Færsluflokkur: Bloggar

Doksi kallinn skáskaut sér inn í vagna þrjá & voru þeir með ýmsu móti. Einn af þeim var í styttra lagi & en ferðin með honum reyndist fráleitt stutt.
Dr.-inn einhenti sér inn í hinn stutta 163 Heuliez-vagn á leið 4 við Mjódd þeirra Breiðhyltinga. Þar var allt eins & það átti að vera; urmull vagnverja & vagnstjórinn með Útvarp Sögu í botni. "Þjóðnýting", "eignauppnám", "helv. lífeyrirsjóðirnir" voru orðin sem glumdu úr viðtækinu en dr.-inn sinnti því í öngvu & hófst þegar handa við vagnarannsóknir sínar.
Doksi kallinn hjó aukinheldur eptir því að vagninn var mjög tímanlega á öllum biðstöðvum & renndi svo að lúkningu inn á hárréttum tíma í Hamraborg okkar Kópvæginga.
Þar tók við þekkt stöff mínir virðulegu vagnverjar.
Bloggar | 20.11.2013 | 12:08 (breytt kl. 12:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Hinn hávísindalegi & háttvísi dr. Gylforce hefir farið mikinn á fjörurnar við vini vora - vagnana - undanfarna daga hvar hann hefir rannsakað margt & komist í kynni við urmul vagna. Nema hvað.
Á ljúfum & lítillátum laugardegi laumaðist dr. Gylforce inn í leið 3 við Sæ(roks)braut þeirra Reykvíkinga & langaði með honum upp að Hlemmtorgi. Dr.-inn fékk hinn sænskættaða 105 Omnilink sem var allur skakkur & skældur að þessu sinni & dauðþreyttur á vígvöllum veganna. Hlemmur reyndist aukinheldur hans endastöð & var vagninn í framhaldinu dreginn upp á Háls til viðgerðar. Hvað um það.
Eptir linnulitlar rannsóknir hefir doksi kallinn komist að raun um það að um helgar breytist leið 3 yfir í leið 4 við Hlemmtorg sem átti einkar vel við hvar dr.-inn var á leið í Voginn sinn. Þar fór hann enn & aptur eðalhring með hinum stutta 304 MAN vagni á leið 35.
Í vini mína ljúft ég loks
á leið um hávetur.
Leynda kimi Kópavogs
kanna vil ég betur.*
Í blæðandi sári morgunsins hóaði dr. Gylforce í 303 vagninn á leið 28 við Salalaugina & fékk með honum snotran sænskan túr að hörðustu völlum okkar Kópvæginga.
Svo eptir stutta stund skal enn haldið á vit vagna & verður fróðlegt að sjá hvaða vagnar verða á vegi doksa.
Fylgist með - fylgist með!
Mynd: http://citybus.piwigo.com/
seinni línur fengnar frá http://johanneslaxdal.blog.is
Bloggar | 18.11.2013 | 14:50 (breytt kl. 20:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Hinsvegar var gaman að sjá hve vagnverjar fjölmenntu í för þessa. Um 15 verjar sátu mestalla leiðina sem er góður fjöldi miðað við ferð seint um kvöld hér í Voginum. Hvað um það.
Ekki virtist vagnstjórinn hressast við aksturinn hvar hann í tvígang gleymdi að stöðva vagninn eptir að ýtt hapði verið - þéttingsfast en þó fimlega - á stanzrofann. Aukinheldur var skollin á fljúgandi hálka & ljóst að hygli stjórans varð að vera í hámarki.
Kvöldvöktunum knúnir
keyrandi stubbabrot.
Lemstraðir & lúnir
langar heim í sitt kot.
Dr. Gylforce sté stoltur út úr hinum ljósa MAN við Engihjallann & hélt rakleitt í Mjódd þeirra Breiðhyltinga.
Meira síðar mínir virðulegu vagnverjar ...
Bloggar | 14.11.2013 | 09:22 (breytt kl. 13:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Litli & stóri vagnverjinn eru orðnir eilífir augnakarlar í hinum stutta MAN 304 vagni á leið 35 eins & þráfaldlega hefir verið nefnt hér á þessari síðu. Næst þegar þeir gera sig gildandi fyrir MAN-inn hyggst sá stóri reiða fram gítargarminn sinn & gutla hinn alkunna slagara:

sjáum hann - gerum fagn
Vagnverjunum gerir mikið gagn
Jamm & já - yfir&út!
Myndir: www.citybus.piwigo.com
Bloggar | 13.11.2013 | 09:34 (breytt kl. 09:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Hinn sauðski & slefmælti dr. Gylforce gat vart setið á sér á laugardagsmorguninn hvar hann gekk um gólf í híbýlum sínum & huxaði bara um eitt. Já, aðeins eitt mínir virðulegu vagnverjar. Hann vildi inn í vagnana - vini vora & það strax!
Ekki var annað að sjá en að litli vagnverjinn væri sama sinnis. Hann slefaði í sífellu & sagði við stóra vagnverjann "dædó dædó" & vitaskuld varð að verða við þessu ákalli litla verjans.
Feðgarnir dúðuðu sig vel & dembdu sér svo að skýlinu við Stútulautina. Þar kom í hægðum sínum - enn & aptur - hinn stutti MAN 304 vagn á leið 35 & lá lítið á að því er virtist. Klukkan var aukinheldur rétt skriðin yfir átta & fáir vagnverjar á ferli.
Hið djarfa dúó tók hringinn sinn um Voginn en lét þar eigi staðar numið. Þeir geystust næst inn í 138 Crosswayvagninn á leið 4 & vildu kynna sér vagnana við Mjódd þeirra Breiðhyltinga.
Unaður um borg & bí
bruna allir vagnar.
Sá guli geysist æ & sí
Gylforceinn því fagnar.
Frá Mjódd reyndust ferðir þeirra feðga nokk hepðbundnar. Leið 4 var tekin til baka & að lúkningu tylltu þeir sér tignarlega í hinn hlýja & góða MAN 304 & héldu í lautina fögru.
Bloggar | 12.11.2013 | 16:09 (breytt kl. 16:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Hinn mjórómaði en fráleitt mjóleiti dr. Gylforce mjakaði sér í Mjódd þeirra Breiðhyltinga í gær & færðist allur í aukana hvar vagnarnir brunuðu inn á biðstöðina. Allir þessir vagnar, allar þessar leiðir; blágulir á leiðum 51 & 57; sænskættaðir á leið 4; hinn glæsti & þýski MB á leið 11 & svona mætti lengi telja.
Dr.-inn sté stoltur til inngöngu í leið 4 & fékk hinn glænýja 138 evrópska meginlandsvagn. Enn & ný leið sú leið ljúft um Gula- & Grágötu Smiðjuhverfisins unz hann kom að Hamraborg okkar Kópvæginga.
Þar bættist litli vagnverjinn í hópinn & vissi vart hvert hann ætlaði þegar hann sá alla vagnana koma að Hálsatorginu: leið 1 - leið 2 - leið 4 - leið 28 - leið 35. & sá gamli skildi hinn unga vel en mælti þó: "Þetta er erfitt sonur, en stilltu þig!" Litli vagnverjinn tók sönsum & kom fljótt yfir hann stóísk ró um leið og vagnarnir héldu sína leið.
Feðgarnir tóku unaðshring með hinum stutta 304 MAN vagni á leið 35 & komu lox að lautinni fögru hvar þeir héldu glaðir í bragði heim á leið.
Senn styttist í næstu ferðir þeirra feðga - fylgist með!
Mynd: www.citybus.piwigo.com
Bloggar | 8.11.2013 | 15:33 (breytt 11.11.2013 kl. 12:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Í þeim ég & friðinn finn
- feiknarmikill kraptur
brunandi um bæinn minn
- brátt til í þá aptur!
Feðgarnir áðu við Hamraborg okkar Kópvæginga stutta stund en héldu svo áfram vagnarannsóknum sínum af einstaka natni & nákvæmni. Þeir skutu sér inn í hinn sænskættaða 309 vagn á leið 28 & liðu ljúflega með honum um kópvægska Hjalla & Smára hvar þeir síðan hoppuðu út.
Vagnarnir með bros á brá
bæta verjans flóru
alltaf þrái ég ilminn frá
ykkar pústum stóru.
Frá Smáranum var komið að evrópskum meginlandsvagni. Litli & stóri vagnverjinn smugu inn í 131 Irisbus Citelis á leið 2 & svifu með honum að Hamraborginni. Um 15 vagnverjar voru með í för á þessum heldur napra degi & hoppuðu flestir út við hina kópvægsku gjá.
Að lúkningu héldu litli & stóri verjinn aptur í 304 vagninn á hringleið sinni um Voginn & fóru með þessum funheita vagni að fegurstu laut jarðarinnar, Stútulautinni.
Lifið veil!
Mynd: www.citybus.piwigo.com
Bloggar | 6.11.2013 | 09:39 (breytt kl. 09:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Dr.-inn gat vart setið á sér á laugardagsmorguninn & hóaði í snarhasti venju samkvæmt í hinn stutta 304 MAN vagn á leið 35 í Voginum. Vagninn skyldi nú hringaður & biðu bæði litli & stóri vagnverjinn í ofvæni eptir þeim stutta við Stútulautina. Nema hvað.
Einn af vagnstjórum Kynnisferða, sem sjá um akstur leiðar 35, sá litla & stóra vagnverjann & varð að orði: "Nei, er ekki kominn strákahelgi?" Sá er heldur um stýrið er greinilega farinn að þekkja feðgana enda eiga þeir unaðslegar þrásetur & langdvalir í þessari kópvægsku leið. Hvað um það.
Á hvíldardeginum var svipað upp á teningnum. Vagnverjarnir ættaðir frá Stútulaut héldu í leið 35 en aukinheldur komust þeir í kynni við hina spánnýju 138 & 140 Crosswayvagna á leið 4. Allt var þetta jafn yndislegt & gaman að stoppa drykklanga stund í Mjóddinni & kanna vagnakost á hinum ýmsu leiðum.
Yfir&út!
Mynd: www.citybus.piwigo.com
Bloggar | 4.11.2013 | 09:20 (breytt kl. 17:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hann doksi fer á fætur
við fyrsta hanagal
að sitja inn í vögnum
í kópvægskri laut & dalHinn árrísuli & áreiðanlegi dr. Gylforce leitaði ásjár hjá hinni fyrstu ferð á leið 35 í gær hvar hann fékk hinn heita & stutta MAN 304 vagn sem kom stundvíslega að Stútulautinni kl. 6:41. Fáir vagnverjar voru um borð í þessari ferð & fæstir af þeim hvítir á hörund. Nema doksi. Hvað um það.
Eptir einn góðan hring um kópvægskar koppagrundir einhenti dr.-inn sér í leið 28 í Hamraborginni & leið vel með honum upp að allra hörðustu völlunum. Doksi kallinn var snemmindis á ferð & lét það eptir sér að fá sér eina góðu kríu á leiðinni. Litlu mátti þó muna að hann færi framhjá Hörðuvöllum en það slapp nú allt saman.
Heimleiðin var & unaðsleg mínir virðulegu vagnverjar. Eptir sænskættuð kynni tyllti dr.-inn sér tignarlega í evrópskan meginlandsvagn. Leiðin var hinn fjórða & vagn þessi af gerðinni Irisbus Karosa númer 167 sem tekur nú E-vachtina. Doksi fær ei betur séð en 167-169 séu komnir á leið 4 & séu til taks þegar ekið er með 15 mínútna tíðni. Gaman að því.Hún var heldur slyddusöm veðráttan í morgun hér upp á Hörðuvöllum hvar dr. Gylforce hóaði enn & aptur í leið 28. Vagninn var vel á áætlun á annatíma & færði dr.-inn fagurlega í Mjódd þeirra Breiðhyltinga. Eptir nokkuð rask & rannsóknarvinnu þar tók doksi þekktan unaðshring; leið 28 frá Hörðuvöllum - leið 4 í Mjódd - leið 28 í Hamraborg - & komst heilu & höldnu aptur að þeim hörðustu. Þvílík byrjun á góðum degi maður lifande ...
Njótið heil!
Mynd: www.citybus.piwigo.com
Bloggar | 30.10.2013 | 10:02 (breytt kl. 16:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Hinn annríki & apalsami dr. Gylforce var alsæll í eðalferðum sínum í Voginum um helgina hvar hann fékk eingöngu sænskættaða vagna á hinni kópvægsku 35. leið. Hinir sænsku 302 & 310 tóku vachtina & gerðu það með bravör þótt litli vagnverjinn hepði viljað fá hina stuttu MAN vagna & heyra í þeirra íðilfögru bjöllu. Hvað um það.
Eptir yndislega hringi með leið 35 var komið að því að bregða á leik við Hálsatorg okkar Kópvæginga.
Unaðslegt á ljúfri leið
leiðangrinum glæsta.
Samt er kominn tími til
að tygja sig í næsta. Dr.-inn skáskaut sér inn í hinn splunkunýja 138 vagn á leið 4 hvar hann tók A-vachtina. Á ljúfum laugardegi þarf vagnstjórinn að aka löturhægt frá Hamraborg okkar Kópvæginga að Mjódd þeirra Breiðhyltinga til þess að vera ekki alltof fljótu
r á sér. Fáir vagnverjar voru á ferli aukinheldur sem umferð var með minnsta móti & vagninn beinlínis leið undursamlega áfram.
Frá Mjóddinni fékkst 135 Crossway vagninn til fararinnar & var sérdeilis gaman að upplifa róteringuna á vögnunum á leiðum 2,3, & 4 um helgar. Þar eru nýju Crosswayarnir í öndvegi & ekkert nema gott um það að segja.
Að lúkningu settist doksi kallinn inn í leið 35 á nýjan leik & hélt í fegurstu laut jarðarinnar, Stútulautina.
Amen.
Myndir: www.mbl.is & citybus.piwigo.com
Bloggar | 28.10.2013 | 12:27 (breytt kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 124124
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar