vagninum.
Aukinheldur tók dr. Gylforce sér far með leið 28 tvisvar sinnum; létt verk & löðurmannlegt er fyrir doksa kallinn að rölta úr selum yfir í sali þeirra Kópvæginga & hitta þar hina 28. leið. Nema hvað.
Kynnisferðir virðast hafa ákveðið að nota nýjustu vagnana á leiðum 12, 15 & 28. Það er vel til fundið.Að lúkningu hélt dr. Gylforce hnarreistur í þristinn sinn frá Mjódd okkar Breiðhyltinga eins & lög gera ráð fyrir & hélt spenntur heim til að ná einhverju af sönglagakeppninni á Rúv.
En ekki hvað???
Flokkur: Bloggar | 12.5.2018 | 19:58 (breytt kl. 20:00) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.