Samgönguráðherra stórhuga ...

Almenningssamgöngur blmfundur 2019 02 14Almenningssamgöngur fyrir landið allt

Það er óhætt að segja að ánægjuleg tíðindi berist úr ranni stjórnsýslunnar þessa dagana hvað almenningssamgöngur varðar.

2018LCNNBKcCA4Ráðherra málaflokksins, Sigurður Ingi, kynnti á dögunum að í bígerð sé að samræma allar almenningssamgöngur í landinu og setja á stofn einn samræmdan upplýsingavef. Það yrði afskaplega kærkomið fyrir vagnverja, flugverja & sæfarendur, maður lifandi.

2018LCNNAsJsa7Þá er aukinheldur stefnt að því að hafa fimm stærri skiptistöðvar á landinu þar sem huga þarf að skipulagningu á samgöngumiðstöðvum. Þær yrðu á höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Sjö minni skiptistöðvar kæmu einnig til að vera í kerfinu fyrir afmarkaðri svæði.

Dr. Gylforce á eptir að skoða til hlítar stefnu þessa í samráðsgátt stjórnvalda en það sem komið er, líst honum afar vel á. 

Vitaskuld er skrýtið að árið 2019 sé enn verið að vinna að stefnu eins & þessari en eigi að síður vel gert hjá samgönguráðherranum og ráðuneyti hans.

Samgönguráðherra sýnir dug
sá mun verja kæta.
Allir vagnar, ferjur & flug
ferðalög munu bæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband