Hinn gloppótti en þó ávallt glaði dr. Gylforce hefir eyðu í skipulagi dagsins hvar hann ætlar heldur betur að nýta það til vagnarannsókna. Maður lifandi.
Nú er bara að leggja á ráðin; hvert skal haldið???
Haldið senn á vagnavit
vit er ekk´í öðru.
Með sælu í þaula sit
með signa þvagblöðru.
Bloggar | 12.11.2015 | 08:54 (breytt kl. 09:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn sálargöfgi & skörunglyndi dr. Gylforce skundaði meðal vagna nú í hæsta degi dags hvar hann hitti fyrir hina funheitu & engilsaxnesku 304 & 305 MAN vagna Kynnisferða. Nema hvað.
Dr. Gylforce fetaði sig inn í 304 vagninn á leið 35 & hélt með vagninum eystur að hinum kópvægska Epstahjalla. Á leiðinni lenti vagnstýran í talsverðum töfum vegna framkvæmda við Biðskýlið vestur á Kársnesi. Leiddist henni þófið & þandi hún hornið af mikilli áfergju. Hvað um það.
Dr. Gylforce hugðist heilsa upp á hinum glæstu 177-179 Irisbus Crosswayvagna á leið 4 þarna eysturúr en að þessu sinni hapði hann eigi heppnina með sér. Doksi kallinn varð að láta sér lynda leið 35 aptur að Hamraborginni hvar hann sá þar 305 MAN vagninn.
Það er gott til þess að vita að báðir MAN vagnar Kynnisferða eru nú til taks & skiptast á að taka vaktirnar þrjár yfir daginn.
Enn skal brölt í unaðshring
sem ætíð gleði vekur.
Dvölin er sem endurfæðing
- algjör nautn & dekur.
Bloggar | 11.11.2015 | 13:43 (breytt kl. 13:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn lempni & liðlegi dr. Gylforce lagði í langa ferð í gær meðal vina sinna - vagnanna - hvar hann tók lærlinga sína með úr valáfanganum "Allir með strætó" frá mennta- & menningarsetrinu hér við Kársnes & Kastala. Nema hvað.
Markmiðið var að kynna ungviðinu hvernig komast má í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ & Borgarholtsskóla í Grafarvoginum. Hvað um það.
Dr. Gylforce þrælaði mannskapnum upp í Hamraborg hvar þau síðan hóuðu í 3ja hásinga 198 vagninn á leið 1. Viljandi hugðist doksi ekki velja stystu leið upp í Mosó heldur skemmtilega & góða leið með eðalvögnum. En ekki hvað???
Við Landspítalann vonaðist dr.-inn eptir hinum glæstu Crossway 181-185 vögnum eða hinum sænskættuðu Volvo 188-191 vögnum á leið 15. Hvorugt kom þá upp úr hattinum að þessu sinni - illu heilli.
Doksi sté inn ásamt lærlingunum inn í hinn 10 ára gamla Irisbus Karosa 166 vagn & sátu við í ágætisferð alla leið að Háholti í Mosfellsbæ, rúmlega 40 mínútna leið.
Þar beið eptir oss hinn sænskættaði 107 Omnilink á leið 6 & færði okkur framhjá F Mos eins & framhaldsskólinn þar er gjarnan kallaður aukinheldur sem vagninn sá sýnir okkur vel Borgó í Grafarvoginum.
Þessir skólar komu ungviðinu spánskt fyrir sjónir en hver veit nema að þau endi þar á næsta ári???
Við Kringluna skáskutum við okkur svo úr leið 6 yfir í leið 4 & gekk sú skipting algerlega upp. Leið 4 kemur mínútu síðar en hinn sjötta leið & héldum við með 177 Crossway vagninum að Hamraborg okkar Kópvægina.
Þaðan var leiðin greið með leið 35 að mennta- & menningarsetrinu. Maður lifandi.
Gylforce-inn í langa leið
með lærlingana sína.
Blíðlega þar sexan beið
með bílstjórann fína.
Bloggar | 10.11.2015 | 12:34 (breytt kl. 13:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn fráleitt timbraði en þó taktfasti dr. Gylforce var lítt meðal vina sinna - vagnanna - helgi þessa hvar hann baksar nú við að timbra heimavið. Nema hvað.
Leið leiðanna, leið 1, er dr.-num ávallt hugleikin. Þessi fjölfarnasta leið í hinu lostfagra leiðakerfi þarf á mörgum aukavögnum að halda á annatíma sem þó aka aðeins hluta af leiðinni síðdegis.
Dr.-inn hepði nær haldið að auka þyrfti tíðnina á leið 1 í stað allra þessa aukavagna. Það hefir ugglaust kostnaðarauka í för með sér en væri betra fyrir oss vagnverja & í raun eðlilegra á margan hátt.
Það er ekkert athugavert við það þótt ein leið í kerfinu sé ekin með t.d. 10-12 mínútna tíðni á morgnana meðan aðrar gera það ekki.
Tilsetja nú tíðni þarf
á tíðfarni leið.
Ætti að vera auðvelt starf
svo áætlun sé greið.
Bloggar | 9.11.2015 | 09:44 (breytt kl. 09:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn samhaldssami & samgönguglaði dr. Gylforce frá Stútulaut hefir fallið í stafi & verið nokk hissa á Strætó bs. hvað samgöngukortið varðar.
Á annað hundrað fyrirtækja & stofnana hafa mótað sér samgöngustefnu & hvatt starfsfólk sitt til að ferðast til & frá vinnu með vistvænum hætti.
Starfsfólkinu býðst samgöngukort frá Strætó sem er árskort í vagnana á höfuðborgarsvæðinu & kostar eitthvað um 60.000 kr. eða um 5000,- kr. á mánuði. Efalítið geta töluvert margir lagt bíl númer tvö & eða jafnvel þrjú á heimilum, fengið sér kort þetta & sparað sér mörg hundruð þúsund krónur á ári.
Að mati dr.´s þarf Strætó bs. að sækja fram í þessum fyrirtækjum & stofnunum & kynna samgöngukortið með myndarlegum hætti. Við mennta- & menningarsetrið hér við Kársnes & Kastala þekkir t.a.m. öngvinn kortið & býður doksa kallinum í grun að svipuð staða sé á fleiri vinnustöðvum.
Í unaðsferðir kortið er
& allir spara.
Nýtið ykkur í nóvember
- njótið kostakjara!
Bloggar | 6.11.2015 | 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn nýtilegi & nothæfi dr. Gylforce hefir setið í hægindastól sínum heimavið í fegurstu laut jarðarinnar, Stútulautinni, hvar hann hefir velt vöngum yfir stofnleiðunum þremur; 1, 3, & 6.
Fjölmennustu leiðirnar í hinu lostfagra leiðakerfi eru leiðir 1 & 6. Þar er bætt við mörgum aukavögnum á annatímum til þess að koma okkur vagnverjum á áfangastað. Leiðir 1, 3, & 6 aka allar frá Lækjartorgi að Hlemmi en tiltölulega fáir vagnverjar fara út á þeim spotta. Það sýnir væntanlega vagnverjatalning byggðasamlagsins sem það framkvæmir í október ár hvert & eru gríðarlega mikilvæg gögn að mati dr.´s.
Það væri gott að skoða hvort ekki mætti fækka þessum ferðum og láta eina eða jafnvel tvær af þessum leiðum enda við Lækjartorg. Með því sparast mikill akstur um Sæbrautina fyrir ekki svo marga vagnverja í raun.
Aukinheldur er mikill samgangur með leiðum 3 & 6 frá Hlemmi út í hverfi. Þar mætti líka velta vöngum yfir því hvort ekki sé hægt að nýta vagna & fé byggðasamlagsins betur.
Bara pæling!
Frá Lækjartorgi leiðir þrjár
liggja þétt við steina.
Eigi eru það ferðir til fjár
fækka ætti í eina.
Bloggar | 5.11.2015 | 08:57 (breytt kl. 09:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hinn vel byggði & fráleitt brjóstumkennanlegi dr. Gylforce vonar svo innilega að byggðasamlagið, Strætó bs., taki sig til á næsta ári & breyti hinu lostfagra leiðakerfi í efri byggðum Kópavogs. Nema hvað.
Það færi betur á því að leið 2 aki í gegnum linda-, sala-, kóra- & hvarfahverfi & endi ferð sína niður í Mjódd þeirra Breiðhyltinga í staðinn fyrir leið 28.
Þess í stað væri skynsamlegra að láta leið 28 þjónusta salahverfið betur með því að aka upp hjá Ársölum & taka þar hringinn sem stofnleiðin leið 2 sér um. Hverfaleiðin 28 gæti hæglega ekið að Salalaug, snúið þar við & tekið þennan hring sem nú er í höndum stofnleiðarinnar.
Það "meikar meiri sens" að stofnleiðir aki á milli stórra biðstöðva með tengimöguleika líkt & Mjóddin er frekar en hverfaleið á borð við 28 geri það. Hvað um það.
Í efri byggðum breyta þarf
brautum vina minna.
Löðurmannlegt & létt starf
- lítið mál að sinna.
Hinn lauflétti dr. Gylforce hélt í fjórar ferðir í hádegi daxins & náði góðri - en stuttri - setu í þremur vögnum. En ekki hvað???Við mennta- & menningarsetrið við Kársnes & Kastala er aðeins um einn vagn að ræða utan annatíma, hinn funheita & engilsaxneska 305 MAN vagn á leið 35. Eptir að hafa kastað á hann góðri kveðju kynntist doksi kallinn tveimur nýjum Crossway vögnum 177 & 179.
Báðir eru þeir á leið 4 sem á alltaf jafn erfitt með að halda áætlun frá Mjódd að Hamraborginni, líka utan háannatíma.
En það er önnur saga.
Bloggar | 4.11.2015 | 13:53 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn spraðabassa- & spjátrungslegi dr. Gylforce spókaði sig meðal vagnanna í gær hvar hann sat í þeim nokkrum & leið - nú sem endranær - vel á leið. Nema hvað.
Doksi kallinn hjó eptir einu í ferðum sínum um vesturbæ þeirra Reykvíkinga að þessu sinni. Þar aka um leiðir 11, 13, 14 & 15 en dr.-inn var aðeins í leiðum 13 & 14. Hvað um það.
Það vantar tilfinnanlega tengingu milli Seltjarnarness & Grandahverfisins. Öngvinn vagn fer um Ánanaustið frá Hringbraut að Fiskislóð. Vagnverjar, sem búa út á Nesi & vilja nýta sér þjónustu margra aðila við Granda, þurfa annaðhvort að þvælast í kerfinu ellegar ganga langan spotta.Strætó bs. gerir breytingar á hinu lostfagra leiðakerfi sínu tvisvar á ári; janúar & ágúst. Vonandi eru leiðakerfisspekúlantar þeirra með lausn á þessu á teikniborðinu.
Dr.-inn bíður spenntur.
Gylforce-inn með gleði hér
glauminn vill opt treina.
Doksi veit að vagninn er
verðmætastur steina.
Bloggar | 3.11.2015 | 09:50 (breytt kl. 09:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn lífspaki & leitandi dr. Gylforce leit við í vögnunum - vinum vorum - vitaskuld um helgina & nú í morgun. Nema hvað.
Í morgun lagði doksi kallinn leið sína í leið 35 hvar hann fékk að þessu sinni Karosavagninn númer 169. Þetta er vagn í eigu Strætó bs. & fagnar hann nú 10 ára afmæli sínu.
Dr.-inn hefir ekki séð vagn þennan undanfarið & skýrist það ugglaust að því að nýtt áklæði er komið í hann. Skartar vagninn fagurrauðum sætum sem eiga efalítið uppruna sinn í gömlu Scania Omnicity vögnunum.
Það er afar gott til þess að vita að byggðasamlagið sé að endurnýta hlutina & reyni að nota sem mest úr vögnum sem horfnir eru yfir móðuna miklu.
Hlaðið í kópvægskt kvæði
kominn er mánuður nýr.
Vagninn með vandað klæði
& vagnverjinn ávallt hýr.
Mynd: citybus.piwigo.com
Bloggar | 2.11.2015 | 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn krami & grami dr. Gylforce var með gjörhygli sína á vagnavaktinni í gær. Doksi kallinn náði í nokkra vagna & átti - nú sem fyrr - unaðsþrásetur & yndislangdvalir. Nema hvað.
Dr.-inn tók þekktar stærðir í hinu lostfagra leiðakerfi en hjó eptir einu. Verktakinn vestur á Kársnesi, Kynnisferðir, hefir dregið á land hinn engilsaxneska 304 MAN vagn á leið 35. Það er vel ef báðir MAN vagnarnir (304 & 305) koma til með að skiptast á að aka leið 35 hér í Voginum.
Eitt var þó miður. Eitt sætið vantaði líkt & myndin sýnir. Svona slóðahátt myndi maður aldrei sjá í vögnum sem byggðasamlagið Strætó á sjálft & sendir út á vígvelli veganna. Þetta er vandamál verktaka að mati dr.´s. Þeir leyfa sér að slá verulega af gæða- & öryggiskröfum í vögnum sínum.
Það er því afar brýnt fyrir Strætó bs. að gera langtímasamninga við verktaka þar sem allt er niðurneglt; tegund vagna, aldur þeirra, stærð, þekking vagnstjóra á leiðakerfinu o.s.frv. Svo þurfa eptirlitsmenn að vera miklu sýnilegri & taka vagnana út, fylgjast með kortum vagnverjanna & margt fleira.
Koma svo byggðasamlag - kooommmaaaaa svoooooo!!!
Slóðaháttur, sleifarlag
slælegt & ég æli.
Á sætið glápti í gærdag
& gat ei varist skæli.
Bloggar | 30.10.2015 | 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar