Færsluflokkur: Bloggar
Skýtur nú skökku við
skrýtin þessi tala.
Byggðasamlagið -
bæta verður skala.
Hinn bísperrti & brogni dr. Gylforce er nokk með böggum hildar, hvar byggðasamlagið hefir kynnt fyrir oss vagnverjum nýja leið sem hefir akstur um áramótin.
Þegar doktornum barst til eyrna breytingarnar sem fyrirhugaðar eru, kjaftaði af honum hver tuska; varð hann nánast óðamála & illviðráðanlegur af spenningi - en ekki hvað???En nú hefir dr.-inn hoggið eptir því að í þjónustuaukningu byggðasamlagins er ráðgert að stofnsetja nýja leið sem verður númer sjö. & verður leið 6 stytt á móti & aukin tíðni á henni sem er mjög góð ráðstöfun.
Leið sjö mun aka milli Egilshallar í Grafarvoginum & inn í Helgafellsland í Mosfellsbæ á 30 mínútna fresti. Miðað við það telst hún því til svokallaðra hverfaleiða sem víða aka. Gott & vel.
Það sem vekur gjörhygli Gylforce-ins er þetta númer; sjö. Leiðir 1-18 í hinu lostfagra leiðakerfi eiga það sammerkt að ýmist enda á Hlemmi eða fara um Hlemmtorgið. Síðan eru leiðir 21-44 sem aka í hinum ýmsu hverfum á höfuðborgarsvæðinu.
Af hverju kemur þá ný hverfaleið með númerið 7??? Humm, humm.Í Grafarvoginum ekur nú leið 31 & hepði verið eðlilegra að mati dr.-ins að láta hina nýju leið bera númerið 32 (eða jafnvel 30).
Bloggar | 11.11.2017 | 15:45 (breytt 12.11.2017 kl. 12:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næturvagna mun nýta mér
eptir nokkra bjóra.
Þá virkilega verður hér
vinalegra að þjóra.
Hinn drambsami & drottnandi doktor Gylforce fagnar mjög þjónustuaukningu sem stendur fyrir dyrum hjá byggðasamlaginu eptir áramót.Margvíslegar breytingar eru í farvatninu & mun gjörhygli Gylforce-ins rýna í þær hér næstu daga.
Eitt af því sem boðað er - & ber að fagna - eru næturvagnar á leiðum 1, 2, 3, 5, 6 og 11 aðfaranótt laugar- og sunnudags. Stefnt er að því að þessar leiðir keyri frá miðbænum á hverjum klukkutíma til klukkan 04:00-04:30.Næturvagnar minna dr.-inn á þegar þeir voru hér síðast. Doksa minnir að tvær leiðir hafi verið í boði en hann tók bara aðra þeirra.
Vagninn lagði af stað kl. 1:20 & 3:20 frá Lækjartorgi & hélt í Hamraborg, hvar hann ók austur Álfhólsveg, upp í Mjódd & þaðan í Garðabæ & Fjörðinn ef dr.-inn misminnir ekki.
Optast var vagninn sneisafullur - já FULLUR - af fullu fólki sem ældi í vagninn & jafnvel meig. Greyið vagnstjórinn var einn á vachtinni & gat lítið ráðið við ástandið í vagninum.Það verður aukinheldur fróðlegt að sjá hvernig þessu verður háttað nú, rúmum tuttugu árum síðar.
Kunna vagnverjarnir að haga sér?
Næturvagnar
Efsta mynd: mbl.is/hjörtur
Bloggar | 9.11.2017 | 12:27 (breytt kl. 15:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gylforce-inn á barnum Geit
glápti á rauða keyra.
Með lafandi tungu inn þar leit
langaði ávallt í meira.
Hinn létti & lárétti dr. Gylforce hapði vart kvatt Norðlendinga & nærsveitarmenn, hvar leið hans lá í þá eldrauðu & engilsaxnesku vagna þeirra Englendinga. Maður lifandi. Dr.-inn ól manninn í Kensington hverfinu - líkt & vanalega - & hapði sér til fulltingis aðallega leiðir 9, 10, 49, 52, 70 & 452.
Doksi kallinn hélt til á Goat Tavern, Geitinni; kneyfaði hann þar ölið af áfergju & arkaði svá í vini vora - vagnanna - enda stoppuðu þeir beint fyrir framan þessa yndislegu knæpu. Hvað um það.Dr. Gylforce fór svá hring eptir hring með þessum tveggja hæða vinum sínum & getur vart beðið eptir að komast til Tjallans aptur - en ekki hvað???
Bloggar | 7.11.2017 | 21:22 (breytt kl. 21:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér dylst það ekki,
að dagar kulna,
að verjinn þvaðri
& vagnar gulna,
& leirskáld kveða
- óttaleg kvöð!
Ég óðum nálgast
nýja stoppistöð.
Hinn lausgeðja & leirskáldaða ljúfmenni, dr. Gylforce, liggur ei á liði sínu þegar leiðir eru annars vegar. Dr.-inn fagnar mjög, hvar Eyfirðingurinn hefir tekið sig til & fjárfest í tveimur nýjum strætisvögnum. Kominn tími til! Maður lifandi!
Annar þeirra er hinn klassíski Iveco Crossway, en urmul þeirra má finna hér sunnan heiða, & svá hinn títtnefndi Scania Citywide.Það má setja út á eitt & annað hjá Norðlendingum. Nýju vagnarnir eru appelsínugulir að lit en gömlu vagnarnir hlandgulir. Það er ekki flott að vera með tvo liti í gangi en líklega er verið að skipta þeim pissugula út sem er vel.
Þá verða Norðlendingar að taka sig til & bæta þjónustuna um helgar. Aðeins einn vagn af fjórum ekur laugardag og sunnudag & hefir ekki akstur fyrr en um hádegisbil. Steininn tekur svo úr þegar akstri lýkur um kvöldmat!!! Halló, halló - öngvar ferðir á morgnana & á kvöldin??? WTF?!?!
Enda þótt að þjónustan sé "ókeypis" er þetta ekki boðlegt. Til að mynda kom þetta sér illa fyrir dr.-inn, hvar hann var í hálfgerði helgarferð nyrðra & gat lítið notfært sér vagnana & komist í kynni við norðlenska vagnverja.
Þessu verður að breyta. Punktur.
Bloggar | 6.11.2017 | 14:09 (breytt kl. 14:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dr. Gylforce hefir heldur betur látið til sín taka í tjútti norðan heiða & meðal vina sinna, Tjallanna.
Á Akureyri uss, uss, uss
illskiljanlegt kerfi.
Vagnar keyra þvers & kruss
um kennileit´& hverfi.
Leiðakerfi vagnanna nyrðra er nokkur ráðgáta. Virka daga aka sex leiðir á vegum SVA, Strætisvagna Akureyrar, þvers & kruss um bæinn með klukkustundartíðni. Fjórir vagnar eru notaðir til að anna þessum sex leiðum & ekur sami vagn leið 1 & 3 & annar 2 & 4. Síðan eru sér vagnar á leiðum 5 & 6. Sérstakt.
Gleðifregnir úr ranni Norðlendinga er hinsvegar þær að þeir hafa endurnýjað vagnakost sinn.
Tveir spánnýir drekar eru á vígvöllunum nyrðra & annar þeirra sænskættaður Scania metanvagn.
Hér er á ferðinni Scania Citywide sem er allur hinn glæsilegasta - & metanvagn - & vill doksi kallinn ólmur fá þessar týpur hingað suður. Punktur.
Meira síðar mínir virðulegu vagnverjar. Síðar, síðar.
Bloggar | 5.11.2017 | 21:04 (breytt kl. 21:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... dr.-inn heldur í leið 57 ásamt unga vagnverjanum á morgun & liggur leiðin norður til Akureyrar. Maður lifandi!!!
Bloggar | 18.10.2017 | 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn hjólliðugi & hugmóði dr. Gylforce hélt á vit vagna í gærkveldi, hvar hann þurfti að ganga eigin erinda. Nema hvað.
Dr. Gylforce leit inn í leiðir 3, 4 & 12 að þessu sinni enda allar í námunda við Stútulautarselið hans.
Eptir farsælar ferðir með leiðum 12 & 4 að Hlemmtorgi okkar Reykvíkinga hugði doksi kallinn á þristinn tilbaka heim til sín.
Í einu strætóskýlanna við Hlemminn stóð ungur maður í reykskýi. Þegar betur var að gáð reyndist hann vera vagnstjóri enda í úlpu merktu lógói frá Strætó. Reykingar eru ekki heimilaðar í skýlunum & hlýtur hið sama að eiga við rafrettuna. Til þess að toppa ruglið endanlega reyndist maðurinn ungi vera vagnstjórinn á leið 3 sem doksi tók!!!
Þvílíkur loðhattur & silakeppur að vera að svæla reyknum að sér inn í skýlinu - skamm skamm!
Gylforce-inn í kvöld einn greip
gæfulausan við skýlið.
Vesenaðist með sitt veip
vagnstjórasílið!
Bloggar | 15.10.2017 | 10:57 (breytt kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hinn dagfarsprúði & drýgindalegi dr. Gylforce dreif sig á dögunum á vit vagna eptir mikilfenglegar mínútur í mennta- & menningarsetrinu við Fannborg, hvar hann dvaldi aðallega í leiðum 2 & 3. Nema hvað.
Dr.-inn var heppinn & fékk hinn 16 ára gamla sænskættaða Scania Omnilink á leið 2 frá Hamraborginni. Doksa kallinum telst svo til að vagn þessi sé einn sá elsti í flotanum, ef ekki sá elsti. Hvað um það.Þegar skyggja tók var röðin aptur komin að hinni annarri leið. Leiðin sú er heldur í styttri kantinum; fer frá Hlemmi eystur um Suðurlandsbraut, um Grensás, Borgarspítala & Kringlu, Hamraborg, Smáralind & tímajafnar sig svo við Versali.
Við hina sílöngu Suðurlandsbraut gengu góðglaðir vagnverjar um borð í tvistinn. Hér voru efalítið ferðamenn á ferð en nokkur hótel & gistiheimili er að finna í kringum Laugardalinn. Höfðu þeir ölföng meðferðis en voru vitaskuld stoppaðir af með það áður en þeir komu inn í vagninn.
Þeir fengu að svolgra miðinum niður í snarhasti & hoppa svo um borð. Vel gert vagnstjóri!
Dr.-inn kvaddi tvist við Grensás & gekk í hægðum sínum að Skeifunni, hvar hann henti sér inn í leið 3 áleiðis upp í Breiðholtið.
"Blessaðir" sagði bílstjórinn
& bauð þeim sæti.
Ekki fara inn með bjórinn
annars verða læti.
Bloggar | 14.10.2017 | 10:29 (breytt kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í baki mínu er ávallt beinn
bísperrtur að híma.
Í Ásgarði var alltof seinn
á annatíma.
Hinn hnarreisti & hnakkakerti dr. Gylforce hefir óvænt hangið í vögnunum undanfarna daga, hvar hann hefir hitt fyrir urmul vagna & viðfellda vagnverja. Nema hvað.Einhverju sinni háttaði svo til að hið gamla hró doktors var á flakki & flækingi við Ásgarð þeirra Garðbæinga. Doksi kallinn ákvað að hóa í leið 24 & huga að hvurnig vagninum reiðir af að komast upp í Mjódd á réttum tíma.
Í stuttu máli kom vagninn 5 mínútum of seint í Ásgarð & fannst dr.-num vagnstjórinn gera lítið til þess að hraða för vagnsins. Leið 24 kom síðan 7 mínútum á eftir áætlun í Mjóddina. Þar hinkraði vagninn um stund sem var enn skrýtnara því allar aðrar leiðir voru löngu farnar! Hvað um það.
Í blæðandi morgunsárinu hoppaði dr. Gylforce í 3ja hásinga Volvovagn, sem er aukavagn á leið 3, við Stútulautarselið sitt. Eins & dr.-inn hefir greint hér frá er alltaf jafn ankannarlegt að láta aukvagn á leið 3 aka eins & leið 4 um Breiðholtið. Frá Mjódd "breytist" hann í leið 3 & brunar í bæinn.
Öngvu að síður var unaðslegt að komast í einn sænskættaðan í morgun. Maður lifandi!
Bloggar | 13.10.2017 | 08:37 (breytt kl. 08:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn kjörgengi & kumpánlegi dr. Gylforce var í þungum þönkum í gær & aldrei þess vant eigi á leið í vagna.
Doksi kallinn var nokk hugsi yfir nýja stjórnmálaflokknum, Miðflokknum. Nafnið er heldur sérstakt en er þá ekki málið fyrir annan flokk - sem gjarnan kallar sig kjölfestu í íslenskum stjórnmálum - að kalla sig Miðfótinn???Þeir virðast allavega hafa mikinn áhuga á honum & eiga í erfiðleikum með að halda honum innanklæða. Hvað um það.
Dr. Gylforce var einsamall kúreki á heimleið í gærkvöldi, hvar hann sá glænýjan & glæstan Iveco Crossway vagn á leið 4!!!
Loksins, loksins, nýir vagnar hjá byggðasamlaginu :)
Dr.-inn tók sér þrásetu og langdvöl í þessum nýja vagni sem hefir fengið númerið 125. Forveri hans brann nú við Grensás - ósælla minninga - & vonandi verða örlög þessa yndisvagns betri.
Í nýja vagna komast vil
& vera með þeim memm.
Í ferðum þeirra allt ég skil
þó ekki flokkinn M.
Bloggar | 12.10.2017 | 09:39 (breytt kl. 09:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 124048
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar