Færsluflokkur: Samgöngur

Inn að aptan nyrðra ...

Inn að aptan hér við lýði
öngvin er véfrétt.
Vilja bara hlýða Víði
vagnstjórum er létt.

Það hefir vakið gjörhygli Gylforce-ins hvar enn er oss vagnverjum meinað að ganga inn í vagnana hér nyrðra að framan vegna Covid-19.

Hvers vegna það er enn við lýði hér í höfuðstað Norðurlands er dr. Gylforce ekki kunnugt um, en öngvu að síður skapar þetta lítið vandamál hvar gjaldfrjálst er í vagnana.

Vagnverjarnir geta valsað inn & út að aptan & hefir það lítil áhrif, ólíkt byggðasamlaginu fyrir sunnan en þar þvældist greiðslan eilítið fyrir í framkvæmdinni. Hvað um það.

Annars er vagnakostur Strætisvagna Akureyrar með miklum ágætum. Undanfarin ár hefir flotinn verið endurnýjaður & er t.d. möguleiki á að hafa 75-100% af vögnunum sem eru í umferð metanvagna.

Það er glæsilegt - & sænskættaðir í þokkabót! 





... "komist í sjúklegar álnir" ...

Er hann kom í höfuðstað
hjá Norðlendingi.
Strax í metan - en ekki hvað?
Indæla fór hringi. 

Sjúklegum álnum situr í 
sá guli er sko hnoss.
Ábyggilegur um borg & bí
brosmildur er Gylfoss.

Hinn ungi & aldni vagnverji voru vart komnir inn Eyjafjörðinn, hvar þeir einhentu sér um hæl í hina sænskættuðu metanvagna hér nyrðra. Unaður.

Reyndar var aðeins leið 6 á vaktinni líkt & Oddeyringar hafa um helgar. Leiðin sú fer um nær allar lendur nyrðra & er fyrirtaks "sightseeing" um höfuðstað Norðlendinga. Nema hvað.



Hopp & vagn - skopp & fagn ...

Á hoppandi flakki feðgar nú
flottar eru rafskútur.
Við vagna held enn tryggð & trú
tek mér mínar mínútur.

Hinn ungi & aldni vagnverji héldu rakleitt í leið 4 frá Stútulautarselinu i ágætisveðri, hvar þeir ætluðu að bardúsa nokk sem mikið er í uppáhaldi hjá þeim; vagn & hopp. Maður lifandi!

Leiðir 3, 4, 14 & 17 komu við sögu hjá vagnverjunum víðförlu aukinheldur sem rafskútur frá Hopp voru brúkaðar af miklum móð í miðbænum. Þvílíkt stuð!

Fleiri svona daga takk!



Voveifilegur atburður í vagni ...

Andlitsgrímur á ykkur nú
annars þurfið að ganga.
Reglan er sannarlega sú
sumardaga liðlanga. 


https://www.ruv.is/frett/2020/07/08/redust-a-bilstjora-sem-bad-farthega-ad-nota-grimur


Öngvinn vagn ...

Lati Gylforce til lands & sjós
lítið gerir gagn.
Fallega & heiðraða Hófsós
hér er öngvinn vagn!!!

Dr. Gylforce er með böggum hildar, hvar hann elur manninn í yndislegu & ægifögru þorpi, Hofsósi. 

Illu heilli er ekkert um vagnaferðir hér yfir sumartímann & leið 85 virðist nú ganga hér yfir veturinn. Góðu heilli.

Leiðin sú er þó pöntungarþjónusta hvar hringja þarf í ákveðið númer hálftíma fyrir brottför.

Gott er að halda því til haga að slík þjónusta er aukinheldur í boði á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu; leiðum 23 (að hluta til), 27 & 29. 

Prófessor einn skeiðaði nefnilega á dögunum fram á ritvöllinn & nefndi þessa leið - pöntunarþjónustu - eins & hún væri ekki til. 

Svo er ekki. Bara alls ekki.

Yfir&út! 

Öngvinn akstur í sumar :(

 


Boðsferð fyrir börnin ...

Borgarferð, betra verð
boðsferð sem rokkar!
Annálsverð, unaðsferð
eykur velferð okkar.

Byggðasamlagið Strætó er heldur betur í stuði yfir hásumarið, hvar þeir bjóða í júlímánuði upp á spennandi tilboð fyrir fjölskylduna. Maður lifandi!

Börn, sem eru 17 ára og yngri & í fylgd með forsjáraðila, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Takk fyrir túkall!

1150343Hinn fullorðni skal framvísa gildu fargjaldi, eins & strætókorti, appi, farmiðum eða pening og börnin sem eru í fylgd þeirra fá að ferðast frítt með.

Vá, geggjað! Strætó - besta leiðin!

 


Blessaður, blíði vagn ...

Kom blíðmáll, þú blíði vagn
blessaður sé þinn hringur.
Megi þú ávallt gera gagn
á götunni þú syngur.

Hinn ungi & aldni vagnverji herjuðu á vini vora - vagnana - í brakandi blíðu gærdagsins - hvar þeir þrömmuðu í þrjár eðalleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Maður lifandi.

Feðgarnir fóru á fjörurnar við leið þrettán en ár & dagur er síðan doksi kallinn hefir komist í kynni við leiðina þá. Ó, já. 

Það gladdi hró hans hve vel vagnstjóranum á hinni þrettándu leið tókst að halda áætlun. Hinn ungi & aldni höpðu gengið um stund & reynt við rafskútur en sáu svá vagninn við Lönguhlíð & gengu inn. Nema hvað.

Næst var á dagskrá að einhenda sér & arka inn í ellefuna & halda rakleitt í Mjódd okkar Breiðhyltinga, hvar vér feðgar tókum lengri leiðina með fjarkanum alla leið í fegursta Stútulautarselið í seljahverfinu. En ekki hvað???

Yfir&út!



Hlutafélag um Borgarlínu ...

106045456_10158378895784265_8973053461172517967_o

Fyrstu-tveir-áfangar-Borgarl-1024x722Fyrr í kvöld bárust gleðileg tíðindi frá Austurvelli, hvar alþingismenn samþykktu samgönguáætlun til næstu 15 ára fyrir litla 120 milljarða. Maður lifandi!

106133746_1286930028340525_554388137256470286_nInn í þessu eru lög sem heimila ríkinu að stofna hlutafélag með sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. 

Um línu þessa eru afar skiptar skoðanir & hægt að lesa um það út um allt í netinu. Eðlilega eru alls konar sjónarmið á lopti enda rándýr framkvæmd hér á ferðinni sem mun aðeins að hámarki ná um 12%-15% af heildarferðum á höfuðborgarsvæðinu ásamt Strætó.

Stefnt er aukinheldur að því að gangandi, hjólandi, rafskútur o.þ.h. verði um 21% af ferðum & einkabíllinn - sem mörgum er svo annt um - verði um 65-67% af öllum ferðum en ekki 92% eins & staðan er núna.

Nú hefst fjármögnun verkefnisins af fullum krafti & verður fróðlegt að sjá hvernig þessi græna innviðaruppbygging kemur til með að falla í kramið hjá höfuðborgarbúum.

Dr. Gylforce bíður spenntur.

Loftslagsmál, aukin lífsgæði
losna fjölmörg bílastæði 
því Borgarlínan er bæði
til bóta & algjört æði!

Yfir&út!


Gott út á Granda ...

juni2020Gylforce-inn vill út að Granda
mjög gott með leiðum tveim. 
Vagnverjinn ungi með að vanda
Valdís er okkar geim.

Hinn ungi & aldni vagnverji gerðu sér góðan dag í vinum vorum - vögnunum - í brakandi blíðu hvar þeir héldu í afar góðan & skjótan rúnt út að Granda. Nema hvað.

20171101130348-fae3b6a7Ferðin úr Mjódd að Granda er ákaflega góð & passa vagnarnir mjög vel saman. En ekki hvað???

Ef farið er með leið 3 úr Mjódd okkar Breiðhyltinga er aðeins um 1-2 minútna bið á Lækjartorgi eptir leið 14 sem heldur rakleitt út á Granda.

799508Ferðatíminn er aukinheldur ekki af verri endanum; aðeins rúmlega 20 mínútur í unaðsvögnum & ekki spillti fyrir að þeir feðgar skelltu sér á rafskútur & geystust um lendur Grandans á þessum mögnuðu tækjum.

Yfir&út!

 


Ljósmæðravagninn lostfagri ...

download (1)Um þig skal ég á dimmri nóttu dreyma
dásemd ertu, hvar sem er.
Þig skal ég, vagn, í vitum mínum geyma
því vel þú tekur á móti mér.

Árið 2020 er tileinkað ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum í tilefni af 200 ára afmælis Florence Nightengale.

Ljósmæðrafélag Íslands ákvað því að stökkva á eina góða auglýsingu á rafvagn sem er afar vel til fundið. Vagninn er fagur mjög & hefir aðallega verið í akstri á leið 18, frá Hlemmi að Spöng um Grafarvog og Grafarholt. Nema hvað.

Dr. Gylforce vonar að ná að klófesta rafvagn þennan við fyrsta hentugleika.

Yfir&út!

Við tökum vel á móti þér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband