Færsluflokkur: Bloggar

Arka ég inn í ellefuna ...

11 219Í ellefuna arkaði
eptir bestu getu.
Dátt í henni dottaði
dreymdi um þrásetu.

Hinn þrákelni & þrautseigi dr. Gylforce þrammaði í þynnkunni á hvíldardeginum í Mjódd okkar Breiðhyltinga. Nema hvað.

Dr. Gylforce sá nýjasta vagn þeirra Fjarðarmanna, hinn gulleita & geysifallega 219 Iveco Crossway á leið 11, & vitaskuld hélt doksi kallinn á vit vagna & ævintýra. En ekki hvað???

Vagninn sá var lengi fjarverandi frá vígvöllum veganna en er nú greinilega kominn með rétt drif & dekk & var unaður fyrir dr.-inn að taka góðan hring með honum meðal Seltirninga. Hvað um það.

Ú-je!



Brambolt í bænum ...

41817485_236359937046717_4035798751632162816_nMeð síðasta þristi þaut
þráðbeint að holti
breiðu með ljúfri laut
& lauk mínu brambolti.

Hinn bljúgi & beitti dr. Gylforce brá sér í vagninn eptir brilljant brullaup hjá systur sinni. Góðu heilli var partýið í miðbænum & því gráupplagt að taka vagninn heim. En ekki hvað???

Vissulega hugði dr. Gylforce á næturvagninn líkt & svo opt áður en þraut hið margumtalaða öreindi - nú sem fyrr. Hvunær nær doksi kallinn næturleiðinni sinni, leið 103??? Humm, humm.

41793117_849846748738278_5925048053600878592_nDr. Gylforce skáskaut sér inn í síðustu leið 3 er leggur af stað frá Hlemmi kl. 00:24. Doksi kallinn var fyrsti vagnverjinn frá Hlemmtorginu en óðara mættu þeir í vagninn & gott ef ekki um 12 verjar hafi setið alla leiðina að Mjódd okkar Breiðhyltinga. Innstigin voru þó fleiri. Hvað um það.


Með ungviðið í ásinn ...

Styttan af Jóni Sigurðssyni. JLÍ unaðsveðri með ungviðið
út að leita gagna.
Sjálfstæðisbaráttan markmiðið
& setjast í góða vagna.

Dr. Gylforce fór við annan mann með ungviðið, sem taldi um 55 stykki, í vagnana í yndislegu veðri í gær. Dr.-inn ákvað að troða þeim ekki í leið 36 áleiðis upp í Hamraborg þeirra Kópgvæginga þótt það hepði nú vel verið hægt. Nema hvað.

Þess í stað gekk ungviðið upp í Hamraborg hvar hinn álitlegasti 182 Iveco Crossway vagn beið okkar á leið leiðanna, leið 1. Vitaskuld fylltum við nánast vagninn en öngvu að síður hélt hann áætlun & skilaði okkur að Latínuskólanum á hárréttum tíma. En ekki hvað???

131Eptir að dr.-inn hapði ausið úr vizkubrunni sínum af mikilli áfergju fyrir framan Lærða skólann, Stjórnarráðið & Austurvöll, kjaftfylltum vér lánsvagn númer 130 sem var á leið 1 tilbaka.

Strætó bs. fékk tvo vagna lánaða frá Kynnisferðum fyrir nokkrum vikum & var unaðslegt að standa í honum alla leið að Hamraborginni háu & fögru.

Yfir&út!


Borgar línan ...

Hinn teinrétti en tornæmi dr. Gylforce tók eptir því í fjölmiðlum vorum að enn á ríkisvaldið eptir að ræða við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, um Borgarlínuna margumræddu.

Ekki er gott að sjá í yfirliti með fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár hvort framlag þar sé til Borgarlínunnar. Hinsvegar segir í núverandi stjórnarsáttmála að stutt verði við verkefnið, hvað sem það nú þýðir í reynd.

borgarlínanÞað verður því afar spennandi & fróðlegt að sjá hvað kemur út úr viðræðum milli ríkisvaldsins & SSH á næstu vikum. Vonandi verður einhver niðurstaða því breyting eða úrbætur á ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu þolir litla bið. 

Úrbóta er þörf. Maður lifandi!

Um Borgarlínu er babblað enn
byrjum á okkar strætum.
Ferðavenjum breytum senn
& fjölbreytnina bætum.


Samgönguráðherra um Borgarlínu



Þristaþýða ...

79950821731565_10155093037408348_1986154801055453777_oÍ gær var það hinn ginnheilagi þristur sem reyndist tesa dagsins. Dr.-inn tók sér í tvígang far með öfugum þristi ef svo má segja & hætti sér í hið raunverulega gettó handan Breiðholtsbrautar. Maður lifandi!

22 12aEf tekið er mið af fjölmiðlum verða allir sem leið eiga um efra Breiðholt að vera listhneigðir mjög til sjálfsvarna. & ef menn eru það ekki er vissast að biðja bænirnar sínar. En ekki hvað???

Gylforce í sínu gettói
glaðsinna í þristi.
Jafnsnjall nokk í júdói
líka í Jesú Kristi.

Dr. Gylforce átti hinsvegar langdvöl & þrásetu í þristunum & sá bara vinveitta & virðulega vagnverja um borð.

Sex vagnar aka leiðina á annatíma (átta á morgnana), annars eru þeir þrír & yfirleitt hinir ljúfu 151-153 Iveco Crossway vagnarnir. Hvað um það.


Hávaðalaust um lendurnar ...

1067086Um efri byggðir bæjarins
byggður milli voga.
Líkt & niður lækjarins
líður um án áfloga.

Dr. Gylforce hélt heim á leið eptir gott stopp í Sundlaug þeirra Kópvæginga í gær. Þess vegna sleppti hann leið 36 & hugði á góða ferð með fjarkanum upp í gettóið.

Illu heilli missti doksi kallinn af 120 Citelisvagninum sem var á vakt á leið 4. Stuttu síðar kom þó hinn spánnýi & spennandi 111 rafvagn á leið 2. Dr. Gylforce ákvað að skella sér í xtra góðan raf mbl.ishring um efri byggðir & lendur Kópvæginga með hinum hljóðláta rafvagni.

Ferðin var unaðsleg en leið 2 virðist enn eiga í miklu basli með að halda áætlun, sérstaklega á annatíma. Hvað um það.



Auka auka ...

40633642 306428910135525 6841013167355592704 nVagninn auka á vaktinni
voldugur Svíi.
Virðist orðinn aflminni
endar senn í fríi.

Dr. Gylforce, sem ljúfastur er í öllu dagfari, hélt í blæðandi morgunsárinu á vit vagna. Leiðir doksa eru með öllu kunnar, leið 4 & 35, til þess að komast að mennta- & menningarsetrinu við Kársnes þeirra Kópvæginga. Nema hvað.

Nú ber svo við að leið 35 er með hálftímatíðni en fjarkinn góði keyrir á kortersfresti. Annaðhvort þarf dr.-inn að vera mættur nánast við fyrsta hanagal ellegar heldur í seinni kantinum.

Vissulega getur hann aukinheldur tekið sér göngu frá Hamraborginni háu & fögru. Hinsvegar gladdi það hró doksa í morgun að sjá hinn sænskættaða 188 Volvovagn sem aukavagn á leið 3. Þeim fækkar óðfluga sænsku vögnunum & því ávallt fagnaðarefni að hitta einn slíkan. Maður lifandi!

Áður hefir doksi minnst á að ankannalegt er að kalla leiðina "3 Aukavagn" & aka svá eins & leið 4 um Breiðholtið. Í Mjóddinni fer hann loks sömu leið & þristurinn. En hvað um það. 


Öngvinn akstur ...

Hvíla vagnar dekk & drif
dvelja á sínu stæði.
Framundan er þvottur & þrif
í þá svo ég mér læði.

Á hvíldardögunum hefja vagnarnir, vinir okkar, ekki akstur fyrr en milli kl. 9:30-10:00. Reyndar fer leið 57 frá Akranesi kl. 7:25 & endar hjá Umferðarmiðstöðinni á BSÍ en ekki í Mjóddinni. Nema hvað.

44Flestir vagnar komast með dekk sín og drif á vígvöll veganna um kl. 9:30. Í lauslegri skoðun doktorsins hjó hann eptir því að hverfaleiðirnar í Firðinum, 43 & 44, hefja akstur einna fyrst eða um kl. 9:22. Hvað um það.

Framundan hjá dr. Gylforce eru hepðbundin verkefni. Svo heldur hann á vit vagna - en ekki hvað???


Kneyfað á knæpu ...

40428424_997353330447376_5205293207889379328_nVagninum veifað
verjinn inn sest.
Á knæpunni kneyfað
ölkrúsin er best.

40485008_1679469992179823_8819653138324652032_nÁ þjóðmálum þreifað
með þýðlyndum tveim.
Samtalið allt seifað
sauðdrukkinn held heim.

Hinn þorstagjarni & vel þyrsti dr. Gylforce þaut til vina sinna, vagnanna, í gær á nokkuð vætusömum degi. Dr.-inn gekk út í skýli sitt í gettóinu & hugði á ferð í miðbæ okkar Reykvíkinga.

Gylforce-inn var brattur mjög & hapði í hyggju að dvelja lengi í næturlífi borgarinnar & taka næturvagninn heim. Doksa kallinn þraut því miður öreindið í þeim efnum en það gladdi hið gamla hró hans að sjá nýjan rafvagn, númer 111, á leið 4 þetta frjádagskveld. Vitaskuld tók dr.-inn sér far með honum - en ekki hvað???

Vonandi hefur Strætó bs. tekið ákvörðun um staðsetningu á hleðslustöð fyrir rafvagnana svo þeir geti farið að keyra frá morgni til kvölds.


Langhlaupið ...

Það berast ekki mikil gleðitíðindi í hálfsárs uppgjöri Strætó bs. Í upphafi árs var þjónustan bætt til muna sem ekki hefir skilað sér auknum fargjaldatekjum byggðasamlagsins. Má þar t.d. nefna næturakstur um helgar & sama tíðni yfir sumartímann.

Hafa verður þó í huga að sala á árskortum er áberandi betri seinni hluta árs, einkum vegna árskorta nema, þannig að skoða verður árið í heild.

Gleymum heldur ekki því að auka hlut almenningssamgangna í ferðavenjum höfuðborgarbúa er langhlaup.

Vonandi hefir stjórn Strætó bein í nefinu til þess að halda áfram að efla leiðakerfið þótt vissulega sé ljóst að breytingar, eins & gerðar voru í janúar, kosti talsverða fjármuni.

Vagnarnir eru jú vinir okkar!

Aksturstíminn var aukinn
öngvu breytir það.
Forkólfar fá á baukinn
hvur fjandinn er að???

Hálfsársuppgjör Strætó


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband