Færsluflokkur: Samgöngur
Börn, sem eru 17 ára og yngri & í fylgd með forsjáraðila, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Takk fyrir túkall!
Hinn fullorðni skal framvísa gildu fargjaldi, eins & strætókorti, appi, farmiðum eða pening og börnin sem eru í fylgd þeirra fá að ferðast frítt með.
Strætó - besta leiðin fyrir borgarferð!
Samgöngur | 2.7.2021 | 14:34 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verið með oss í tugi tvo
til að bæta ferðir.
Unaðurinn hann altsvo
endalaust mig serðir.
Í tilefni af tuttugu ára afmæli byggðasamlagins Strætós bs. hefir dr. Gylforce tekið vagnana - vini vora - grimmt dag þennan til að minnast þessara merku tímamóta. En ekki hvað???
Vitaskuld lá straumurinn í rafvagna byggðasamlagsins kvöld þetta & var ekkert lát á unaðinum í þeim efnum.
Næstu dagar munu fara í hátíðarhöld af tilefni þessu & því gott fyrir vagnverja - nær & fjær - að fylgjast með vefi þessum.
Amen.
Samgöngur | 1.7.2021 | 22:51 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn prúðbúni & fráleitt mikli predikari dr. Gylforce hefir verið sem eilífur augnakarl í leiðum sínum til & frá Stútulautarselinu sem eru jú leiðir 3 & 4.
Að minnsta kosti tvennt hefir vakið gjörhygli Gylforce-ins. Nema hvað.
Í fyrsta lagi eru komin í nokkra vagna skemmtileg handföng sem eru með auglýsingu. Það er nýbreytni. Þetta hefir doksi kallinn ekki áður séð & verður gaman að sjá hvort þetta verði sett upp í alla vagna. En ekki hvað???
Annað sem er allra athyglivert eru auðvitað vagnstjórar & -stýrur. Langflest eru þau til fyrirmyndar en þó er grautfúlt að mati dr. Gylforce að hitta á einn slíkan sem ekki býður góðan dag, horfir ekki til manns & lætur eins & vér vagnverjar séum ekki um borð.
Dr. Gylforce mætti því miður einum slíkum í dag á leið 4. Vonandi hittir hann öngva slíka á morgun hvar fögnuður verður enda nákvæmlega 20 ár liðin frá stofnun Strætós bs. Það er eitthvað!
Af hverju vagnstjóri ertu?
Við aksturinn mjög laginn?
Á skemmtilegheitum skerptu
skjóttu á oss: Góðan daginn!
Samgöngur | 30.6.2021 | 21:43 (breytt kl. 21:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bylting hófst fyrir hundrað árum
hvarf þá myrkrið svart.
Lýsislampana út bárum
& leiddum strauminn skarpt.
Á hvíldardegi þessum eru nákvæmlega 100 ár frá því að Rafstöðin í Elliðaárdalnum hóf starfsemi og Reykjavík reið inn í nútímann. Maður lifandi!
Af þessu tilefni hefir Strætó bs., í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur & Elliðaárstöð, látið útbúa þennan forláta & flotta rafvagn.
Rafvagn þessi verður væntanlega á leiðum 2, 3, 4, 6 & 18 næstu vikurnar & er dr. Gylforce afar spenntur að sjá hann á vígvöllum veganna.
Samgöngur | 27.6.2021 | 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú grímulaus göngum til
gulra stórra vagna.
Varlega ég fara vil
víst er of snemmt að fagna.
Grímulaus gleði
Frá og með morgundeginum verður grímuskylda í vinum vorum - vögnunum - afnumin & allt verður eins & það var áður. Þessu ber að fagna!
Kæru vagnverjar, njótið laugardagsáætlunarinnar án grímunnar en munum samt eptir persónulegum sóttvörnum & tillitssemi um borð í vögnunum.
Amen.
Samgöngur | 25.6.2021 | 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins geta þeir kátir keyrt
kúnnana látið í friði.
Röfl í þeim er reyndar fáheyrt
rennur sitt skeið; farmiði.
Farmiðar fara í frí
Samgöngur | 23.6.2021 | 14:11 (breytt kl. 14:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stokk´- & Stíflusel
stoppin eru mín.
Ég þar daga dvel
fæ dásemdarsýn.
Dr. Gylforce valhoppaði vitaskuld í vagnana þennan heldur kalda en þó fagra hvíldardag.
Eins & vera ber voru rafvagnarnir í aðalhlutverkinu á leiðum doktors, leiðir 3 & 4 - & jafnvel metanið líka. Maður lifandi!
Eitt var þó hvimleitt. Í sumum rafvögnunum er slökkt á upplýsingatöflunni. Doksi kallinn hefir minnst á þetta áður en fátt virðist gerast í þeim efnum.
Að mati dr.´s verður byggðasamlagið að kippa þessu í liðinn því þónokkrir vagnverjar stóla á þær til að vita hvunær eigi að fara út úr vagninum.
Yfir&út!
Samgöngur | 20.6.2021 | 18:22 (breytt 21.6.2021 kl. 22:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrapp nú Gylforce á glaumstund
fyrst góða vagna fann.
Brósi einatt blíður í lund
& bjórinn niður rann.
Hinn gleðisami & glysgjarni dr. Gylforce var í gærkvöldi á galeiðunni, hvar hann girnist mjög að gæla við þann görótta. Auðvitað!
Eptir afar vel valdar vagnaleiðir með leiðum 4 & 12, var dr.-inn óðara kominn i sollinn í miðbænum. En ekki hvað???
Gylforce-inn bauð öngvra boða við að kneyfa ölið & hapði brósa sér til fulltingis. Nema hvað.
Það vakti gjörhygli Gylforce-ins að sjá leið 3 aka upp Hverfisgötuna á leið á Hlemmtorg í stað Sæbrautar. Dr.-inn hefir hvergi séð að slíkt eigi að gera aukinheldur sem þristurinn skeiðaði svá með dr.-inn um títtnefnda Sæbraut áleiðis í Mjódd. Unaðsrúntur það - maður lifandi!
Samgöngur | 19.6.2021 | 15:35 (breytt kl. 15:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á þjóðhátíð af stað ég þaut
í þægilegan gulan.
Stjálkaðist úr Stútulaut
í stóra heiminn hverfulan.
Hinn reikuli & ráfandi dr. Gylforce rauk vitaskuld til vina sinna - vagnanna - til að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan. En ekki hvað???
Unaðurinn náði hámarki á Hlemmtorgi hvar dr.-inn barði alla rafvagnana augum. Leiðir 2, 3, 4, & 18 stútfullar af umhverfisvænum vögnum meðan eymings verktakar á vegum Strætós spúuðu mengun út í andrúmsloftið. Hvað um það.
Í dag heldur dr. Gylforce á vagnavit von bráðar & gott ef ekki mun þá kasta tólfunum. Maður lifandi!
Samgöngur | 18.6.2021 | 10:26 (breytt kl. 10:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hæ-hó & jibbí jei!
Jón Sig & smá lögg.
Hátíð í bæ - ókey
eitt sinn vagn með flögg.
Í dag er fögnuður mikill hvar þjóðhátíðardagur vorrar þjóðar er upprunninn. Maður lifandi!
Illu heilli eru vinir vorir - vagnarnir - með sunnudagsáætlun en látum það eigi spilla gleði oss.
Til hamingju með daginn!
Myndir: Strætó bs. og halli.is
Samgöngur | 17.6.2021 | 12:27 (breytt kl. 12:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar