Borgarlínan breiðir senn úr sér ...

94120853 1377351699120816 3125911806875271168 oBorgarlínan breiðist út
breytast okkar ferðir.
Munu stúrir setj´upp stút
stöðumælaverðir???

Þrátt fyrir faraldur, farsótt & fár halda samgönguverkfræðingar Borgarlínunnar ótrauðir áfram verki sínu, hvar þeir gáfu út á dögunum athyglisverða skýrslu.

CaptureNema hvað.

Verk- og matslýsing Borgarlínu

Fyrstu-tveir-áfangar-Borgarl-1024x72274359690_1224239377765383_3740079228121513984_nMargt er allra athyglivert í skýrslu þessari. Ein mesta áskorun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í skipulagsmálum er efalítið að reyna að breyta ferðavenjum innan höfuðborgarsvæðisins, stuðla að orkuskiptum í samgöngum og draga úr kolefnisspori samgangna. 

Gera þarf almenningssamgöngur eftirsóknarverðar með öflugu þjónustustigi (með þéttri tíðni), sérrými í gatnakerfinu & góða flutningsgetu með umhverfisvænum vögnum. Allt þetta hefir Borgarlínan.

Þá er aukinheldur fróðlegt að sjá að fyrsti áfangi línunnar, þ.e. Hamraborg-Ártún leiðin í gegnum Kársnes, BSÍ, Lækjartorg, Hlemm, Suðurlandsbraut & Voga á að vera tilbúin árið 2023.

Á næsta ári eiga því breytingar varðandi aðalskipulag Reykjavíkur & Kópavogs að vera lokið & þá ekkert því til fyrirstöðu að hefja útboð og framkvæmdir.

Takk fyrir túkall!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband