Rétt- og rangsæla ...

Hinn snævugi & snögghærði dr. Gylforce hélt sem snöggvast á vit vagna í gærkvöldi, hvar hann loksins snaraði sér í leiðir 35 & 36 eptir breytingarnar sem gerðar voru í janúar síðastliðnum. Nema hvað.

Stundum vekja ákvarðanir Strætó bs. furðu. Ekki opt þó. Hvað um það.

Í janúar kom þörf breyting á leið 35 sem fólst í því að aka leiðina bæði réttsælis & rangsælis; annar vagninn fer í vesturátt frá Hamraborginni út á Kársnesið en hin í gamla austurbæinn. Nefndust nú vagnarnir annaðhvort á réttunni eða röngunni & báðar sem leið 35 enda litið svá á að um hringleið sé að ræða en ekki tvær aðskildar leiðir. 

27907068_10155447362203348_546050188_oFáir skildu þó fyrirkomulagið & olli þetta miklum misskilningi aukinheldur sem sami háttur var gerður fyrir nokkrum árum en þá hétu leiðirnar annars vegar leið 35 & hinsvegar leið 36.

Góðu heilli breytti Strætó bs. - eptir smá hringl - í leiðir 35 & 36 sem dr. Gylforce naut sín vel í. Eina sem truflaði doksa kallinn í gærkvöldinu var hringlandaháttur verktakans sem er sí & æ að skipta út vögnum á leiðum 28, 35 & 36.

Kannski býr einhver galdur í því sem hið gamla hró doksa skilur ei.

Réttsælis eða rangsælis
rugl á bifreiðum.
Tekin af öll tvímæli
með tveimur leiðum.


Hríð & hálka ...

fr_20150310_010116 (4)Vagnarnir - vinir vorir - eru væntanlega í kröppum dansi á vígvöllum veganna með tímaáætlanir sínar þegar þetta er ritað. Nema hvað.

Dr. Gylforce sendir þeim baráttukveðjur en sjálfur er doksi kallinn innivið vegna flensu. 

Vinir mínir í vanda
vindur, snjór & hált.
Þá er bara að anda
& elska lífið sjálft.


Gæludýr & sá görótti ...

11 178Hinn þorstláti & þykkvaxni dr. Gylforce þjóraði þá nokkra í borg óttans frjádaginn góða, hvar hann hélt vitaskuld á vit vagna. Nema hvað.

Dr.-inn hélt rakleitt á hanastél í höfuðborginni & hrósaði mjög leið leiðanna, leið 1, hvar hún var jú komin með hina yndislegu tíu mínútna tíðni.

Hinn léttleikandi 178 "Gaypride" vagn bauðst til fararinnar & brunaði með doksa kallinn í sollinn. En ekki hvað???

11 219Dr.-inn gekk hægt um vagnanna dyr í gær en mun greiðar inn um dyr gleðinnar.

Eptir að hafa gælt við þann görótta í gríð & erg, glaðst & hlegið með kollegum sínum gekk dr.-inn spölkorn & hóaði í 219 vagninn á leið 11. 


Doksi kallinn fékk svá ferð í Stútulautarselið sitt með leið 3 við Mjódd okkar Breiðhyltinga & fagnaði um leið þeirri ákvörðun stjórnar Strætó að leyfa gæludýr í vinum vorum.

Froskar, hundar - ekki fákar
fá núna sitt pláss.
Skriðdýr lika - ekki snákar
sannkallað vagnastáss!

Gæludýr í þá gulu




Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband