Færsluflokkur: Samgöngur
Í Heiðmerkurskóginn skreppa vil
skána þá mín geðhvörf.
Öngvar leiðir eru þangað til
úrbóta nú er þörf.
Vagninn í Heiðmörk
Dr. Gylforce tekur undir með vagnverju þessari hvar gaman væri nú að fá vagnaleið upp í Heiðmörk að sumarlagi.
Hinn nakti raunveruleiki byggðasamlagsins segir doksa kallinum hinsvegar að slík leið sé ekki á teikniborðinu - & líklega ekki í bráð.
Enda þótt hugmyndin sé nýstárleg & góð er varla grundvöllur fyrir henni. Vonandi einhvern tíma síðar enda þyrfti nú ekki nema eina smárútu í verkefnið.
Yfir&út!
Samgöngur | 14.5.2021 | 23:28 (breytt 15.5.2021 kl. 00:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fyrsta sætið er formið
fá nú úr til þess.
Hæfilegt hold er normið
við hámið segjum bless.
Heilsuúr til vagnstjóra
Á dögunum fengu allir vagnstjórar forláta Fitbit heilsuúr að gjöf frá byggðasamlaginu. Þetta er liður í forvarnarstefnu fyrirtækisins og gert í samvinnu við tryggingarfélagið VÍS.
Þessu ber að fagna & er það einlæg von Gylforce-ins að þessi huggulegi gripur komi að góðum notum.
Yfir&út!
Samgöngur | 13.5.2021 | 12:40 (breytt kl. 12:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fegurð & afl vagninn er
innst í hjarta mínu.
Feykir burtu fjandans her
færir oss Borgarlínu.
Í árdaga urðu menn þess varir í kópvægskri laut einni, kennda við Stúta, að kona var með barni. Liðu svo tímar & lagðist hún á gólf & fæddi sveinbarn; feitt & fráleitt frítt. Sveinn þessi var vatni ausinn & nefndur Gylforce; eða öllu heldur doktor Gylforce.
Mamma gamla mér þar gaut
meðan pápi hraut & hraut.
Vanti þig einn fúlan faut
finnurðu hann í Stútulaut.
Dr.-inn varð snemma vörpulegur á velli, hreyfingarléttur & kvikull; mikill vexti en þó aumur að afli; mikið þótti hann undarlegur & fábreytinn í lund; snemma sýndi Gylforce-inn græðgi & girnd mikla þegar gúmmídekk fjögur voru annars vegar, en talaði hann þó tepru- & tilgerðarlega & héldu flestir hann vitlítinn vera.
Doktorinn á vagnavakt
vellíðan þá streymir.
Á þá horfir með andakt
& amstri dagsins gleymir.
Samgöngur | 13.5.2021 | 00:01 (breytt kl. 00:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í bólusetningu blekaður
á barinn jú kíkti.
Gylforce-inn þar geggjaður
í gellunum skríkti.
Eptir smáskemmtun, svall & lausung í Laugardalnum var vitaskuld komið að því að halda heim á leið; hætta skal hverjum leik þá hæst fer fram & allt það kjaftæði.
Dr.-inn gekk rösklega að skýli einu við Suðurlandsbraut & einhenti sér með Hollendingnum bilandi á leið 17 að Hlemmtorgi okkar Reykavíkinga. Nema hvað.
Frá Hlemmi lék dr. Gylforce kunnugleg stef & hélt rafmagnaður að Stútulautarseli sínu með þristi einum. Vegna ölvunar sinnar var doksi kallinn með fætur upp í sæti & lét öllum illum látum. Illu heilli.
Í doktornum dólgslæti
drukkinn & vitlaus.
Með bífurnar upp í sæti
bjálfi & þorskhaus!
Samgöngur | 6.5.2021 | 20:06 (breytt kl. 20:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gagnavagninn gerbreyttur
glæstan ég hann tel.
Daði sjaldan dauðþreyttur
dansar fantavel.
Það er kominn nýr Gagnavagn sem er enn glæsilegri en sá gamli.
Dr. Gylforce hlakkar mjög til þess að sjá hann á vígvöllum veganna um helgina. Maður lifandi!
Samgöngur | 30.4.2021 | 19:31 (breytt kl. 19:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á feitum hval eg ei nú flaut
fannst voðinn alveg vís.
Keyrði veginn um Kársnesbraut
hvar er dýrleg Herdís?
Rödd Strætós, sem ku vera grýlan Herdís Hallvarðsdóttir, heyrist nú ekki alveg nógu vel í of mörgum vögnum er aka á vegum byggðasamlagsins. Illu heilli.
Dr. Gylforce arkaði um kræsilegar lendur þeirra Kópvæginga í blíðunni í kvöld með leiðum 28 & 35, hvar í öðrum vagninum heyrðist hvorki hósti né stuna frá grýlunni geðþekku.
Dr.-inn hyggst fara í viking á næstu vikum & kortleggja þessa vagna & vonast til þess að bæði upplýsingatöflur í vögnunum & röddin fagra virki sem skyldi.
Upp með sokkana!!!
Efri mynd: grapevine.is
Samgöngur | 12.4.2021 | 22:40 (breytt kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafmagn & metan
í mínu kerfi.
Sæt verður setan
sælt er umhverfi.
Um helgar kemst dr. Gylforce í sjúklegar álnir líkt & segir í laginu fræga. Það er nefninlega svá að einungis raf- & metanvagnar annast akstur á hinni þriðju leið frá Hlemmtorgi þeirra Reykvíkinga & upp með breiðhylzkum brekkum. Maður lifandi!
Vitaskuld kallar þetta á urmul ferða hjá dr.-num en þegar líða tekur á daginn verða hvítu metanvíkingarnir að hverfa á braut & fá meira djús til þess að getað haldið áfram unaðslegum ferðum sínum. Hvað um það.
Vonandi er von á fleirum metanvögnum hér á höfuðborgarsvæðinu en þess má geta að norðan heiða hafa þeir í hyggju að taka í notkun sinn fjórða vagn sem gengur fyrir metani.
Það er eðall. Nema hvað!
Samgöngur | 11.4.2021 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gylforce nefnist garpur sá
grimmur er í vögnum.
Kastar þar verja orðum á
með æsilegum sögnum.
Skömmu áður en tíu mínútna tíðni á leið leiðanna, leið 1, lauk í gær tók dr. Gylforce sér góða langdvöl með leið þessari. En ekki hvað???
Leið leiðanna ber höfuð & herðar yfir aðrar leiðir hvað fjölda vagnverjar varðar & því ekki úr vegi að taka almennilegan rúnt með henni.
Dr. Gylforce fór inn í Firði þeirra Fjarðarmanna & hélt með vagninum alla leið að Hlemmtorginu. Doksi kallinn fékk að vísu sér til fulltingis varavagn af Irisbus gerð en lét öngvan bilbug á sér finna & naut hvarvetna ferðarinnar í hvívetna.
Milli þess að spjalla við vagnverja & telja þá hapði dr. Gylforce gaman af að sjá átta aðra vagna á leið leiðanna enda þarf urmul af þeim gulu til þess að halda uppi þessari unaðslegu tíu mínútna tíðni.
Gylforce með ás í ermi
ekkert það toppar.
Vagninn með fullfermi
í Firðinum stoppar.
Dr.-inn er nú öldungiz smeykur um það.
Yfir&út!
Samgöngur | 10.4.2021 | 23:27 (breytt 11.4.2021 kl. 12:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vífilsstaði vandræði
virðist hunsað í dag.
Er svo klikkað kjaftæði
kippa með hraði í lag!
Í dymbil- & kyrravikunni sem senn rennur sitt skeið átti dr. Gylforce unaðslegar langdvalir & þrásetur í leið 21. Nema hvað.
Leiðin sú var lengd síðastliðið sumar & ekur nú hin tuttugasta&fyrsta leið frá Mjódd okkar Breiðhyltinga, framhjá Smáratorgi, að Vífilsstöðum, Ikea, stoppar aðeins í Firði & heldur svo í Háholt þeirra Fjarðarmanna. En ekki hvað???
Við Vífilsstaðaspítala er aðkoma vagnsins afar furðuleg svá ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Leið 21 þarf að snúa við á bílaplaninu við spítalann. Ef hinsvegar er þar krökkt af bílum lentir vagnstjórinn í kröppum dansi.
Dr.-inn hefir nokkrum sinnum verið í vagninum hvar vagnstjórinn þarf að bakka & gera alls kyns hundakúnstir til þess að ná að snúa vagninum við.
Vonandi nær byggðasamlagið að gera bragarbót á þessu fljótt & örugglega. Það er óviðunandi að vagninn sé að bakka þarna & helst þarf hann að hafa lítið hringtorg.
Yfir&út!
Samgöngur | 3.4.2021 | 20:11 (breytt kl. 23:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Hafnfirðingum tók ég hús
í hrauninu & steinum.
Vagnabröltið reyndist blús
með bílstjóranum einum.
Í miðri kyrraviku er fátt betra en finna friðinn & hlaða batteríin meðal vina sinna, vagnanna.
Dr. Gylforce tók hús á Hafnfirðingum eitt kvöldið en síðasta sumar gerbreyttu þeir leiðanetinu sínu.
Þeir fækkuðu leiðum & lengdu þær & ekki annað að sjá en að þetta hafi verið til mikilla bóta.
Hinsvegar er vart marktækt að athuga hvort vagnverjum hafi fjölgað, hvar veiran skæða setur þar væntanlega strik í þann reikning. Nema hvað.
Dr. Gylforce var sem eilífur augnakarl í vögnunum þremur sem aka leið 21 að þessu sinni. Afar fáir voru á ferli & eitt sinn fékk doksi kallinn sérferð frá Firði að Mjódd okkar Breiðhyltinga.
Máske eru allir í Geldingardölum???
Samgöngur | 31.3.2021 | 11:00 (breytt kl. 13:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar