Gleði meðal Garðbæinga
Gylforce til í fögnuðinn.
Það mun samt öngvin þvinga
þá í vagnaunaðinn.
Ný leið - nýr unaður
Í dag er vert að fagna hvar ný leið í hinu lostfagra leiðakerfi hefur akstur. Reyndar byrjar hún bara sem pöntunarþjónusta frá Hreyfli þennan blauta hvíldardag en á morgun hefst aksturinn fyrir alvöru. Maður lifandi!
Leið 22 verður með óvenjulegu sniði af hálfu byggðasamlagsins. Á annatímum, kl. 7-9 & kl. 14-18 virka daga, ekur 18 manna smárúta leið þessa & verður hún líklega ekki fagurgul eins & vagnar vorir. Þess á milli verður pöntunarþjónustan í boði en slík þjónusta er t.d. fyrir hendi á leiðum 23, 27 & 29. Nema hvað.
Vonandi taka Garðbæingar búsettir í Urriðaholti vel í vagninn & hlakkar dr. Gylforce mjög til að taka unaðshring um þetta fallega hverfi.
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 6.9.2020 | 10:46 (breytt kl. 11:04) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.