Tengikerfi/púlsakerfi ...

72759900_798437083918801_1853578258545639424_nLeiðakerfi tillögur

Á dögunum komu hingað bandarískir háskólanemar hvar verkefni þeirra var m.a. að rannsaka leiðakerfið hjá Strætó og koma með hugsanlegar úrbætur.

61004144_682759602194782_5065124592247373824_n33581692 10155698027558348 4257207094584803328 nNemarnir voru nokk fljótir að spotta út að eitt & annað er athugavert við tengikerfið hjá Strætó, svokallað púlsakerfi, sem þýðir að strætóleiðir koma á svipuðum tíma í Hamraborgina, Mjóddina, Fjörðinn, Ártún, Ásgarð & Spöngina til þess að vér vagnverjar þurfum ekki að bíða þegar við skiptum um vagn. Nema hvað.

Á annatíma fer tengi/púlsakerfið út um þúfur því strætisvagnar sitja fastir í umferðarteppum sem þýðir að vagnverjinn þarf að hinkra lengi eptir næstu leið er aptur gerir hann efalítið ergilegan. En ekki hvað???

Púlsakerfi á bak & burt
er Borgarlínan hefst?
Kannski verður það um kjurt
& kerfið áfram tefst?

17Nemendunum finnst affarasælla að segja skilið við tengi/púlsakerfið & auka tíðni á leiðum til að lágmarka biðtíma verjanna. 

2En er það ekki mun dýrari lausn? Dr.-inn hepði nær haldið það. Hann vissulega myndi fagna því ef tíðnin verði aukin - maður lifandi! 

Það verður því fróðlegt að sjá hvernig leiðakerfið verður aðlagað að fyrirhugaðri Borgarlínu & þá hvort tengi/púlsakerfið heyri ekki sögunni til.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband