Borgarlínan & búningahönnuður ...

Á drottningarviðtal við Dóru leit
dellan tóm þar kraumar. 
Um Borgarlínuna allt best veit
búninga samt saumar.  

Búningahönnuður bullar

Hið geðþekka dagblað, Morgunblaðið, slengir fram viðtali við búningahönnuð einn hvar hann hefir undarlegar & athyglisverðar skoðanir á Borgarlínunni. En ekki hvað???

Enda þótt gott sé að sem flestir hafi skoðanir á jafn mikilvægu og veigamiklu verki eins og línan er, verður þó viðkomandi að hafa kynnt sér málið. Er það ekki???

Búningahönnuðurinn virðist vera með böggum hildar vegna þess að framkvæmd þessi muni jafnvel setja sveitarfélög á hausinn & fara ansi illa með fjárhag ríkissjóðs. Þar virðast áhyggjuefnin einkum vera sú að verið sé að leggja spor og teina út um allan bæ. Það var og.

106045456_10158378895784265_8973053461172517967_oStór hluti Borgarlínunnar verður í sérrýmum svokölluðum sem verða hvorki spor né teinar, heldur venjulegur vegur. Reyndar þarf að hafa í huga að langir vagnar verða á reinum þessum og því ekki gott að vera með hringtorg og krappar þröngar beygjur og þess háttar.

b o r g a r l11Án þess að dr.-inn sé nú sérfræðingur í vegagerð hlýtur að vera hægt að breyta þessum sérrýmum í venjulega vegi ef stjórnvöld og meirihluti fólks hafnar Borgarlínunni og ákveðið verður að hætta við hana á einhverjum tímapunkti.

Þá sætum við raunar uppi með kostnað vegna stoppistöðva og vitaskuld umhverfisvæna vagna en þá mætti líklega selja.

Það er sjálfsagt að setja fram gagnrýni á Borgarlínuna. Nema hvað. Til að mynda hvort það sé réttlætanlegt að eyða svona miklu almannafé - 70 milljörðum hið minnsta - í aðeins um 12% af öllum ferðum á höfuðborgarsvæðinu? Og munu íbúar nýta sér línuna??? Verða komnar aðrar lausnir til þess að ferja fólk sem eru þægliegri, ódýrari og umhverfisvænni???

fr 20170516 062007 1Þetta eru spurningar sem fólk ætti að rökræða en ekki slengja fram einhverri vitleysu um teina þegar margopt hefir verið bent á að Borgarlínan er einfaldlega umhverfisvænir langir strætisvagnar - og á hjólum.

Nóg af rausi - yfir&út! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband