Færsluflokkur: Bloggar
Eptir strit held á vagnavit
vel gullituðu glæstu.
Sáttur sit með lærdómsrit
sjálfsálitið í hæstu.
Dr. Gylforce gat vart beðið eptir að losna úr hinum kópvægska vesturbæ & halda á vit vagna. Doksi kallinn sá rafvagn á vappi á leið 4 við Hamraborg þeirra Kópvæginga & beið öngvra boða. En ekki hvað???Vagninn reyndist vera úr fyrra hollinu sem voru nokkur vonbrigði því dr.-inn á eptir að einhenda sér í rafvagnana fimm sem komu á dögunum. Nema hvað.
Leið 4 ók með Gylforce-inn um Háaleitisbraut, Miðbæinn sem þar er & niður að Borgartúni. Kárnaði þar gamanið - maður lifandi!Malbikunarframkvæmdir stóðu yfir í Borgartúninu sem töfðu umferðina umtalsvert. Vagnstjórann á fjarkanum þraut öreindið eptir um 30 mínútna stopp & ók Sóltúnið upp á Laugarveginn & þaðan niður á Hlemmtorgið. Það var vel til fundið hjá stjóranum & gaman að fá ferð með vagninum um þetta tún í fyrsta sinn.
Dr. Gylforce spígsporaði um Hlemminn dágóða stund & passaði sig að taka ekki leiðir sem fara um hið íslenska Wall Street á heimleiðinni.
Amen.
Bloggar | 29.8.2018 | 23:28 (breytt kl. 23:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn skilningsríki & skapgóði dr. Gylforce skilur lítt í borgarfulltrúa Miðflokksins, hvar hún kvartar & kveinar yfir auglýsingum á vögnum Strætó þessa dagana. Nema hvað.
Vigga í vagnarugli
Aukinheldur hefur hún fundið því allt til foráttu að ríkið leggi til tæplega 900 milljónir króna til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu ár hvert. Samt er þetta sama manneskjan & vildi gefa frítt í vagnana í síðustu borgarstjórnarkosningum. Humm, humm???
Auglýsing Miðflokksins - frítt í strætó
Ef slíkt yrði gert kæmi það í hlut sveitarfélaganna sex, sem reka Strætó bs., að bæta við tæplega 2000 milljónum, sem eru fargjaldatekjur, við þær rúmlega 3000 milljónir sem þegar eru settar með sérstöku framlagi frá sveitarfélögunum í hið lostfagra leiðakerfi.
Vitaskuld er ríki ekki sama & sveitarfélag en öngvu að síður er málflutningur borgarfulltrúans ruglingslegur; má ríkið ekki styrkja samgöngur í höfuðborginni en eys svo miklum fjármunum í þær á landsbyggðinni???
Hér er eitthvað sem stemmir ekki. En hvað um það - yfir&út!
Miðflokksmuldrið ekkert nýtt
mig langar til að æla.
Vildu í vagna hafa frítt
en nú er Vigga að skæla.
Bloggar | 28.8.2018 | 16:48 (breytt kl. 16:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stóran hring eða stutta ferð
strætisvagninn gefur.
Kætir meir en kvæðagerð
komur sjaldan tefur.
Hinn bolalegi & brokkgengi dr. Gylforce brá sér á leið í blíðunni. Doksi kallinn fékk sér til fulltingis einungis flæmska vagna að þessu sinni & stoppaði í þeim stund stutta - maður lifandi!Dr. Gylforce gekk ásamt litla vagnverjanum úr gettóinu yfir í kópvægskar koppagrundir. Þeir höpðu í hyggju að skella sér í leið 28 við Hvammsveginn & halda að þessu sinni í stutta ferðir með hollensku VDL-vögnum þeirra Kynnisferða. Nema hvað.
Ferðir feðga gengu afar vel & ber að hrósa vagnstjórunum fyrir að vera tímanlega & tímajafna vagnana þegar þeir voru komnir á undan áætlun.
Hinsvegar voru fáir vagnverjar á ferli eins & jafnan er á hvíldardegi þessum.
Á morgun, mánudag, má svá aptur búast við handagangi í öskjunni á vinum vorum, vögnunum.
Yfir&út!
Bloggar | 26.8.2018 | 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn mikli mógúll & menningarþyrsti dr. Gylforce var aldrei þess vant nokk vant við látinn á menningarnátt. Dr.-inn gat þvi ekki fylgst með tæmingu Strætó í miðbænum eptir flugeldaskýninguna góðu á laugardagskveldinu. Nema hvað.
Samkvæmt fréttum brúkaði byggðasamlagið yfir 70 vagna sem óku eptir ákveðnum leiðum úr miðbænum í úthverfin. Hepðbundið
leiðakerfi var þá rofið & hafist handa við að koma vagnverjum heim til sín.
Hvað um það.
Vagnarnir tæma miðborgina
Hinn virðulegi verji, Dr. Gylforce, tók sér far með leið leiðanna, leið 1, leið 4 & 21 í kvöld. Öngvir rafvagnar sáust enda aðallega notaðir á annatíma virka daga.
Á morgun hefjast svá ný ævintýri í nýjum vögnum á öðrum leiðum. Eða jafnvel sömu - en ekki hvað???
Langt er síðast er lét ég vaða
leiðir hafa fengið frí.
Doktorinn gerir verja glaða
gjörir flest með kurt & pí.
Efri myndir: mbl/Eyþór Árnason.
Bloggar | 20.8.2018 | 22:04 (breytt 21.8.2018 kl. 08:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var heldur aumt að lesa í netmiðlum um vagnstjórann á leið 51 sem eitthvað hefir þrotið dómgreindina í Þrengslunum. Að öllu jöfnu ekur leið 51 ekki þar en Hellisheiðin var lokuð þennan dag.
Góðu heilli var sá sem stýrði færður til í starfi hjá Hópbílum, sem annast akstur á þessari leið, enda erfitt að réttlæta svona háttalag.
Glanni glæpur undir stýri
Komst í hann krappan
hvað kom fyrir tappann?
Að glanna er glæpur
gaurinn virkar tæpur
það þarf að tukta til kappann.
Bloggar | 14.8.2018 | 16:41 (breytt kl. 16:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 13.8.2018 | 08:10 (breytt kl. 08:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, mínir viðurlegu vagnverjar. Munum að forðast fábreytileikann i vögnunum & fagna fjölbreytileika leiðanna.
Fábreytileikann forðumst
í vagnaferðum.
Vináttuböndum bindumst
af býsna mörgum gerðum.
Amen.
Bloggar | 12.8.2018 | 12:55 (breytt kl. 12:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilefni þess að hinn munúðarfulli dr. Gylforce heldur senn til Mekka, er ekki úr vegi að rifja upp fimm stoðir vagnverjans:
1) Trúarjátningin yfirlýsing um að það sé enginn guð annar en vagnarnir og vagnverjar séu sendiboðar þeirra.
2) Bænin biðja a.m.k. fimm sinnum á dag og krjúpa í átt að Hlemmi (Hestháls og Mjódd sleppur).
3) Fastan Að sleppa því að borða, drekka og stunda kynlíf í langdvölum og þrásetum í vögnunum, sérstaklega í tunglmánuðinum (Ramadan).
4) Ölmusa hjálpa ávallt öðrum vagnverjum sem ekki eiga fyrir farinu.
5) Pílagrímsferð fara a.m.k. einu sinni á ævinni til Mekka (London).
Bloggar | 3.8.2018 | 10:14 (breytt kl. 13:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn dálaglegi & daglegi doktor Gylforce dreif sig í dægilega heimsókn til vina sina, vagnanna. Nema hvað. Doksi kallinn datt inn í leið 3 við Mjódd & vantaði svá vagn tilbaka frá Hlemmtorginu. En ekki hvað???
Dr. Gylforce ákvað að taka leið 12 sem fer frá Hlemmi kl. 17:15. Tveimur mínútum fyrr kom tólfan líðandi & var þar á ferð hinn laglegi 344 Iveco Crossway vagn. Hélt nú dr.-inn að vagninn myndi tímajafna sig í tvær mínútur við Hlemminn. Ó-nei!Vagninn rykkti af stað & var kominn að kínverska sendiráðinu við Bríetartún þegar klukkan sló 17:15.
Svo virðist sem vagnstýran hafi áttað sig á því að vera á undan áætlun stuttu síðar því vagninn tók góða tímajöfnun við Hótel Cabin. Gallinn var hinsvegar sá að ekkert útskot eða vasi er fyrir vagninn þar & myndaðist því löng bílaröð fyrir aptan hann.
Það sem eptir lifði ferðar upp í Mjódd stoppaði vagninn á öllum biðstöðvum, hvort sem einhver ætlaði inn eða út. Var það heppilegra því yfirleitt var vasi fyrir vagninn eða minni umferð en í Borgartúninu þar sem ávallt er ys & þys.
Akstur ankannanlegur
alls staðar stöðvað.
Doksi seiminn dregur
& dró í pung augað.
Bloggar | 2.8.2018 | 19:16 (breytt kl. 19:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 30.7.2018 | 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 172
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar