Gylforce-inn í sýruferð sat
seinkun, hann beið & beið.
Enginn í vagni - ekkert plat
& ekki var hann á leið!!!
Dr. Gylforce rak heldur betur í rogastans hvar hann í sakleysi sínu hugðist taka leið 3 síðdegis í gær á fögrum haustdegi. Nema hvað.
Dr.-inn beið & beið við Hlemmtorgið & eptir um tíu mínútna seinkun kom loksins þristurinn á B-vachtinni. Doksi kallinn sá aukinheldur að ansi margar leiðir fóru úr skorðum þennan dag & nokkrir vagnar voru búnir að hringa hvern annan eins & sagt er. Hvað um það.
Dr. Gylforce hapði setið aðeins stutta stund í vagninum hvar hann tók eptir því að hann var eini vagnverjinn. Í skyndi ók vagnstjórinn skrýtna leið sem leið 3 fer alls ekki aukinheldur sem hann nam hvergi staðar.
Hva va a sge??? Var þetta ekki leið 3??? Eða Hraðferð-Kleppur??? Eða hraðvagninn sem hvergi nemur staðar eins & eftirminnilegt var í stiklu Radíusbræðra hér forðum daga. Hraðvagn Radíusbræðra
Nú voru góð ráð dýr, rándýr.
Eptir mikinn glannaakstur & nokkur hundruð Maríubænir doktorsins, grát & gnístran tanna stöðvaði vagnstjórinn loksins för við Mjódd okkar Breiðhyltinga & doksi hoppaði (bókstaflega) út.
Hjúkk!
Hvaða rugl var nú þetta? Gerðist þetta eða var þetta bara draumur???
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 3.9.2019 | 08:23 (breytt kl. 08:35) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.