Strætóstoppistöð tekur stakkaskiptum ...

20191203 hlemmur images 4 december presentation aerial 1Iðandi mannlíf & viðmót vænt
með vögnum & Borgarlínu.
Gróskumikið svæði, iðjagrænt
með götulífi fínu.

Nýtt deiliskipulag hefir verið samþykkt fyrir Hlemm & allt útlit fyrir að framkvæmdir komi til með hefjast í sumar. Maður lifandi!

hlemmur2Ljóst er að Hlemmtorgið mun gerbreytast. Bílaumferð verður verulega takmörkuð - ef einhver verður - & lögð áhersla á að almenningssamgöngur á borð við strætó og Borgarlínu fari greiðlega um svæðið.

69359358_741350379640654_2178613089925070848_nAukinheldur á torgið að iða af mannlífi, veitingastöðum & afþreyingu & möguleiki verður á að halda viðburði & hátíðar til handa börnunum. Það er vel til fundið.

Dagarnir hvar Hlemmur verður endastöð fyrir margar strætisvagnaleiðir hljóta að vera taldir. Nú er bara spurning hvert þeir eigi að fara því varla er BSÍ tilbúið að taka við svo mörgum leiðum. Svo þarf líka að hafa nýja leiðanetið í huga sem mun breyta leiðakerfinu mikið.

Það eru því miklir umbrotstímar framundan í ýmsum skilningi.

Amen.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband