Gerast nú válynd veður
veðráttan fárviðri.
Mæður, fólk og feður:
Ferðir liggja niðri.
Ferðir falla niður
Byggðasamlagið Strætó hefir fellt niður allar ferðir sínar í fyrramálið vegna fyrirhugaðs fárviðris.
Rauð veðurviðvörun hefir borist frá Veðurstofu Íslands og því verða vagnarnir ekki á ferðinni á morgun fyrr en í fyrsta lagi kl. 10.
Samgöngur | 6.2.2022 | 16:15 (breytt kl. 16:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í febrúar er frumraun
í firði Hafnar.
Ekur nú um Hellnahraun
sem hratt vex & dafnar.
Byggðasamlagið Strætó kynnti til leiks nýja leið í hinu lostfagra leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða svokallaða pöntunarþjónustu sem ætlað er að tengja Hellnahraun í Hafnarfirði við leiðakerfið í gegnum Vellina. Nema hvað.
Eins og hér að ofan segir verður leið þessi í pöntunarþjónustu sem þýðir að viðskiptavinir panta ferð með því hringja í Hreyfil í síma 5885522 minnsta kosti 30 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.
Eingöngu er hægt að greiða fyrir ferðina um borð leigubílnum með því að sýna Klapp kort, KLAPP tíu eða fargjald í Strætó appi eða Klapp appi.
Samgöngur | 4.2.2022 | 23:58 (breytt 5.2.2022 kl. 13:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Koma ferðir, koma ráð
við Covid glímum.
Ferðumst áfram vel áfjáð
á óværutímum.
Hinn 3. janúar fer hið lostfagra leiðakerfi loksins á fulla ferð í fyrsta sinn á því herrans ári 2022. Maður lifandi!
Mikilvægt er að vagnverjar verði ALLIR með grímur i vögnunum meðan Omikron afbrigðið leikur nú lausum alla um samfélagið.
Koma svo - UPP MEÐ GRÍMUNA - EKKERT FLAN Í JAN.
Samgöngur | 2.1.2022 | 23:19 (breytt 5.2.2022 kl. 00:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt ár mínir virðulegu vagnverjar!
Megi árið 2022 færa oss gæfu & gleði í nýju metanvögnunum & vonandi spánnýjum spennandi rafvögnum þegar líða tekur á árið.
Amen.
Samgöngur | 31.12.2021 | 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komnir loks á kortið
kætist nú lundernið.
Lætur ekkert ósnortið
Austurlandsvíðernið.
Vér vagnverjar fögnum nú því frá og með mánudeginum 3. janúar 2022 mun rekstur Strætisvagna Austurlands færast frá Múlaþingi og yfir til Vegagerðarinnar. Nema hvað!
Almenningssamgöngur á Austfjörðum verða því formlega hluti af leiðaneti Strætó á landsbyggðinni. En ekki hvað???
Akstursleiðirnar munu ekki breytast en leiðirnar munu fá ný leiðanúmer og nýjar tímatöflur.
Jibbíkóla!!!
Samgöngur | 31.12.2021 | 00:39 (breytt kl. 00:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blaðamaður á flugið fer
með fullyrðingum ósönnum.
Í Spönginni endalaust er
unaðurinn í hrönnum.
Vagninn í vistþorpið
Loksins grillir í að vinir vorir - vagnarnir - aki um hið nýja vistþorp í Gufunesinu. Það er löngu tímabært þótt fyrst um sinn verði um svokallaða pöntunarþjónustu að ræða. Nema hvað.
Í fyrirsögn Rúv er látið í það skína að þetta fyrirkomulag sé einkar óþægilegt hvar vagnverjinn verði að panta fyrst leigubíl sem aki honum að næstu biðstöð eins og segir þar. Næsta stoppistöð er hinsvegar ekkert slor hvar hún er sjálf Spöng þeirra Grafvæginga með urmul vagna og góða tíðni, sérstaklega á annatímum virka daga.
Þá ekur leið 6 á 10 mínútna fresti. Það er eitthvað og mun betra en t.d. boðið er upp á í Stútulaut doktorsins.
Þannig er nú það.
Epstu 2 myndir: ruv.is og mbl.is
Samgöngur | 30.12.2021 | 17:23 (breytt kl. 18:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sitjið í vögnum og chillið
þótt smit á oss herjar.
Grímuna setjið í grillið
góðu vagnverjar.
Upp með grímuna - alltaf!
Samgöngur | 29.12.2021 | 17:36 (breytt kl. 17:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klárt og klappað
komið af stað
allt afslappað
en ekki hvað???
Nýja greiðslukerfi hjá Strætó, sem hefir fengið nafnið Klapp, er nú komið í prófanir til þess að sníða síðustu agnúa af kerfinu, ef einhverjir eru.
Dr. Gylforce hefir fengið þann heiður að vera eitt af tilraunadýrunum. Vel hefir gengið að nota kortið & ekkert komið upp á ennþá hjá doksa kallinum en hafa skal í huga að ekki liggja margar ferðir að baki.
Það er norskt hugbúnaðarfyrirtæki sem annast uppsetningu Klappsins & svipar það mjög til Oyster kortsins svokallaða sem margir þekkja frá Lundúnum.
Vonandi lítur Klappið svo dagsins ljós fyrir vagnverja á fyrstu mánuðum næsta árs.
Samgöngur | 16.10.2021 | 12:22 (breytt kl. 12:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meðan
gljáfægðir
gulir vagnar
með kolsvört
gúmmídekk
harðloka
hurðum
og hvílast
skunda ég
í átt að
skólavörðu
ramba
á rafskútu
fell á mitt
umhverfisvæna
fés.
Samgöngur | 15.10.2021 | 17:31 (breytt kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar