Hlutafélag um Borgarlínu ...

106045456_10158378895784265_8973053461172517967_o

Fyrstu-tveir-áfangar-Borgarl-1024x722Fyrr í kvöld bárust gleðileg tíðindi frá Austurvelli, hvar alþingismenn samþykktu samgönguáætlun til næstu 15 ára fyrir litla 120 milljarða. Maður lifandi!

106133746_1286930028340525_554388137256470286_nInn í þessu eru lög sem heimila ríkinu að stofna hlutafélag með sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. 

Um línu þessa eru afar skiptar skoðanir & hægt að lesa um það út um allt í netinu. Eðlilega eru alls konar sjónarmið á lopti enda rándýr framkvæmd hér á ferðinni sem mun aðeins að hámarki ná um 12%-15% af heildarferðum á höfuðborgarsvæðinu ásamt Strætó.

Stefnt er aukinheldur að því að gangandi, hjólandi, rafskútur o.þ.h. verði um 21% af ferðum & einkabíllinn - sem mörgum er svo annt um - verði um 65-67% af öllum ferðum en ekki 92% eins & staðan er núna.

Nú hefst fjármögnun verkefnisins af fullum krafti & verður fróðlegt að sjá hvernig þessi græna innviðaruppbygging kemur til með að falla í kramið hjá höfuðborgarbúum.

Dr. Gylforce bíður spenntur.

Loftslagsmál, aukin lífsgæði
losna fjölmörg bílastæði 
því Borgarlínan er bæði
til bóta & algjört æði!

Yfir&út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband