Færsluflokkur: Bloggar

Inn á Hlemmi var vinalegt um að lítast; urmul vagnverja á leið á leið eða á leið úr leið, allt eptir behag hvers & eins. Dr.-inn sat hinsvegar spakur með sitt Max & horfði með eptirtekt & aðdáun á vini sína; vagnana & vagnverjana.
Doksi kallinn sá svá hinn spánnýja 140 Crossway á leið 4 & beið ei boða; tak mig í Voginn upp að Hálsatorgi þú nýi vagn!
Í Hamraborg okkar Kópvæginga fjölgaði í liði dr.´s hvar litli vagnverjinn fékk að vera með. Tóku þeir feðgar eina netta langdvöl & þrásetu í hinum stutta 304 MAN vagni á leið 35 - nú sem endranær - & var erfitt að sjá hvor hapði meir gaman af.
Mynd: http://citybus.piwigo.com/
Bloggar | 25.10.2013 | 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Doktorinn fer opt á stjá
út að taka hring
inní einn & jafnvel þrjá
endalaus hrifning!

Í gær var 304 vagninn tekinn með trompi á leið 35 & hringaður vel. Með í för var litli vagnverjinn sem réð sér vart fyrir kæti í hvert sinn sem þrýst var þéttingsfast - en þó fimlega - á stanzrofann. Vel heyrist í bjöllugarminum í hinum stutta 304 vagni & ekki spillir fyrir skærrautt ljós sem birtist fyrir ofan upplýsingatöfluna. Hreinn unaður alla leið!
Í blæðandi morgunsárinu hapði dr.-inn afskipti af tveimur sænskættuðum vögnum þeirra Kynnisferða hér upp á þeim hörðustu. Doksi kallinn hóaði í 308 & 310 vagna á leið 28 & var akstur þeirra fumlaus & fágaður um Sali, Kór & Þing. Þvílík hrifning!
Mynd: http://citybus.piwigo.com/
Bloggar | 23.10.2013 | 16:27 (breytt kl. 20:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn forkunnarfagri en fráeitt frussandi dr. Gylforce fagnaði ógurliga hvar hinn stutti MAN 304 vagn er aptur kominn á vígvelli veganna eptir nokkurra vikna frí & dembdi vagninn sér um hæl á leið 35 hér í Voginum.
Dr.-inn beið öngvra boða & hefir dvalið títt hjá vagni þessum um helgina. Aukinheldur hefir hann komist í kynni við hinn nýja 136 Crossway-vagn sem að þessu sinni var á leið 4 en ekur yfirleitt leið 3.
Það er gott að sitja í hinum stutta 304 vagni hvar hann er vel upphitaður, sætin mjúk & með öryggisbelti sem er einkar gott fyrir litla sálufélaga dr.-ins sem er ávallt með í för.
Mynd: http://citybus.piwigo.com
Bloggar | 20.10.2013 | 22:29 (breytt kl. 22:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagnar liggja til allra átta
ægifagrir að sjá.
Doksi bæði dags & nátta
dvelur títt þeim hjá.

Dr.-inn hefir því miður þurft að halda sig við sömu leiðirnar & er orðinn nokk leiðigjarn, þ.e. gjarn á sömu leiðir. Doksi kallinn hefir komist í kynni við hinn stutta 163 Heuliez & 103 Omnicity á leið 4 auk hinna nýju 138-140 Crossway-vagna aukinheldur sem hinir sænskættuðu vagnar Kynnisferða eiga enn sviðið á leið 35 hér í Voginum.
Með leið 4 er ljúft að líða um frá Mjódd að Skemmuvegi & heyra hina íðilfögru rödd Herdísar Grýlu í vagninum segja: "Næsta stopp er (smá þögn): Smiðjuvegur - gul gata." Svá eptir örskamma stund hún & segir: "Næsta stopp er (enn smá þögn): Smiðjuvegur - grá gata." Það vantar bara hinn fimi bassaleikari mæli "... næsta stopp er (þögn): Smiðjuvegur - Golgata."
Vonandi enda þó vagnarnir eigi för sína á Hauskúpuhæð líkt & Krissi forðum. Hvað um það.

Myndir: http://citybus.piwigo.com og straeto.is
Bloggar | 18.10.2013 | 11:16 (breytt 20.10.2013 kl. 12:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn dulúðlegi & dulvitri dr. Gylforce varð heldur dapur í bragði í gær hvar hann tók einn góðan hring með hinum sænskættaða 301 vagni á leið 35. Vagninn var seinn fyrir enda annatími & reyndi vagnstjórinn hvað hann gat að vinna upp tíma á leiðinni svo vér vagnverjar máttum halda oss fast meðan vagninn var á ferð.
Vagninn fór nýja leið sem doksi kallinn hefir eigi farið áður. Hann beygði inn Heiðarhjallann af Skálaheiðinni vegna framkvæmda sem gaf ferðinni nýja & góða vídd. Vagninn skilaði sér upp í Hamraborg um kl. 16:34 & máttu vagnverjar hafa sig alla við að ná leiðum 1,2, & 4 niður í bæ.
Sömu leiðir voru hinsvegar ekki komnar neðan úr bænum. Venja er samkvæmt reynslu dr.´s að leið 35 bíður eftir leiðum 1,2, & 4 sem eru að koma frá Reykjavík. Sú var ekki raunin í gær & rauk 301 vagninn af stað á slaginu kl. 16:37. Þá var leið 2 að renna í hlað en það virtist ekki skipta neinu máli hjá vagnstjóranum.
Gylforce-inn skilur að leið 35 geti ekki endalaust beðið eptir Reykjavíkurvögnunum en hafa ber í huga að Kópavogshringurinn er á 30 mínútna fresti & því mjög hvimleitt að koma úr höfuðborginni & vera nýbúinn að missa af hinni 35. leið.
Að mati dr.´s hepði öngvinn skaði orðið þótt leið 35 hepði beðið í um 3-5 mínútur eftir leiðum 1,2 & 4. Það hefur líka margopt verið gert.
Þarna lá vagnstjóranum eitthvað á en vonandi var þetta undantekningartilvik.
Mynd: http://citybus.piwigo.com
Bloggar | 15.10.2013 | 09:22 (breytt kl. 14:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn ályktandi & affarasæli dr. Gylforce komst í álnirnar sjúku líkt & Stífur Hilmars hér um árið hvar hann sat í fimm sænskættuðum vögnum í gær. Dr. Gylforce var staddur við Stjórnleysisráðið á hvíldardeginum þegar hinn glæsti sænskættaði 191 vagn kom akandi frá Sæbrautinni.
Þessi fallegi Volvo-vagn byggðasamlagsins ber ábyrgð á C-vachtinni & hugði doksi kallinn endasendast með honum alla leið að Hálsatorgi okkar Kópvæginga.
Úr því varð þó ekki hvar vagnstjórinn kallaði við Kringluna að nú yrði skipt um vagn. Doksi fékk örlítinn hroll & óttaðist að nú tæki við vagn sem yrði fráleitt sænskættaður. En sá ótti varð að fljótt að unaði. Á stæðinu fyrir framan 191 vagninn beið 111 Scanian & brunaði með oss vagnverja að Hálsatorgi okkar Kópvæginga.
Frá Hálsatorgi ákvað doksi kallinn að hafa þetta bara einfalt. Hann lagði einn við 111 vagninn & hoppaði inn í hinn sænska 112 vagn sem að þessu sinni var á leið 4. Hann fékk eðalferð að Mjódd hvar hann skáskaut sér inn í 107 sem einnig var á leið 4. Þar með var dr.-inn kominn með firnagóða sænska vagnafernu & ljóst að dagurinn stefndi í algjöran unað.
Til að hafa daginn fullkominn fór doksi kallinn á fjörurnar við 307 vagninn á leið 35 & þar með var morgunljóst að fullnæging daxins var orðin fimmföld, maður lifande ...
Myndir: http://citybus.piwigo.com
Bloggar | 14.10.2013 | 14:09 (breytt kl. 14:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Doksi kallinn virðist vera orðinn eilífur augnakarl í sænsku sexvögnunum á leið 28. Hann kom sér vel fyrir í einum þeirra & sveif með sænskmálminum alla leið að Mjódd þeirra Breiðhyltinga. Þar munaði litlu að vagninn lenti í árekstri við blá/gulan vagn sem var að hætta akstri á leið 57. Betur þó fór en á horfðist - hjúkket!
Leið 28 þarf að taka U-beygju í Mjóddinni til að komast á stæðið sitt & getur stundum skapast hætta af því. Aukinheldur er akstursstefna á leið 11 skrýtinn. Sú leið þarf líka að taka U-beygju þegar hún leggur af stað áleiðis að Seltjarnarnesi í stað þess að láta vagninn snúa akkúrat í hina áttina. Já, margt er skrýtið í kýrhausnum & þarf hann jafnvel ekki til. Nema hvað. Hvað um það.
Í Mjóddinni kom aðvífandi 101 Omnilink á leið 4. Þessi vagn er líklega orðinn einn af aldursforsetunum í flotanum & sá dr.-inn ekki betur en að hann sé búinn að aka tæplega 900.000 km á vígvöllum veganna. Ágætisafrek það.
Að lúkningu skáskaut dr. Gylforce sér aptur inn í leið 28 við Hálsatorg okkar Kópvæginga. Við mennta- & menningarsetrið á Digranesveginum kom urmull vagnverja inn sem svo aptur týndist út einn af öðrum í Hjöllum/Smárum/Lindum/Sölum en doksi sat vitaskuld sem fastast í þessum sænska eðalmálmi.
Yfir&út!
Mynd: http://citybus.piwigo.com
Bloggar | 11.10.2013 | 10:19 (breytt kl. 10:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Leitt ef svo fer.
Visir.is vitnar í frétt frá Skessuhorni þar sem rætt er við Gunnar Sigurðsson Skagamógul með meiru. Hinsvegar er einkar athyglivert að skoða báðar fréttirnar því blaðamaður á visir.is sleppir síðustu málsgreininni í viðtali Skessuhorns þar sem Gunnar segir að mikil ánægja sé með núverandi fyrirkomulag.
Af hverju kemur það ekki fram hjá visir.is??? Humm, humm, nú verður doksi kallinn huxi yfir þessum fréttaflutningi.
http://skessuhorn.is/frettir/nr/180714/
Mynd: www.skessuhorn.is
Bloggar | 10.10.2013 | 09:29 (breytt kl. 09:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Mynd: http://citybus.piwigo.com
Dr.-inn hefir tekið eptir því að talningarmenn hafa komið sér fyrir í flestum vögnum á vegum byggðasamlagsins nú í október. Þar sitja þeir gráir fyrir járnum & telja & telja; inn - út - inn - inn - út. Virkilega skemmtilegt starf & minnist doksi kallinn þess er hann var í þessum sporum fyrir um þremur árum síðan. Dýrð & dásemd.
Dr. Gylforce hefir aukinheldur gert sér dælt við leiðina er bindur kerfið saman en það ku vera leið 24. Þar fara yfirleitt um sex vagnar á annatíma frá þeim Fjarðarmönnum & bjóða þeir optast nær upp á Crossway vagnana. Doksi tók eptir því um daginn að sætin eru ansi misjöfn í þeim & þykir honum einna best að hlamma sér í 239 vagninn. Maður hreinlega sekkur djúpt í sætin & getur hvívetna fylgst hvarvetna með vögnum & vagnverjum.
Bloggar | 9.10.2013 | 10:06 (breytt kl. 10:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dr.-inn gekk um snævi þakta Stútulaut sína í morgunsárið & að biðstöðinni sinni. Þar hóaði hann í sænskættaðan 309 vagn þeirra Kynnisferða sem að þessu sinni tók vachtina á leið 35.
Líklega var vagninn ennþá á sumardekkjum hvar hann átti afar erfitt með að taka af stað við flestar biðstöðvar. Öngvu að síður komst doksi kallinn heilu & höldnu með sænska stálinu að Hamraborg okkar Kópvæginga hvar hann skellti sér í annan Svía á leið 28 upp að þeim hörðustu.
Vagnar áttu víða í vandræðum í fannferginu en líkast til er kerfið komið í samt lag er þessi fyrsta færsla er færð í letur.
Mínir virðulegu vagnverjar - það er kominn vetur.
Bloggar | 8.10.2013 | 09:17 (breytt 11.10.2013 kl. 10:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 124126
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar