Hinn skilningsríki & skapgóði dr. Gylforce skilur lítt í borgarfulltrúa Miðflokksins, hvar hún kvartar & kveinar yfir auglýsingum á vögnum Strætó þessa dagana. Nema hvað.
Vigga í vagnarugli
Aukinheldur hefur hún fundið því allt til foráttu að ríkið leggi til tæplega 900 milljónir króna til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu ár hvert. Samt er þetta sama manneskjan & vildi gefa frítt í vagnana í síðustu borgarstjórnarkosningum. Humm, humm???
Auglýsing Miðflokksins - frítt í strætó
Ef slíkt yrði gert kæmi það í hlut sveitarfélaganna sex, sem reka Strætó bs., að bæta við tæplega 2000 milljónum, sem eru fargjaldatekjur, við þær rúmlega 3000 milljónir sem þegar eru settar með sérstöku framlagi frá sveitarfélögunum í hið lostfagra leiðakerfi.
Vitaskuld er ríki ekki sama & sveitarfélag en öngvu að síður er málflutningur borgarfulltrúans ruglingslegur; má ríkið ekki styrkja samgöngur í höfuðborginni en eys svo miklum fjármunum í þær á landsbyggðinni???
Hér er eitthvað sem stemmir ekki. En hvað um það - yfir&út!
Miðflokksmuldrið ekkert nýtt
mig langar til að æla.
Vildu í vagna hafa frítt
en nú er Vigga að skæla.
Flokkur: Bloggar | 28.8.2018 | 16:48 (breytt kl. 16:59) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.