Reglulega berst stjórn byggðasamlagsins alls konar óskir & beiðnir um breytingar á leiðakerfinu. Eðlilega. Margt má bæta og hið lostfagra leiðakerfi þarf að vera í stöðugri þróun. En ekki hvað???
Leiðakerfið i mörgum hverfum og borgarhlutum eru til skoðunar hjá sérfræðingum Strætós. Þeir hljóta samt að vera heldur tvístígandi um að gera breytingar á kerfinu á næstu misserum og árum því þær verða væntanlega óhjákvæmilegar eptir nokkur í ár í tengslum við borgarlínuna. Þá þarf heldur betur að aðlaga leiðakerfið að hinni nýju línu.
Já, Grandagarður, vesturbær Reykjavíkur, atvinnusvæðið upp á hálsum, Hafnarfjörður innanbæjar og svona mætti lengi telja. Á öllum þessum stöðum þarf að þétta kerfið & jafnvel bæta við leiðum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað byggðasamlagið telur brýnast.
Grafarvogur & Grandinn
gervallur vesturbærinn.
Hafnarfjörður & Hálsinn
hér eru verkefni ærin!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.