Fátt um ferðir ...

121185259_667700284181465_6572994824681980976_nStopular ferðir, ömurð ein
einmana nú er doksi.
Allt saman mikið vol & vein
vil út úr þessu boxi.

121237314_362378518147089_9121751434655858277_nEnda þótt hálfgert útgöngubann ríki á höfuðborgarsvæðinu réð dr. Gylforce ekki við sig & hélt á vit ævintýra & vagna. En ekki hvað???

121225412_396592074681316_4111767395323957466_nDr-inn hapði spurnir af því að vagn með glæsilega KFC auglýsingu væri á vígvöllum veganna & beið doksi kallinn því öngvra boða.

Hann hélt rakleitt út í skýli sitt & þurfti ekki að leita lengi eptir hinum eldrauða KFC vagni, hvar hann var á leið 3 þennan ágæta & ljúfa laugardag. 

Eins & áður segir er þetta gullfallegur vagn. Athygli þó vekur að vagn þessi er heldur í eldra lagi (rúmlega sjö ára) en virðist vera ætlað að aka frá morgni til miðnættis svo auglýsendurnir fái nú eitthvað fyrir aur sinn. 

Hvað um það. Dr.-inn fékk indælan rúnt með vagni þessum en afar fáir vagnverjar voru á ferli - eðlilega miðað við aðstæður - & áttu vagnstjórar sem dr.-inn komst í kynni við í kvöld heldur erfitt með að vera ekki á undan áætlun.

Yfir&út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband