Um Borgarlínu bloggað skal
er bætir allt aðgengi.
Falleg sýning í góðum sal
sit ég þar æðilengi.
Óhætt er að fullyrða að sýning sú sem nú er senn á enda í Ráðhúsi Reykjavíkur sé ein sú albesta sem dr. Gylforce hefur nokkurn tíma auga litið á. Maður lifandi!
Sýningin "Næsta stopp" sýnir fyrirhugaða Borgarlínu á afar skýran & einfaldan hátt. Eiga aðstandendur sýningarinnar miklar þakkir skildar fyrir þessa framsetningu.
Eins & gefur að skilja hefir dr. Gylforce verið þarna líkt & eilífur augnakarl. Hann hefir notið þess hvarvetna í hvívetna að hafa samgönguverkfræðing sér við hlið & geta spurt hann spjörunum úr. En ekki hvað???
Sýningunni lýkur á miðvikudagskvöldið. Dr.-inn hvetur vagnverja til að rölta inn í Ráðhúsið & sjá þessa mikilfenglegu sýningu en næstu daga mun doksi kallinn efalítið blogga meir um þessa samgöngubyltingu sem er innan seilingar. Nema hvað.
Yfir&út!
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 22.6.2020 | 21:13 (breytt kl. 21:15) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 119307
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.