Borgarlína & breytingar ...

busbsiVagnverjar eins & við
verum eigi hrædd.
Breytingar settar í bið
Borgarlína rædd.

Breytingar aðeins að hluta

Byggasamlagið Strætó sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, hvar vakin er athygli á því að enn frestast sumar breytingar á ýmsum leiðum vegna framkvæmda á Landspítalareitnum.  

busbsi2CaptureUm næstu helgi koma til framkvæmda nokkrar breytingar sem finna má í slóðinni hér að ofan. Svá verður gefið meira í hinn 26. mars með veigameiri breytingum. Þar má benda á akstur leiða 5 & 15 sem fara munu m.a. um Barónsstíg & Egilsgötu í ferðum sínum til & frá Hlemmi. Spennandi.

Á meðan þessu líður skrafa kjörnir fulltrúar á hinu háa Alþingi um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar en þar er m.a. að finna kafla um Borgarlínuna.

Vonandi horfa þingmenn eigi til austurs & halda til klausturs í kvöld, heldur einbeiti sér að samgönguáætluninni & ljúki annarri umræðu um hana sem allra fyrst.

Yfir&út!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband