Stjórn Strætó bs. hefir samþykkt kaup á tveimur notuðum strætisvögnum í staðinn fyrir klúðrið sem varð í útboði á fimm vetnisvögnum á dögunum. Strætó fékk 95 milljóna styrk frá Evrópusambandinu fyrir vetnisverkefnið en meinbugir reyndust á útboðinu og því spurning hvað verður um þá fjármuni. Nema hvað.
Þetta kemur fram í fundargerð hjá byggðasamlaginu.Augljóslega koma tveir notaðir strætisvagnar ekki í staðinn fyrir fimm nýja vagna. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að kaup á notuðum vögnum krefst ekki útboðs með tilheyrandi töfum og veseni. Þá er aukinheldur líklegt að vagnarnir tveir verði knúnir dísilolíu en ekki með umhverfisvænum orkugjöfum. Illu heilli. Hvað um það.
Tveir nýir en notaðir
á næsta leiti.
Rándýrir rafmagnaðir
reyndin eldsneyti.
Í dag er þriðjungur vagnaflota Strætós bs. 12 ára eða eldri og ljóst að endurnýjunar er þörf - & það fljótt. Sextán vagnar af 86 eru knúnir umhverfisvænum orkugjöfum sem er um 19% flotans. Ef verktakar eru teknir með í reikninginn dettur prósentan niður í um 10%. Maður lifandi - aðgerða er þörf!!!Strætó bs. á að vera leiðandi í notkun á umhverfisvænum strætisvögnum & verður á næstu mánuðum og misserum að marka sér almennilega stefnu í þeim efnum.
Koma svoooooo!
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 3.7.2019 | 00:05 (breytt kl. 00:15) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 163
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.