Almenningssamgöngur fyrir landið allt
Það er óhætt að segja að ánægjuleg tíðindi berist úr ranni stjórnsýslunnar þessa dagana hvað almenningssamgöngur varðar.
Ráðherra málaflokksins, Sigurður Ingi, kynnti á dögunum að í bígerð sé að samræma allar almenningssamgöngur í landinu og setja á stofn einn samræmdan upplýsingavef. Það yrði afskaplega kærkomið fyrir vagnverja, flugverja & sæfarendur, maður lifandi.
Þá er aukinheldur stefnt að því að hafa fimm stærri skiptistöðvar á landinu þar sem huga þarf að skipulagningu á samgöngumiðstöðvum. Þær yrðu á höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Sjö minni skiptistöðvar kæmu einnig til að vera í kerfinu fyrir afmarkaðri svæði.
Dr. Gylforce á eptir að skoða til hlítar stefnu þessa í samráðsgátt stjórnvalda en það sem komið er, líst honum afar vel á.
Vitaskuld er skrýtið að árið 2019 sé enn verið að vinna að stefnu eins & þessari en eigi að síður vel gert hjá samgönguráðherranum og ráðuneyti hans.
Samgönguráðherra sýnir dug
sá mun verja kæta.
Allir vagnar, ferjur & flug
ferðalög munu bæta.
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 16.2.2019 | 10:55 (breytt kl. 22:16) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.