Hönnunarkeppni hafin er
hlakka til að sjá
hver sigur úr býtum ber
& brúna reisa má.
Enda þótt dr. Gylforce ferðist illu heilli ekkert með vögnunum - vinum vorum - vegna veirunnar válegu þessa dagana hefir hann hugann vitaskuld við samgöngur almennings, nú sem endranær. En ekki hvað???
Til að mynda er hönnunarsamkeppni vegna brúarinnar yfir Fossvog í fullum gangi. Eins & hefir komið fram hér er um afar spennandi verkefni að ræða sem tengja mun Reykjavík og Kársnesið og allan Kópavog með mun betri hætti en áður.
Brúin verður um 270 metrar að lengd & verður hún fyrir gangandi vegfarendur, hjólandi & fyrirhugaða Borgarlínu. Sérstök matsnefnd á vegum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar valdi sex hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppninni en alls bárust umsóknir frá 17 hópum.
Niðurstöðu er síðan að vænta í maí & mun nefndin þá velja eina tillögu af þessum sex.
Það verður spennandi að sjá - maður lifandi!
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 16.3.2020 | 12:45 (breytt kl. 16:44) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.