Skýrari skiltakassar
skerpa vel hringleiðir.
Nákvæmt nafnið passar
& nautnina útbreiðir.
Eitthvað á Strætó bs. erfitt með að gefa hringleiðum 35 & 36 í Voginum fagra endanleg nöfn í svokallaðan skiltakassa framan á vögnunum.
Samgöngur | 30.10.2020 | 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útundan & afskipt
upp í gettói.
Tekníkinni svipt
treg´& órói.
Dr Gylforce finnst fá rafærn biðskýli vera kominn upp í hans breiðhylzku lendur. Nema hvað.
Þetta stóra hverfi með um fimm strætisvagnleiðir (fleiri ef við teljum Mjódd & Stekkjarbakka með) hefir aðeins fengið fjögur rafræn strætóskýlu með rauntímatöflu vagnanna. Þau eru við Eyjabakka, Stelkshóla, Fellaskóla & Suðurfell.
Reyndar eru rafrænu skýlin mun fleiri en það vantar enn rauntímatöflu í þær. Vel má vera að einhverjir tæknilegir annmarkar séu á því hví ekki séu fleiri töflur komnar.
Fátt er með fjórum
fleiri vil eg.
Í tímanum tórum
taumlaust alveg.
Hvað um það. Dr.-inn skorar á verktakann sem sér um skýlin að hraða vinnu sinni & fjölga rauntímatöflum.
Yfir&út!
Samgöngur | 27.10.2020 | 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á rúntinum rútuskratti
reyndist þar inni dimmt.
Ætli fólk þarna fatti
að fara með honum grimmt?
Það var löngu tímabært að dr. Gylforce tæki langdvöl með nýjustu leiðinni í hinu lostfagra leiðakerfi. En ekki hvað???
Leið 22 er tilraunaverkefni í eitt ár, hvar leið sú ekur frá Ásgarði um nýja hverfi þeirra Garðbæinga, Urriðaholt.
Garðbæingar eru nú ekki þekktir fyrir að hafa mikinn áhuga á almenningssamgöngum svo framtaki þessu ber að fagna. Verkefnið mun kosta tæpar 60 milljónir þrátt fyrir að notast sé við svokallaða pöntunarþjónustu stóran hluta dagsins. Nema hvað.
Ákveðið var að bjóða Urriðaholtsverjum upp á 19 manna smárútu í þetta verkefni sem ekur þarna á 30 mínútna fresti á annatíma virka daga. Að öðru leyti er hér um pöntunarþjónustu frá Hreyfli að ræða. Hvað um það.
Dr. Gylforce er lítt gefinn fyrir rútur sem strætisvagna en skilur svo sem að slíkt hafa orðið raunin á þessari leið. Heldur dökkt var inn í smárútunni, engin upplýsingatafla sem var bagalegt fyrir mann eins & doksa sem er að ferðast um nýjar lendur & langaði að vita hvað stoppistöðvarnar heita. Hvað um það.
Dr.-inn fann stansrofa um borð sem var gleðilegt. Aukinheldur vonar hann svo innilega að Urriðaholtsingar taki vagninum fagnandi svo framhald geti orðið á verkefninu.
Yfir&út!
Samgöngur | 26.10.2020 | 16:46 (breytt kl. 19:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mínútur máli skipta
miklu fyrir þig.
Götunni ætl´að lyfta
gjarnan á hærra stig.
Gamla hró dr. Gylforce gladdist hvar hann var á vappi suður í Firði þennan fallega & blíðláta sunnudag. Nema hvað.
Doksi kallinn sá að í bígerð er að breyta götunni við Fjörðinn, setja umferðarljós & hleypa vinum vorum - vögnunum - strax til vinstri frá Firði.
Það mun stytta ferðatíma vagna & löngu tímabært að mati dr´s.
Vonandi lýkur þessum framkvæmdum sem fyrst svo vagnarnir geti ekið þarna um & "grætt" örlítinn tíma.
Yfir&út!
Bloggar | 25.10.2020 | 21:13 (breytt 26.10.2020 kl. 11:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samgöngur | 24.10.2020 | 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 24.10.2020 | 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samgöngur | 22.10.2020 | 23:10 (breytt kl. 23:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vögnunum nú gef ei gaum
Gylforce-inn með meiru.
Daglega hann á sér draum
að drepa þessa veiru.
Það er ekki laust við að dr. Gylforce sé enn & aptur með böggum hildar, hvar fátt er um ferðir hjá honum í faraldrinum.
Vissulega eru vinir vorir, vagnarnir, á fullu á vígvöllum veganna en öngvu að síður hefir doksi kallinn ákveðið að hlýða Víði & vera lítt á vappi.
Vonandi varir þetta leiðindaástand eigi lengur en til 3. nóvember.
Yfir&út!
Samgöngur | 20.10.2020 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skelfileg þessi skilaboð
í skýlum sem verjinn fær.
Aðstandendur þurfa aðstoð
ekki seinna en í gær.
Hva e a sge???
Hvað er að gerast??? Eru innhringjendur í síma 588 1994 farnir að hertaka strætisvagnaskýli okkar vagnverja???
Samgöngur | 19.10.2020 | 17:14 (breytt kl. 17:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grímulausir, glatað þrugl
gildir um ykkur sama.
Upp með maskann ekkert rugl
& endum þetta drama.
Grímulaus grínari???
Það berast ekkert sérstaklega góðar fréttir af sumum vagnverjum, hvar þeir kjósa að nota ekki grímur inn í vinum vorum, vögnunum. Bera þeir því við að þeir hafi nú þegar fengið veiruna skæðu.
Hvernig á vagnstjórinn að vita það??? Það er ógjörningur.
Þess vegna verða allir verjar - nær & fjær - að setja á sig andlitsgrímu þegar þeir ferðast með unaðinum.
Koma svoooo - þetta er lítið mál!
Bloggar | 18.10.2020 | 13:40 (breytt kl. 16:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 119307
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar