Skelfilegt er ef skerða á
skjótt á næstu misserum.
Þvílíkt lengi það tók að ná
þangað sem við erum.
Skerðing? NEI TAKK!
Í ljósi faraldurs & fárs kemur ekki á óvart að uppi séu hugmyndir um að skerða þjónustu Strætós. Illu heilli.
Byggðasamlagið stendur frammi fyrir miklu tekjufalli sem jafnvel kemur til með að hlaupa á tugum milljónum, ef ekki meir. Hvað skal taka til bragðs?
Eitt er að eigendurnir, sveitarfélögin, leggi meira fé til rekstursins. Eflaust eru þau ekki spennt fyrir því hvar tekjur þeirra allra eru væntanlega að dragast saman.
Þá er hinn möguleikinn; að skerða þjónustuna. Vonandi verður það þó ekki raunin eða í versta falli í svo litlu mæli að fáir vagnverjar finni fyrir því.
Vonum það besta.
Amen.
Bloggar | 17.10.2020 | 14:40 (breytt kl. 14:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Strætisvagnana stari á
steinrunninn með væl.
Um leið & faraldur er frá
finn ég þá um hæl.
Hinn stolti & stælti Stútulautarselsdoktor hyggst láta sér nægja að fylgjast að mestu með vögnunum - vinum vorum - meðan þriðja bylgja óværunnar er í hámarki. Nema hvað.
Dr. Gylforce sat fráleitt í gærkvöldi í seli sínu í læstri hliðarlegu með bók í hönd og konfektkassa í seilingarfjarlægð. Öðru nær. Doksi kallinn valhoppaði brosandi af stað um breiðhylzkar lendur & áði við Mjódd, hvar hann fylgdist grannt með vögnunum.
Það gladdi hið gamla hró dr.´s hve margir rafvagnar ættaðir úr Austri voru á vígvöllum veganna. Öllu kaldhæðnislegra er þó sú staðreynd að rafvagnar þessir eru framleiddir steinsnar frá Wuhanborginni í Kína, hvar veiran skæða virðist eiga upptök sín & heldur doktornum frá langdvölum & þrásetum í vögnunum.
Amen.
Lífstíll | 14.10.2020 | 22:37 (breytt kl. 22:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðar fréttir berast oss nú frá Oddeyringum, hvar hinir regluföstu Akureyringar hafa hug á að einfalda leiðakerfið sitt & auka tíðnina. Vel gert!
Nyrðra hlýða allir reglum
Dr. Gylforce hefir nokkuð opt hér fjallað um leiðirnar norðan heiða & jafnvel minnst á óreiðukenninguna í því sambandi.
Enda þótt ókeypis sé í vagnana er það ekki nóg; huga þarf vel að leiðakerfinu & tíðninni sem & þeir hyggjast nú gera. & hafa m.a. fengið sérfræðinga að sunnan sér til fulltingis, SAS-ara!!! Heyr á endemi - hvur átti von á því???
Aukin tíðni - einfaldara kerfi
Aukum tíðni eins & í denn
eftirspurnina neglum.
Allir vita að Norðanmenn
alfarið fylgja reglum.
Bloggar | 12.10.2020 | 22:38 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfismál | 11.10.2020 | 23:59 (breytt 12.10.2020 kl. 00:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stopular ferðir, ömurð ein
einmana nú er doksi.
Allt saman mikið vol & vein
vil út úr þessu boxi.
Enda þótt hálfgert útgöngubann ríki á höfuðborgarsvæðinu réð dr. Gylforce ekki við sig & hélt á vit ævintýra & vagna. En ekki hvað???
Dr-inn hapði spurnir af því að vagn með glæsilega KFC auglýsingu væri á vígvöllum veganna & beið doksi kallinn því öngvra boða.
Hann hélt rakleitt út í skýli sitt & þurfti ekki að leita lengi eptir hinum eldrauða KFC vagni, hvar hann var á leið 3 þennan ágæta & ljúfa laugardag.
Eins & áður segir er þetta gullfallegur vagn. Athygli þó vekur að vagn þessi er heldur í eldra lagi (rúmlega sjö ára) en virðist vera ætlað að aka frá morgni til miðnættis svo auglýsendurnir fái nú eitthvað fyrir aur sinn.
Hvað um það. Dr.-inn fékk indælan rúnt með vagni þessum en afar fáir vagnverjar voru á ferli - eðlilega miðað við aðstæður - & áttu vagnstjórar sem dr.-inn komst í kynni við í kvöld heldur erfitt með að vera ekki á undan áætlun.
Yfir&út!
Bílar og akstur | 10.10.2020 | 23:33 (breytt kl. 23:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mínir kæru vagnverjar
verum með grímu.
Öll við erum samherjar
í þessari glímu.
Grímuskylda
Vonandi eru allir vagnverjar með á nótunum & tilbúnir að setja á sig grímuna í vinum vorum, vögnunum.
Dr. Gylforce hefir ekki séð annað en langflestir taki þessu vel enda er nú skylda að vera með grímu, bæði fyrir verjann sem & vagnstjórann.
Dr.-inn hlakkar til að halda út á vit vagna í fyrramálið & kanna stöðuna á grímunum.
Yfir&út!
Samgöngur | 7.10.2020 | 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í biðskýlum berserksgangur
barbarar - sammála?
Kollurinn á þeim kolrangur
komið þeim til sála.
Barbarar í borginni
Hinn veiruvanmáttugi vagnverji, dr. Gylforce, mátti nú ekki við fleiri slæmum fréttum þessi dægrin. Maður lifandi!
Ekki nóg með að þrásetur & langdvalir í vinum vorum - vögnunum - séu ekki skynsamlegar á þessum dæmafáu tímum heldur virðist sem helstu barbaristar borgarinnar hafi gengið berserksgang á biðskýlunum við Ártún!
Skýlin voru þakin glerbrotum sem minnir doksa kallinn óþægilega mikið á voveiflegan atburð í Þýskalandi rétt fyrir seinna stríð. Úff!
Vonandi ná laganna verðir að hafa hendur í hári barbaranna svo ófögnuði á borð við þennan linni nú í eitt skipti fyrir öll. Koma svo!!!
Amen.
Samgöngur | 6.10.2020 | 16:41 (breytt kl. 17:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gylforce-inn grímuklæddur
í gleðina er basl.
Með sprittbrúsann síhræddur
svei þér veirudrasl!
Hinn bústni en bráðmyndarlegi dr. Gylforce brölti á vit vagna í blæðandi morgunsárinu, hvar grímuskyldu hefir nú verið komið á í öllum vögnum. Góðu heilli.
Vitaskuld var doksi kallinn vopnaður einni grímu aukinheldur sem hann hélt þéttingsfast en þó fimlega á litlum sprittbrúsa. En ekki hvað???
Faraldurinn virðist vera kominn aptur á flug & því afar mikilvægt að fara varlega og huga vel að sóttvörnum. Ekki var annað að heyra á fréttamiðlum en að flestir vagnverjar hafi hapt grímuna fyrir vitum sér í ferðum sínum. Það var a.m.k. upplifun doktorsins. Nema hvað.
Vagnverjar virða reglur
Dr.-inn átti unaðsstundir í leið 4 & 35 þennan morguninn & fékk sér svo góðan rúnt með leið 28 eptir daglanga viðveru í mennta- & menningarsetrinu við Kársnes.
Yfir&út!
Samgöngur | 5.10.2020 | 19:26 (breytt kl. 20:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framdyr opnast, flautan gall
fagurt lag í spilun.
Metanvagninn músíksnjall
merkileg þessi bilun!
Í hópi á Fasbókinni sem ber heitið "Strætó bs. LOF OG LAST" var að finna skemmtilega færslu á dögunum.
Byggðasamlagið hefir tvo hvíta metanvagna frá Scania á sínum snærum sem aðallega aka leiðum 6 & 18.
Óvenjuleg bilun varð í öðrum þeirra hvar þegar framhurðin opnast spilar bílflautan lagstúf!
Músíkalskur metanvagn - hvað er hægt að hafa það betra :) ???
Samgöngur | 3.10.2020 | 13:50 (breytt kl. 13:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í hús er komið kort
sem kætir mitt hró
& öll mín ljóð óort
eiga stund í strætó.
Dr. Gylforce frá Stútulaut fékk óskasendingu á dögunum, hvar árskort í vini vora - vagnana - kom í hús með sniglapóstinum geðþekka.
Dr.-inn beið öngvra boða & hélt rakleitt á vit vagna. En ekki hvað???
Allt virtist smella þetta annars hægláta & fallega haustkvöld, hvar Gylforce-inn hitti loksins á Jesúvagninn umtalaða er hann valhoppaði um hin breiðhylzku fell:
Ég Jesúvagninn í fellum fann
fer þar um með Litháa.
Ríkti hann með sóma & sann
síðla hausts á landinu bláa.
Eptir yndislegar ferðir um Breiðholtið þvert & endilangt með leiðum 2,3,4 & 12 - & Gylforce-inn vitaskuld vopnaður grímu - var þetta orðið gott & kominn tími á koddann.
Góðar stundir vagnverjar!
Samgöngur | 30.9.2020 | 22:43 (breytt kl. 22:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 119307
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar