Hönnunarkeppnin hafin ...

270m bru mynd 12 01032018 utg.1ab 1024x681Hönnunarkeppni hafin er
hlakka til að sjá
hver sigur úr býtum ber
& brúna reisa má.

Enda þótt dr. Gylforce ferðist illu heilli ekkert með vögnunum - vinum vorum - vegna veirunnar válegu þessa dagana hefir hann hugann vitaskuld við samgöngur almennings, nú sem endranær. En ekki hvað???

72954652_1224973924358595_2857662121095725056_nTil að mynda er hönnunarsamkeppni vegna brúarinnar yfir Fossvog í fullum gangi. Eins & hefir komið fram hér er um afar spennandi verkefni að ræða sem tengja mun Reykjavík og Kársnesið og allan Kópavog með mun betri hætti en áður.

brú-2Brúin verður um 270 metrar að lengd & verður hún fyrir gangandi vegfarendur, hjólandi & fyrirhugaða Borgarlínu. Sérstök matsnefnd á vegum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar valdi sex hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppninni en alls bárust umsóknir frá 17 hópum.

Niðurstöðu er síðan að vænta í maí & mun nefndin þá velja eina tillögu af þessum sex.

Það verður spennandi að sjá - maður lifandi!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband