Kjarnastöðvar koma inn
kætist ég nú pínu.
Fiðringinn nú þegar finn
fyrir Borgarlínu.
Í Borgarlínunni verður stoppistöðvum skipt í tvennt; kjarnastöðvar & aðrar stöðvar.
Ein kjarnastöð verður í fyrsta áfanganum í Voginum fagra, staðsett í Hamraborginni. Aðstaða & aðgengi þar verður mun betra fyrir oss vagnverja en annars staðar aukinheldur sem við kjarnastöð eiga bæði strætisvagnar & Borgarlínan að stoppa & gott pláss á að vera fyrir reiðhjól.
Auk þess er stefnt að því að þétta byggð í námunda við stöðvarnar, hafa verslanir & þjónustu innan seilingar & jafnvel bílastæðahús.
Í því sambandi er vert að minnast áætlana Kópavogsbæjar um mikið byggingamagn í hjarta Kópavogs. Töluverð andstaða er um þær fyrirætlanir & verður fróðlegt að sjá hvernig því máli framvindur.
Meira um það síðar.
Gleðilegt sumar vagnverjar!
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 23.4.2020 | 10:39 (breytt kl. 10:40) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.