Velvakandi verktakar ...

Ekki falla í fúlan pytt
forstjóri með meiru.
Splæstu í alla vagna spritt
spornaðu við veiru.

Dr. Gylforce gerði mjög svá óvísindalega könnun á þessum annars milda frídegi verslunarmanna. Maður lifandi.

Dr.-num lék forvitni á að vita hvort sprittbrúsar væru í vinum vorum - vögnunum. & til að athuga málið varð doksi kallinn að taka hús á leiðum sem eru í umsjá Strætó bs. & verktaka. En ekki hvað???

Gylforce-inn gekk hnarreistur inn í leið 3 hvar byggðasamlagið sjálft sér um akstur á þeirri leið. Öngvann sprittbrúsa var í vagninum að sjá - illu heilli - en vagnverjar voru þó velflestir með grímu.

Því næst tók dr. Gylforce hús á leið sem Kynnisferðir annast, leið 15. Þar var spírinn góði í brúsa fremst á áberandi stað & allt til fyrirmyndar. Vel gert!

Að lúkningu sté dr.-inn inn í leið 11 sem er á vegum Hópbíla. Þar var einnig brúsa að finna þannig að í fljótu bragði má segja að verktakar á vegum Strætó bs. séu með puttann á púlsinum & velvakandi meðan byggðasamlagið sjálft þarf að gyrða sig í brók.

Koma svoooooo!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband