Ekki feitan gölt að flá ...

94210717_1147748432228846_3559427363143942144_nEkki feitan gölt að flá
fyrir augun að berja.
Doktorinn sat & sá
sárafáa vagnverja.

Dr. Gylforce var loksins með í för meðal vina vorra - vagnanna - hvar hann hitti fyrir fáa vagnverja á leiðum sínum. Nema hvað.

Framkvæmdastjóri byggðasamlagsins getur ekki verið upplitsdjarfur þessi dægrin frekar en margir aðrir stjórnendur stofnana & fyrirtækja. Strætó bs. sér fram á allt að 600 milljóna króna minni tekjur á þessu ári & skerta þjónustu langt fram á sumar. Illu heilli.

Auki17nheldur er stefnt að því að leiðakerfið verði komið í eðlilegt horf um miðjan ágústmánuð en þangað til verðum vér að þreyja þorrann & sætta oss við 30 mínútna tíðnina.

Dr. Gylforce fékk t.a.m. sérferð með leið 17 frá Hlemmi að Mjódd okkar Breiðhyltinga rétt fyrir kvöldmatarleytið.

Í ljósi þessara aðstæðna hefir stjórn Strætós tekið þá ákvörðun að fresta kaupum á nýjum vögnum & er doktorinn ákaflega sorgmæddur yfir því; niðurbrotinn eiginlega en vonast eptir því að nýir vagnar komi fljótlega á næsta ári.

Amen.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband