Sit inn í vögnum
saddur & glaður,
Hér eru verjar
hér er fjör!
Þessu við fögnum
þægilegur staður,
á okkur senn herjar
unaðsleg för.
Hinn torráðni & tregi dr. Gylforce hefir dregið sig í hlé undanfarið en brýst nú út í bloggheima sína með berserks- & æðibunugangi miklum. Ó-já. Maður lifandi!
Það hefir vakið gjörhygli Gylforce-ins hve margir borgarbúar, eða ríflega 40%, halda að Borgarlínan sé annaðhvort lestakerfi (hrað- eða léttlestir) ellegar sporvagnakerfi. Hún er nefninlega hvorugt. Hún er gæða strætókerfi, jafnvel hágæða.
Dr. Gylforce telur að það hafi ekki verið gáfulegt að koma upp með nafnið Borgarlína. Með því halda flestir að eitthvað annað sé í vændum en bara hepðbundið vagnakerfi. Nema hvað.
Hinsvegar má segja nafninu til varnar að í upphafi var ákveðið að kanna hagkvæmni og kostnað við einhvers konar lestakerfi. Fékk verkefnið því nafnið Borgarlína. Eptir ítarlegar rannsóknir var fallið frá því að hafa línuna lestakerfi, einkum vegna mikils kostnaðar, en þó með því að búa svo um hnútana að hægt sé að breyta henni í slíkt kerfi í framtíðinni, ef vilji er fyrir því.
Það var &.
Amen.
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 22.10.2019 | 16:01 (breytt kl. 16:06) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.