Hverfisgötu katastrófa ...???

916-65201c10c7Hverfisgötu katastrófunni virðist lokið í bili, hvar opnað hefir verið fyrir umferð eptir því sem dr.-inn kemst næst. Vinir vorir - vagnarnir - hefja þó ekki leik um götu þessa fyrr en í næstu eða þar næstu viku. Nema hvað.

Dr. Gylforce átti leið um miðbæinn á dögunum, hvar hann vatt sér inn í eina af fáu verslunum sem þarna eru núorðið. Dr.-inn sté inn, fann sinn hlut, gekk að afgreiðsluborðinu & hugðist nú spjalla við kaupmanninn um framkvæmdirnar í miðbænum á meðan hann borgaði. 

Dr.-inn hapði varla sagt orðið framkvæmdir þegar kaupamaðurinn nánast froðufelldi:

Hverfisgötu katastrófa
klaufsk eru svörin.
Hörmulegt og út í hróa
helvítis aðförin!

Gylforce-inn flýtti sér að borga & hraðaði sér út & þakkaði Guði fyrir að hafa ekki nefnt orð eins og strætisvagn eða göngugata við manninn. Hvað um það.

Dr.-inn hóaði í leið 3 við Lækjargötuna & fann hvernig sálartetrinu leið æ betur eptir því sem það fjarlægðist miðbæinn.

Yfir&út!

Vagnarnir um Hverfisgötu



Mynd: visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband