Rútuskratti á rúntinum ...

122678544_3939657049382179_2456625823676097874_nÁ rúntinum rútuskratti
reyndist þar inni dimmt.
Ætli fólk þarna fatti
að fara með honum grimmt?

Það var löngu tímabært að dr. Gylforce tæki langdvöl með nýjustu leiðinni í hinu lostfagra leiðakerfi. En ekki hvað???

Leið 22 er tilraunaverkefni í eitt ár, hvar leið sú ekur frá Ásgarði um nýja hverfi þeirra Garðbæinga, Urriðaholt. 

122742975_2675364102730675_911492940254759896_n122709744_779685386232804_4205687807528053640_n122701434_1029672130839118_6083712924363207486_n122863786_1074582842972781_985581603264502332_nGarðbæingar eru nú ekki þekktir fyrir að hafa mikinn áhuga á almenningssamgöngum svo framtaki þessu ber að fagna. Verkefnið mun kosta tæpar 60 milljónir þrátt fyrir að notast sé við svokallaða pöntunarþjónustu stóran hluta dagsins. Nema hvað.

Ákveðið var að bjóða Urriðaholtsverjum upp á 19 manna smárútu í þetta verkefni sem ekur þarna á 30 mínútna fresti á annatíma virka daga. Að öðru leyti er hér um pöntunarþjónustu frá Hreyfli að ræða. Hvað um það.

Dr. Gylforce er lítt gefinn fyrir rútur sem strætisvagna en skilur svo sem að slíkt hafa orðið raunin á þessari leið. Heldur dökkt var inn í smárútunni, engin upplýsingatafla sem var bagalegt fyrir mann eins & doksa sem er að ferðast um nýjar lendur & langaði að vita hvað stoppistöðvarnar heita. Hvað um það.

Dr.-inn fann stansrofa um borð sem var gleðilegt. Aukinheldur vonar hann svo innilega að Urriðaholtsingar taki vagninum fagnandi svo framhald geti orðið á verkefninu.

Yfir&út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband