Bus-ar bregða af leið
brautin er of þröng.
Á Barónsstígnum beið
blístraði & söng.
Hinn bljúgi & bænheyrði dr. Gylforce var ekki lengi að böðlast á leið eptir að hafa blessað börnin í mennta- & menningarsetrinu við Kársnes. Nema hvað.
Dr.-inn hapði vitaskuld mikinn hug á að kynna sér leiðir fimm & fimmtán, hvar þær aka nú um Barónsstíg, Egils- & Bergþórugötu vegna framkvæmda við nýjan Landspítala. En ekki hvað???
Hart sækir hægðartregða
helsár - nema hvað!
Af leið nú bus-ar bregða
bölvanlegt er það!
Að þessu sinni náði hinn geðþekki Gylforce einungis að klófesta leið 15 í blástri miklum við Barónsstíginn. Karleplið varð að gera sér að góðu að skella hettunni upp - maður lifandi!Fyrsta upplifun doksa kallsins á þessari nýju leið var sú að þrengslin eru mikil enda götur þessar ekki gerðar fyrir níu metra langa vagna. Allt slapp þetta svo sem í þetta sinn en gert er ráð fyrir því að leiðirnar tvær, 5 & 15, aki þarna um næstu sex árin vegna framkvæmda við hátæknisjúkrahúsið.
Takk fyrir túkall!
Það verður eitthvað!
En, meira síðar mínir virðulegu vagnverjar!
Miðmynd: frettabladid.is
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 27.3.2019 | 23:45 (breytt 28.3.2019 kl. 15:03) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 123866
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.