Opt er sagt að hún ku vera skrýtin tík þessi pólitík. Þótt það sé frasi er það hverju orði sannara. Sem dæmi um það lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram í borgarráði á dögunum fyrirspurn í níu liðum varðandi Borgarlínuna.
Það er vitaskuld gott & blessað að velta vel fyrir sér jafn viðamiklu verkefni og Borgarlínan er. Hinsvegar hepði borgarfulltrúinn hæglega getað fengið svör við mörgum spurningum sínum einfaldlega með þvi að fara á síðuna borgarlinan.is:
Borgarfulltrúa blaður
bölvanlegt er þvaður.
Málflutningur bjagaður
brátt sér það hver maður.
Þrjár spurningar fulltrúans meika einhvern sens & þarfnast betri svara:
Þvaður6. Hver á að reka hana (Borgarlínuna)? Strætó? Ríkið? Sveitarfélög? Allir saman? Aðrir?
7. Hvar er hægt að sjá rekstrar- og tekjuáætlun borgarinnar fyrir borgarlínu?
9. Hvað þýðir þetta í skattaálögum á almenning?
Hinar spurningar eru annaðhvort ekki tímabærar eins og fjöldi vagna í Borgarlínunni, það fer væntanlega eptir tíðninni, eða svörin eru að finna á borgarlinan.is.
Vonandi hefir umhverfis- & skipulagssvið bein í nefinu og bendir borgarfulltrúanum einfaldlega á heimasíðu Borgarlínunnar og vonast eptir því héreptir að pólítískt kjörnir fulltrúar séu færir um að afla sér sjálfir upplýsinga á hinu svokallaða alneti.
Eða er það kannske ekki málið?
Kann að vera að hér sé verið að drepa málinu á dreif??? Af borgarfulltrúa Flokks fólksins??? Getur það verið??? Humm, humm ...
Flokkur: Samgöngur | 11.7.2019 | 16:39 (breytt kl. 16:44) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 124028
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.