Stafræn strætóskýli ...

Bljúgur lagðist á bæn
bað & vildi fá
strætóskýli stafræn
með stórum skjá.

Fyrir tæpum tveimur vikum var rauntímaupplýsingum hleypt af stokkunum í nýjum stafrænum strætóskýlum.

Um 56 slík skýli hafa verið sett upp & er áætlað að þau verði um 100 talsins í árslok.

Loksins höfum vér vagnverjar fengið þessar upplýsingar í skýlin eins & hefir verið í mörg ár í nágrannalöndum okkar. 
Vitaskuld verða þessar upplýsingar tiltækar í stoppistöðvum hjá væntanlegri Borgarlínu. 

En ekki hvað???

Upplýsingar þessar eru fagnaðarefni & aukinheldur er stefnt að því að vér vagnverjar getum séð þær líka í strætóappinu. Góðu heilli.

Þetta er allt að koma!

Yfir&út! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband