Stjórn Strætó bs. gaf á dögunum grænt ljós fyrir kaupum á tveimur strætisvögnum með hraði & án útboðs. Nema hvað.
Ekki er vanþörf - heldur vagnþörf - á að hressa upp á heldur aldurshniginn vagnaflota byggðasamlagsins.
Það var ljóst frá upphafi að ekki yrði um rafvagna frá Kína að ræða enda 14 slíkir komnir til landsins nú þegar & um að gera að sjá hvernig þeir pluma sig á vígvöllum veganna. Aukinheldur eru þeir dýrir í innkaupum þótt það jafni sig fljótt út þegar bensín/dísilreikningurinn er borinn saman við rafhleðsluna. Hvað um það.
Strætó bs. festi fjár í tveimur notuðum - en þó nýlegum - metanvögnum frá Scania sem er fagnaðarefni. Fyrir á byggðasamlagið tvo gamla sænskættaða vagna sem ganga fyrir metan & því löngu tímabært að fá fleiri. Auk þess eru þrír metanvagnar í notkun hjá Strætisvögnum Akureyrar, SVA, nyrðra.
Annar af tveimur vögnunum kom til landsins á dögunum. Hér er um lítið ekinn & vel með farinn sýningarvagn að ræða sem er enn skjannahvítur en mun væntanlega breytast í fagurgulan innan tíðar.
Vonandi bregður honum fyrir á vígvöllum veganna eins fljótt & auðið er. Dr. Gylforce getur vart beðið - maður lifandi!
Brátt við fáum bljúgan metan
sem bætir umhverfið.
Sannanlega góð er setan
& sæla fyrir vistkerfið.
Efsta mynd: Guðmundur Heiðar
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 23.9.2019 | 23:17 (breytt kl. 23:18) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.