Börnin & Borgarlínan ...

Börnin jú & Borgarlína
í belg ekki leggja orð.
Með framtíð sína framsýna
& flykkjast munu um borð.

Dr. Gylforce hefir nú um nokkurra ára skeið kennt almenningssamgöngur með ýmsu hætti í mennta- & menningarsetrinu við Kárnses. En ekki hvað???

72954652_1224973924358595_2857662121095725056_nDoksi kallinn hefir rætt reglulega við 13-15 ára um skipulag í borgum í samfélagsfræði aukinheldur sem hann hefir boðið þeim upp á valáfanga sem heitir í daglegu tali "Strætóval".

Eins & á grönum Gylforce má sjá er hann nú eldri en tvævetur & telst honum nú til að nemendur hans séu að nálgast 1000 talsins. Hví rifjar doksi kallinn þetta upp nú???

Jú, langflestir nemendur eru afar jákvæðir í garð Borgarlínunnar & að fá brú yfir Kársnesið. Þeir fagna þessum áformum & vinsælustu viðbrögð þeirra eru einfaldlega: "Er þetta að koma hjá okkur??? Kúl!"

Það er ágætt að hafa þetta í huga, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir karlmenn á aldrinum 50-80 ára eru duglegir að skrifa í fjölmiðla hvar þeir finna Borgarlínunni allt til foráttu. 

Vissulega mega þeir hafa sínar skoðanir, skárra væri það nú! En hefir einhver lesið greinar eftir fólk á aldrinum 15-30 ára um þessa samgöngubyltingu??? 

Dr.-inn hefir ekki séð eina einustu sem er skrýtið því þeirra er framtíðin.

Jæja - yfir&út! 





Vistvænir verktakar ...???

20171101130312-870b2cb5-meVerktakar fljótt verða
vistvæna að fá.
Loftgæðin þeir serða
& lífið aftanfrá.

Í okkar lostfagra leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins vill svo til að um helmingur af akstrinum ku vera ekinn af verktökum.

Að mati dr. Gylforce skiptir það í raun litlu máli hver annast aksturinn; aðalatriðið er að sinna verkefninu af einurð & einlægni. Nema hvað.

Það sem hinsvegar vekur gjörhygli Gylforce-ins er sú staðreynd að verktakarnir tveir, Hópbílar & Kynnisferðir, bjóða ekki upp á neina umhverfisvæna vagna. Það ríður í bág við alla skynsemi.

123051228_10157634768962157_8959843633762782859_oEkki veit doksi kallinn ástæðu fyrir þessu. Vel má vera að samningar byggðasamlagsins við verktaka taki ekki á þessu máli. Ef svo er, þarf að gera bragarbót á því hið snarasta. Annað atriði er að umhverfisvænir strætisvagnar kunna að vera dýrari í innkaupum. Samningstíminn við verktaka þarf því að vera æði langur svo það borgi sig fyrir þá að bjóða upp á t.d. rafvagna sem kosta nær tvöfalt meira en venjulegur vagn.

Svo gætu ástæðurnar verið einhverjar allt aðrar - hvað veit dr.-inn???


Spígsporað & spekúlerað ...

159518779_10158169214438348_3207713809967128229_oÍ heiðríkju ég hélt af stað
í Hamraborginni ljóða.
Getur Borgarlínan blómstrað
í bænum mínum góða???

Dr. Gylforce var óðara kominn í Hamraborgina háu & fögru þennan annars skýlitla en svala laugardag. Nema hvað.

linan 2Dr.-inn velti fyrir sér svæðinu eins & það verður með tilkomu Borgarlínunnar margumtöluðu. 

Í gegnum hjarta þeirra Kópvæginga koma tvær leiðir Borgarlínunnar til með að fara. Önnur þeirra ekur frá miðbæ að Vatnsenda, í gegnum hið fagra Kársnes, um Smáralind, sala- & kórahverfi. 

1212793Hin leiðin kemur til með að aka frá miðborginni alla leið að Völlunum í Firðinum. Það er ekki ósvipað leið leiðanna, leið 1, í núverandi leiðakerfi Strætós.

Aukinheldur verða tvær hefðbundnar strætisvagnaleiðir sem koma til með að stoppa í Hamraborginni. Þetta verða leið frá Ásgarði í Garðabæ, sem fer um Fífuhvammsveg, Dalveg og Hlíðarhjalla, í Hamraborgina, yfir brúna væntanlegu & endar í Háskólanum í Reykjavík.

Hin leiðin fer frá Hamraborg að Vatnsenda en í gegnum Nýbýlaveg, Mjódd, hluta af Seljahverfi & minnir seinni hluti leiðarinnar um margt á leið 2 nú til dags.

Í dag stöðva 6 leiðir í Hamraborginni en þeim verður fækkað niður í 4 (2 Borgarlínurleiðir & 2 strætisvagnaleiðir) en tíðni & ferðatími miklu miklu betri en við vagnverjar eigum að venjast.

Spennandi!




Gylforce úti á galeiðunni ...

160094850_242628507571011_8168213820738749265_nVerjinn nú kverkar vætir
vill ólmur kneyfa öl.
Gylforce-inn þó að gætir
að gleðin end´ei sem böl.

160321551_442367543704270_1918907897143057396_nDr. Gylforce beið öngvra boða frjádag þennan & hætti snemmindis í mennta- & menningarsetrinu við Kársnes & fór út á galeiðuna. En ekki hvað???

Vitaskuld brúkaði doksi kallinn vini vora, vagnana, til þess að ferja sig fram & tilbaka í miðborginni.

Dr.-inn sté í fagra vagna & var meðal vagnverja, hvar hann fékk svo reyndar bilaðan vagn á leið 11. Illu heilli var 213 Irisbus þeirra Fjarðarmanna með hálfbilaða stanzrofa. Ekkert heyrðist í þeim & ekkert ljós kom til merkis um að vagninn myndi stöðva.

159935420_775137563102957_1266873270033002870_nVið þetta kom fum & fát á margan verjann sem er skiljanlegt & þarf verktakinn suður í Firði að kíkja á vagn þennan hið snarasta.

Ekki orð um það meir!

Yfir&út!


Ankannalegt ástand ...

2MjPYcCrIv81YcNaEnZqRCOALzj30B4WRQ-z30J5Lzc20171101131029-7e946f5fÁstandið mjög annarlegt
ofbeldi, köll & þrætur.
Samfélag verja er svekkt
á smáfólki höfum gætur.

Annarlegt ástand

Dr. Gylforce varð hryggur & hnugginn við lestur á frétt þessari hvar nemendur í hans gamla skóla upp við Hörðuvelli þeirra Kópvæginga lentu í óþægilegri lífsreynslu í vinum vorum, vögnunum.

Góðu heilli er verklag vagnstjóra alveg skýrt við þessar aðstæður: stöðva vagninn, opna allir hurðir & leita allra leiða til að koma viðkomandi út. Ef það tekst ekki skal kalla til laganna verði.

Vonandi lesum við ekki svona ófögnuð aptur í bráð.

Yfir&út! 



Graffaður griðastaður ...

1261723Bareigandi gaf því gaum
graffið þvíumlíkt
því allir sér eiga draum
um eitt skýli slíkt.

Graffað skýli

1261721Hinn fráleitt spóalegi & spengilegi dr. Gylforce skal viðurkenna að hann er spenntur mjög fyrir að kneyfa ölið af áfergju & unaði eptirleiðis á Prikinu. Ástæðan?

Jú, verti einn virðist vera sérlegur vinur okkar vagnverjanna. Góðu heilli. Bareigandinn á Prikinu sá þetta forkunnarfagra & vel graffaða strætóskýli í Vatnsmýrinni & vildi vitaskuld klófesta það. En ekki hvað???

Hér eptir verður strætóskýli þetta í bakgarði á bar þessum & mun dr. Gylforce efalítið heimsækja staðinn fyrr en ella.

Yfir&út!


Samgöngur fyrir alla ...

merki-an-klisjuVilja gera bragarbót
Borgarlínu á.
Urmul mislæg gatnamót
106045456_10158378895784265_8973053461172517967_omunum við þá sjá. 

https://samgongurfyriralla.com/

Nýr áhugamannahópur sem kallar sig einfaldlega Áhugafólk um samgöngur (ÁS) hefir bæði gefið út myndband og sett upp heimasíðu. Það er alltaf fagnaðarefni þegar menn láta sig samgöngurnar varða. Nema hvað.

línanÞað er um að gera fyrir áhugasama að skoða þessa síðu & komast að því hvað hópur þessi hefir til málanna að leggja.

Í stuttu máli vill hann einhvers konar "mini" útgáfu af Borgarlínunni (BRT-light) aukinheldur sem skoðanir þeirra er um margt sérkennilegar á almenningssamgöngum.

74237647_1224974477691873_914946214368116736_nSem dæmi hefir ÁS áhyggjur af bæði mengun og hávaða frá stórum vögnum línunnar. Það er afar furðulegt því vagnarnir verða umhverfisvænir með litlum hávaða & mengun.

Annað sem er heldur hjákátlegt, er þegar fólk sem ferðast hefir löngum stundum í einkabifreið sinni fer að skoða almenningssamgöngur. Þá finnur það yfirleitt að því að vagnverjar þurfi að skipta um vagna til að komast leiðar sinnar. Það er hinsvegar lítið mál & þekkja það langflestir vagnverjar. Slíkt snýst aðallega um þétta tíðni, stuttan ferðatíma og góða aðstöðu en svo vill til að þá heilögu þrenningu mun bæði Borgarlínan & nýtt leiðanet Strætós hafa upp á að bjóða.

Jæja, meira síðar. 




Meinsemd - lögum strax!

InBus_MotorizedChair_700x426 (1)Í biluðum kulda beið
blaut & orðin sár.
Vagninn án ramps, hún reið
runnu niður tár.

rampurÁ lúnum hapð´ei lyst
leigari ei til taks.
Af mörgum hefir misst
meinsemd, lögum strax!

Fékk gamlan jálk með öngvan ramp

Enda þótt dr. Gylforce þyki afar vænt um gömlu vagnana á borð við Scania Omnilink, Irisbus Karosa & Citelis, veit hann vel að þeir eru á síðustu metrunum.

Vonandi tekst byggðasamlaginu brátt að koma með trúverðuga & trausta áætlun um endurnýjun flotans svo gott aðgengi verði tryggt fyrir alla.



Þverrandi þjónusta ???

97110318 10157444341163348 500609598336532480 oSkelfilegt er að skerða
skammsýni á ný?
Vagnverjar nú verða
víst að kyngja því.

101S(k)erðing

Hinn 1. mars síðastliðinn var þjónusta Strætó bs. skert með því að fækka ferðum seint á kvöldin. Að mörgu leyti er það skiljanlegt; samkomutakmarkanir eru enn víða í gildi & því færra fólk á ferli. Nema hvað.

Samt skýtur það skökku við að minnka aksturinn hvar Borgarlína, nýtt leiðanet Strætós er töluvert í umræðunni hvar lögð er áhersla þar á þétta & góða tíðni. En ekki hvað???

Vissulega er byggðasamlagið í kröppum dansi. Tekjur voru af skornum skammti á síðasta ári vegna farsóttarinnar & því liggur beinast við að skera niður. Hafa ber þó í huga að hér er um tímabundnar ráðstafanir (vonandi) að ræða. Hvað um það. 

Aukinheldur blasir við Strætó að reyna að finna leiðir til endurfjárfestinga. Vagnaflotinn er orðinn gamall & spurning hvort fleiri leiðum verði útvistað til verktaka á næstu misserum???


Lyptur á landsbyggðinni ...

vdlHér er hjólastólalyfta
hugguleg til taks.
Mun á landsbyggð miklu skipta
mikilvæg er strax.

Hjólastólalyfta

Fyrsti vagninn sem útbúinn er með hjólastólalyptu er kominn í gagnið á landsbyggðarleið númer 57. Það er fagnaðarefni, maður lifandi.

straeto2012hre_291193376Í útboði Vegagerðarinnar síðasta sumar var krafa um a.m.k. einn vagn með slíkan útbúnað á leiðum 51/52, 55, 56 & 57. Ekki var farið fram á slíkt á styttri leiðum landsbyggðarinnar.

Hinir þrír eru væntanlegir á næstu vikum & vonandi reynast þeir vel. Hinsvegar verður aðeins einn svona vagn á hverri leið sem takmarkar ferðafrelsi þeirra sem eru í hjólastól. 

En vissulega er þetta byrjunin. Dropinn holar steininn.

Yfir&út!



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband