Fjölga þarf í flotanum ...

Annar hvítur kominn hér
keyrir um á metan.
Sænskættaður eðall er
umhverfisvæn er setan.

Strætó bs. hefir sett í umferð annan hvítan metanvagn handa oss vagnverjum & umhverfinu til heilla. Nema hvað.

Byggðasamlagið hefir því þrjá umhverfisvæna metanvagna til umráða - einn heldur gamlan - ásamt rafvögnunum fjórtán úr Austri. 

Samt sem áður er alltof fáir vagnar í þessum flokki eða aðeins um 11-12%; gera þarf gangskör í því að fjölga vögnum þessum & veit dr. Gylforce að stjórn samlagsins er því sammála. Á þessu ári er ætlunin að gefa vel í varðandi endurnýjun vagnaflotans & vonandi ber forvígismönnum Strætós gæfa til þess að festa eingöngu fjár í vistvænum vögnum. En ekki hvað???

MBL0099136Aukinheldur er það allra athyglisvert að hvorugur verktakinn sem annast akstur fyrir Strætó sér hag sinn í að nota umhverfisvæna vagna. Af hverju ætli það sé???

Hvað sem því líður hyggst dr. Gylforce fara á fjörurnar við hinn nýja hvíta víking eins fljótt & kostur er.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband