Hring(torgs)avitleysa ...

hagtorgStoppistöðvar í hringtorgum hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu. Eðlilega svo sem. Hvað eiga hinir yndislegu vagnar með að stöðva þar þegar það reynist ólöglegt samkvæmt umferðarreglum??? Humm, humm.

Ólöglegt stopp eður ei???

fr 20191118 126326Málið virðist allt hið undarlegasta. Úr ranni Reykjavíkurborgar heyrist t.d. að Hagatorgið fagra vestur í bæ sé ekki hringtorg heldur akvegur. Aukinheldur hefir vagninn stoppað þar í áratugi en þá hefir torgið fagra hapt tvær akreinar. Nú hefur því verið breytt í aðeins eina rein. Því vekur það nokkra furðu að láta vagninn stoppa þar & stöðva alla umferð á meðan.

Dr. Gylforce man nú vel eptir þeirra stoppistöð er hann hékk yfir bókum lon & don vestur á Melum. Nema hvað. Þarna stoppaði t.d. gamla leið 6 sælla minninga.

Illu heilli lagði dr.-inn ekki stund á almenningssamgöngufræði þar vestra & braust því til mennta á því sviði með öðrum hætti. Hvað um það.

Vonandi leysa borgaryfirvöld & Strætó þetta mál í snarhasti en um fleiri tilvik er að ræða en vestur í bæ, t.d. við Hádegismóa & í Firðinum.

Amen.

Strætó stoppar þarna ei meir
strax þarf nú að leysa.
Kyngja stolti, gleyma gorgeir
svo gerist ekki hneisa.


Hringavitleysa hringtorga


Miðmynd: stræto.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband