Er fríkeypis fjör ???

large_Straeto_250x256Fínt það hljómar, frítt á leið
fagna þá öll hverfi.
Siglum við í samdráttarskeið
sljákkar í leiðakerfi.

Fríkeyps fjör í Lúxemborg

2--VDL-Citeas-and-Futuras-for-KynnisferdirMargir leita nú leiða til þess að stemma stigu við umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins & koma málum í viðunandi horf. Fyrirséð er mikil fjölgun fólks á svæðinu á næstu áratugum & því löngu tímabært að bretta upp ermar & fara að gera eitthvað róttækt í samgöngumálunum. Nema hvað.

Ein hugmynd sem heyrist af & til er að hafa ókeypis í vagnana. "Af hverju er ekki bara frítt í strætó? Þá myndi fleiri nota kerfið". Þetta heyrir dr. Gylforce reglulega & eins & sjá má á slóðinni hér að ofan ætla Lúxemborgarar að fara þessa leið. 

1228006016841_4aaec4c644_bÞað er góðra gjalda vert að hafa gjaldfrjálst í vagnana. Eigendur Strætós, sveitarfélögin, yrðu reyndar að punga út um 2000 fleiri milljónum á hverju ári en þau gera nú þegar. Veit nú ekki alveg hvort þau séu reiðubúin til þess. 

IMG_0464Hinsvegar má velta því fyrir sér hvað kæmi til með að gerast í niðursveiflu hagkerfisins ef það væri frítt í vagnana. Sveitarfélögin yrðu að draga saman seglin & líklega að skera hressilega niður í leiðakerfinu. Það hugnast dr. Gylforce ekki því það mun aldrei fjölga vagnverjum að draga úr því sem nú er.

Því er skárri kostur að láta vagnverja greiða í vagnana svo þjónustan haldist sem best.

Jæja, meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband