Nafnasamkeppnin hafin ...

octopusStórgóð keppni fer af stað
stemmning eins& sportið.
Vagnverja fyrir - nema hvað
sem vinna árskortið.

Nafnasamkeppni

Mínir virðulegu vagnverjar!

Nú er röðin komin að ykkur. Nafnasamkeppni á heildar greiðslukerfi sem Strætó hyggst koma á legg er hafin. 

Eins & segir í frétt frá Strætó mun nýja greiðslukerfið veita aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu.  Aukinheldur eru áætlanir uppi um að kerfið greiði leið að fleiri vistvænum samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni.

61cfe32d29a5a4626311Fyrirmyndir af korti þessu eru t.d. frá London með Oyster-kortinu, Rejsekort í Kaupmannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam.

Koma svo vagnverjar - leggið höfuðið í bleyti & komið upp með skemmtilegt nafn.

Illu heilli getur dr. Gylforce ekki tekið þátt í þessu hvar hann situr í dómnefndinni. Og verðlaunin eru ekki af verri endanum - árskort í unaðinum - maður lifandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband