Drepa á dreif ...???

1132412Opt er sagt að hún ku vera skrýtin tík þessi pólitík. Þótt það sé frasi er það hverju orði sannara. Sem dæmi um það lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram í borgarráði á dögunum fyrirspurn í níu liðum varðandi Borgarlínuna.

Það er vitaskuld gott & blessað að velta vel fyrir sér jafn viðamiklu verkefni og Borgarlínan er. Hinsvegar hepði borgarfulltrúinn hæglega getað fengið svör við mörgum spurningum sínum einfaldlega með þvi að fara á síðuna borgarlinan.is:

Borgarfulltrúa blaður
bölvanlegt er þvaður.
Málflutningur bjagaður
brátt sér það hver maður.

Þrjár spurningar fulltrúans meika einhvern sens & þarfnast betri svara: 

Þvaður

6. Hver á að reka hana (Borgarlínuna)? Strætó? Ríkið? Sveitarfélög? Allir saman? Aðrir? 
7. Hvar er hægt að sjá rekstrar- og tekjuáætlun borgarinnar fyrir borgarlínu? 
9. Hvað þýðir þetta í skattaálögum á almenning?

Hinar spurningar eru annaðhvort ekki tímabærar eins og fjöldi vagna í Borgarlínunni, það fer væntanlega eptir tíðninni, eða svörin eru að finna á borgarlinan.is.

Vonandi hefir umhverfis- & skipulagssvið bein í nefinu og bendir borgarfulltrúanum einfaldlega á heimasíðu Borgarlínunnar og vonast eptir því héreptir að pólítískt kjörnir fulltrúar séu færir um að afla sér sjálfir upplýsinga á hinu svokallaða alneti.

Eða er það kannske ekki málið?

Kann að vera að hér sé verið að drepa málinu á dreif??? Af borgarfulltrúa Flokks fólksins??? Getur það verið??? Humm, humm ...




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband