Fyrr í kvöld bárust gleðileg tíðindi frá Austurvelli, hvar alþingismenn samþykktu samgönguáætlun til næstu 15 ára fyrir litla 120 milljarða. Maður lifandi!
Inn í þessu eru lög sem heimila ríkinu að stofna hlutafélag með sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna.
Um línu þessa eru afar skiptar skoðanir & hægt að lesa um það út um allt í netinu. Eðlilega eru alls konar sjónarmið á lopti enda rándýr framkvæmd hér á ferðinni sem mun aðeins að hámarki ná um 12%-15% af heildarferðum á höfuðborgarsvæðinu ásamt Strætó.
Stefnt er aukinheldur að því að gangandi, hjólandi, rafskútur o.þ.h. verði um 21% af ferðum & einkabíllinn - sem mörgum er svo annt um - verði um 65-67% af öllum ferðum en ekki 92% eins & staðan er núna.
Nú hefst fjármögnun verkefnisins af fullum krafti & verður fróðlegt að sjá hvernig þessi græna innviðaruppbygging kemur til með að falla í kramið hjá höfuðborgarbúum.
Dr. Gylforce bíður spenntur.
Loftslagsmál, aukin lífsgæði
losna fjölmörg bílastæði
því Borgarlínan er bæði
til bóta & algjört æði!
Yfir&út!
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 30.6.2020 | 00:09 (breytt kl. 00:11) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 119307
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.