Borgarlínan í blönduðum akstri ...???

Í blönduðum akstri Borgarlína
sem brot af hennar leið.
Ég von´að það eigi að einblína
á að hún verði tvíbreið.

Enda þótt Borgarlínan sé kynnt sem tíðar, umhverfisvænar almenningssamgöngur akandi um á sérrýmum er það ekki alveg svo. Illu heilli.

Á umtalsverðum kafla, brotalínunni á myndinni, mun Borgarlínan koma til með að aka í hinni hefðbundnu umferð. Aukinheldur mun línan koma til með að gera slíkt t.d. í aðra áttina á Borgarholtsbrautinni í Kópavogi þrátt fyrir að myndin sýni annað. Hvað um það.

6Á sýningunni er jafnframt talað um að Borgarlínan verði á sjö mínútna fresti. Verður það svo á öllum leiðum alla daga??? Ennfremur er sums staðar rætt & ritað um tveggja mínútna tíðni. Vonandi er það á rökum reist vegna þess að í langflestum ferðavenjukönnunum sem gerðar hafa verið á vegum Strætó bs. setur fólk mikið út á ferðatímann & finnst hann of langur í núverandi kerfi. Hvað um það.

Ferðatímann þarf að stytta til muna & er hinn lostafagra Borgarlína meðal annars hugsuð til þess.

Yfir&út! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband