Mun betri stoppistöðvar ...

114121235151625_653521194986042_7623221995806654464_nKjarnastöðvar koma inn
kætist ég nú pínu.
Fiðringinn nú þegar finn
fyrir Borgarlínu. 

Í Borgarlínunni verður stoppistöðvum skipt í tvennt; kjarnastöðvar & aðrar stöðvar.

878-927819a80eEin kjarnastöð verður í fyrsta áfanganum í Voginum fagra, staðsett í Hamraborginni. Aðstaða & aðgengi þar verður mun betra fyrir oss vagnverja en annars staðar aukinheldur sem við kjarnastöð eiga bæði strætisvagnar & Borgarlínan að stoppa & gott pláss á að vera fyrir reiðhjól.

Auk þess er stefnt að því að þétta byggð í námunda við stöðvarnar, hafa verslanir & þjónustu innan seilingar & jafnvel bílastæðahús.

Í því sambandi er vert að minnast áætlana Kópavogsbæjar um mikið byggingamagn í hjarta Kópavogs. Töluverð andstaða er um þær fyrirætlanir & verður fróðlegt að sjá hvernig því máli framvindur.

Meira um það síðar.

Gleðilegt sumar vagnverjar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband