Hljóðlátir verða hérlendis
með hleðsluna fína.
Umhverfisvænir allsendis
unaður frá Kína!
Hinn einarði & upplitsdjarfi dr. Gylforce er afar ánægður, hvar hann fékk sendar þessar yndislegu myndir af rafvögnunum sem loksins eru komnir frá Kína. Maður lifandi!Enda þótt myndirnar sýni einungis þrjá vagna eru þeir fjórir sem verða senn tilbúnir á vígvelli veganna. Þegar árið er liðið má búast alls við fjórtán slíkum eðalvögnum. Spennandi!
Allir strætisvagnar hafa raðnúmer & fá þessir nýju gæðingar númerin 190, 191, 194 & 196. Doksi kallinn hefir ekki tekið eptir hleðslustöð við Hlemm fyrir vagnana en einhvers staðar verða þær. Drægni vagnanna er um 320 km ef dr.-inn man rétt & því gott að hafa möguleika á að hlaða vagnana í tímajöfnun.
Rafvagnarnir voru dýrir í innkaupum en eiga að vera ódýrir í rekstri. Þeir eru afar hljóðlátir & er vistspor þeirra mun minna en vagna sem brenna jarðefnaeldsneyti.
Þetta verður spenna - rafmögnuð spenna!
Bloggar | 28.3.2018 | 10:42 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef þér verður brátt í brók
& borunni vilt strjúka.
Gríptu með þér klink án djóks
& greiddu fyrir að kúka.
Hinn borubratti & blíðláti dr. Gylforce brölti í hægðum sínum í Mjódd okkar Breiðhyltinga, hvar hann rak glyrnur sínar í hið nýja hlið sem gætir úrgang okkar verjanna. En ekki hvað???Dr.-inn fagnar því vitaskuld að hægt sé að komast á snyrtingu í þessari miklu tengistöð, hvar um fjórar milljónir vagnverja fara þarna um á hverju ári.
Reyndar fór doksi kallinn opt & iðulega á settið í verslunarmiðstöðinni sem er smá útúrdúr. Hvað um það.Það vekur aukinheldur athygli að einkafyrirtæki setur þetta upp & starfrækir salernin. Ein ferð í herlegheitin kostar litlar 200 krónur & hlakkar dr.-inn til að prófa að tefla þarna við páfann.
Yfir&út!
Myndir: visir.is & mbl.is
Bloggar | 27.3.2018 | 09:37 (breytt kl. 09:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn draumkenndi & duttlungafulli dr. Gylforce hefir verið drífandi & dugmikill í vinum vorum - vögnunum - undanfarið en haldið sig við leiðirnar við lautina, leiðir 3 & 4. Nema hvað.
Báðar leiðirnar hafa endastöð við Hlemmtorgið huggulega sem hefir tekið stakkaskiptum á stuttum tíma; hótelbyggingar í flestum háhýsum & Mathöll í sjálfu Mekka. Urmull ferðamanna leggur leið sína um torgið & þurfa þeir ekki að óttast skerðingar yfir sumarið á ferðum vagnanna - góðu heilli!
Meðan vagninn leggur
í laust stæði
við undirspil
umferðar stræta
þjórar túristinn
á torgi
í miðri borg
Skimar svo í átt
að Skólavörðu
Bloggar | 26.3.2018 | 10:19 (breytt kl. 10:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hundur svartur hoppar inn
hér er fart á vagni.
Verjapartur er voffinn
með viðvarandi fagni.
Hinn eðalborni & ákafi dr. Gylforce var ákaflega ánægður á dögunum, hvar hann sat sem fyrr í leið 4 með ferfættlingi. Maður lifandi!Strætó bs. tilkynnti í byrjun marsmánaðar að gæludýr væru leyfð í vögnunum með ákveðnum skilyrðum.
Fram kemur á ruv.is að þrír vagnverjar hafi óskað eptir því að fá kort sín endurgreidd vegna loðinna ferfætlinga í vögnunum. Það er ekki mikið. Hvað um það.
http://www.ruv.is/frett/endurgreiddu-thrju-straetokort-vegna-gaeludyra
Dr.-inn sat með seppa í fjarkanum frá Engihjalla að Hamraborg þeirra Kópvæginga & varð ekkert var við hann. Vonandi hittir doksi kallinn fleiri gæludýr í næstu ferðum.
Yfir&út!
Bloggar | 20.3.2018 | 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir koma gjarnan að gagni
glæstir um langan veg.
Í vikugömlum vagni
er veröldin dásamleg.
Hinn spaki & sperrti dr. Gylforce spratt bísperrtur af stað um helgina & hélt vitaskuld á vit vagna. En ekki hvað???Gylforce-inn sér fram á gósentíð í vögnunum, hvar verktakinn við sundin blá hefir nú tekið í notkun tíu glæsta Iveco Crossway vagna. & ekki sé minnst á rafvagnana sem Strætó bs hyggst nota en nokkrir af þeim eru komnir til landsins & eru væntanlegir á vígvelli veganna eptir nokkrar vikur. Maður lifandi.
Dr.-inn einhenti sér í glæstan & glænýjan Iveco vagn frá Kynnisferðum. Doksa telst svo til að vagninn sé aðeins búinn að vera í um viku í akstri. Þetta var vagn númer 350 á leið 17 en nýju vagnarnir hafa fengið raðnúmerin 341-350. Það er alltaf jafn gaman að sitja í spánnýjum & spennandi vagni; finna lyktina & sá allt glænýtt & vel með farið. Aukinheldur hapði doksi gaman af stanzrofunum í vagninum en þeir eru með öðrum hætti en í sambærilegum vögnum sem Strætó bs. notar. Hvað um það.
Dr.-inn hélt frá Mjódd að Hlemmi með um tug vagnverja & hélt glaður í bragði heim á leið með hinum hvítgula vagni á leið 4.
Amen.
Bloggar | 18.3.2018 | 10:20 (breytt kl. 21:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kastar nú tólfum hér
keyrir úr hófi.
Í vögnunum títt ég er
á einhverfurófi.
Hinn glaðhlakkalegi & guðdómlegi dr. Gylforce hefir gengið rösklega til vagna sinna, hvar hann hitti raunar aðeins fyrir eina leið í gær að þessu sinni, leið 12.
Hin tólfta leið er ein þessara leiða sem hefir verið stöðugt í sókn enda góður kostur fyrir oss vagnverja til að komast t.d. frá Mjódd að Hlemmi með viðkomu á Kirkjusand eða Borgartún. Nú, eða öfugt - maður lifandi!Tímatöflur leiðarinnar hafa aðeins verið að stríða okkur vagnverjum. Þær tóku breytingum í janúar & vonandi nær vagninn að halda betur áætlun á komandi misserum.
Kynnisferðir annast aksturinn & buðu upp á a.m.k. tvo spánnýja & spræka Iveco Crossway vagna á leið 12 & virðast allir 10 nýju vagnarnir þeirra vera komnir á fulla ferð á vígvöllum veganna. Hina má t.d. finna á leið 15. Hvað um það.
Amen.
Bloggar | 14.3.2018 | 14:04 (breytt kl. 14:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýir vagnar - nú verð ég ær
notalegra að þjóta.
Meistaravellir - Mosfellsbær
munu þeirra njóta.
Hinn fráleitt iðjulausi & drabbsami dr. Gylforce hefir hapt hljótt mjög um sig undanfarið, hvar flensuskítur & annað fokk hefir sótt að doksa kallinum. Maður lifandi.
Dr. Gylforce hefir þó verið sem eilífur augnakarl í vögnunum - vinum vorum - eptir að hann komst á lappir. En ekki hvað???
Samkvæmt fréttum hefir verktakinn inn við sundin lent í kröppum dansi undanfarið vegna tíðra bilana vagna.
Kynnisferðir á kamrinum
Þessi váfrétt leiðir hugann óneitanlega að hinum hollensku VDL-vögnum sem eru 75% af vögnum Kynnsiferða (eða voru réttara sagt). Þola þeir ekki rysjótta tíð; rok & rigningu???
Aukinheldur spyr doksi sig í sífellu; hvernig mun þá rafvögnunum fjórtán, sem væntanlegir eru á vordögum, reiða af á veturna???
Hvað um það.
Kynnisferðir hafa nú fengið 10 nýja 12 metra langa Iveco Crossway sem segir doksa kallinum að þeir séu ekki alltof hrifnir af Hollendingnum sökkvandi!
Bloggar | 12.3.2018 | 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hinn snævugi & snögghærði dr. Gylforce hélt sem snöggvast á vit vagna í gærkvöldi, hvar hann loksins snaraði sér í leiðir 35 & 36 eptir breytingarnar sem gerðar voru í janúar síðastliðnum. Nema hvað.
Stundum vekja ákvarðanir Strætó bs. furðu. Ekki opt þó. Hvað um það.
Í janúar kom þörf breyting á leið 35 sem fólst í því að aka leiðina bæði réttsælis & rangsælis; annar vagninn fer í vesturátt frá Hamraborginni út á Kársnesið en hin í gamla austurbæinn. Nefndust nú vagnarnir annaðhvort á réttunni eða röngunni & báðar sem leið 35 enda litið svá á að um hringleið sé að ræða en ekki tvær aðskildar leiðir. Fáir skildu þó fyrirkomulagið & olli þetta miklum misskilningi aukinheldur sem sami háttur var gerður fyrir nokkrum árum en þá hétu leiðirnar annars vegar leið 35 & hinsvegar leið 36.
Góðu heilli breytti Strætó bs. - eptir smá hringl - í leiðir 35 & 36 sem dr. Gylforce naut sín vel í. Eina sem truflaði doksa kallinn í gærkvöldinu var hringlandaháttur verktakans sem er sí & æ að skipta út vögnum á leiðum 28, 35 & 36.
Kannski býr einhver galdur í því sem hið gamla hró doksa skilur ei.
Réttsælis eða rangsælis
rugl á bifreiðum.
Tekin af öll tvímæli
með tveimur leiðum.
Bloggar | 7.2.2018 | 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagnarnir - vinir vorir - eru væntanlega í kröppum dansi á vígvöllum veganna með tímaáætlanir sínar þegar þetta er ritað. Nema hvað.
Dr. Gylforce sendir þeim baráttukveðjur en sjálfur er doksi kallinn innivið vegna flensu.
Vinir mínir í vanda
vindur, snjór & hált.
Þá er bara að anda
& elska lífið sjálft.
Bloggar | 5.2.2018 | 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn þorstláti & þykkvaxni dr. Gylforce þjóraði þá nokkra í borg óttans frjádaginn góða, hvar hann hélt vitaskuld á vit vagna. Nema hvað.
Dr.-inn hélt rakleitt á hanastél í höfuðborginni & hrósaði mjög leið leiðanna, leið 1, hvar hún var jú komin með hina yndislegu tíu mínútna tíðni.
Hinn léttleikandi 178 "Gaypride" vagn bauðst til fararinnar & brunaði með doksa kallinn í sollinn. En ekki hvað???Dr.-inn gekk hægt um vagnanna dyr í gær en mun greiðar inn um dyr gleðinnar.
Eptir að hafa gælt við þann görótta í gríð & erg, glaðst & hlegið með kollegum sínum gekk dr.-inn spölkorn & hóaði í 219 vagninn á leið 11.
Doksi kallinn fékk svá ferð í Stútulautarselið sitt með leið 3 við Mjódd okkar Breiðhyltinga & fagnaði um leið þeirri ákvörðun stjórnar Strætó að leyfa gæludýr í vinum vorum.
Froskar, hundar - ekki fákar
fá núna sitt pláss.
Skriðdýr lika - ekki snákar
sannkallað vagnastáss!
Gæludýr í þá gulu
Bloggar | 3.2.2018 | 11:22 (breytt kl. 14:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 124059
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar