Færsluflokkur: Samgöngur
Í leiðanet nýtt veiddur
nitján fámenn var.
Er Gaflarinn gersneyddur
& grunnhygginn afar?
Hinn gaumgæfni en fráleitt gatslitni dr. Gylforce gerði góða ferð suður í Fjörðinn á dögunum, hvar nýtt leiðanet þeirra Gaflara var rannsakað af fádæma natni & nákvæmni. Nema hvað.
Illu heilli virðast Gaflarar ekki átta sig á einfaldara & betra leiðaneti eins & sjá má því doksi kallinn mátti gera sér að góðu að gaufast aleinn í glænýrri leið 19. Hvað um það.
Nýjungin syðra er merkileg fyrir þær sakir að hún er fyrsta aðlögun Strætó bs. að væntanlegri Borgarlínu. Tvær meginleiðir hafa tekið við keflinu, leiðir 19 & 21, aukinheldur sem leið leiðanna, leið 1, & leið 55, er ekur suður í Leifsstöð, eru eigi langt undan.
Leið 19, Kaplakriki-Ásvallalaug, virkaði vel á dr.-inn & hlakkar hann til frekari ferða með leið þeirri en doksi kallinn á eptir að athuga leið 21 betur & halda með henni að hinu hafnfirska Háholti.
Yfir&út!
Samgöngur | 25.6.2020 | 21:53 (breytt kl. 21:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í blönduðum akstri Borgarlína
sem brot af hennar leið.
Ég von´að það eigi að einblína
á að hún verði tvíbreið.
Enda þótt Borgarlínan sé kynnt sem tíðar, umhverfisvænar almenningssamgöngur akandi um á sérrýmum er það ekki alveg svo. Illu heilli.
Á umtalsverðum kafla, brotalínunni á myndinni, mun Borgarlínan koma til með að aka í hinni hefðbundnu umferð. Aukinheldur mun línan koma til með að gera slíkt t.d. í aðra áttina á Borgarholtsbrautinni í Kópavogi þrátt fyrir að myndin sýni annað. Hvað um það.
Á sýningunni er jafnframt talað um að Borgarlínan verði á sjö mínútna fresti. Verður það svo á öllum leiðum alla daga??? Ennfremur er sums staðar rætt & ritað um tveggja mínútna tíðni. Vonandi er það á rökum reist vegna þess að í langflestum ferðavenjukönnunum sem gerðar hafa verið á vegum Strætó bs. setur fólk mikið út á ferðatímann & finnst hann of langur í núverandi kerfi. Hvað um það.
Ferðatímann þarf að stytta til muna & er hinn lostafagra Borgarlína meðal annars hugsuð til þess.
Yfir&út!
Samgöngur | 23.6.2020 | 20:02 (breytt kl. 20:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um Borgarlínu bloggað skal
er bætir allt aðgengi.
Falleg sýning í góðum sal
sit ég þar æðilengi.
Óhætt er að fullyrða að sýning sú sem nú er senn á enda í Ráðhúsi Reykjavíkur sé ein sú albesta sem dr. Gylforce hefur nokkurn tíma auga litið á. Maður lifandi!
Sýningin "Næsta stopp" sýnir fyrirhugaða Borgarlínu á afar skýran & einfaldan hátt. Eiga aðstandendur sýningarinnar miklar þakkir skildar fyrir þessa framsetningu.
Eins & gefur að skilja hefir dr. Gylforce verið þarna líkt & eilífur augnakarl. Hann hefir notið þess hvarvetna í hvívetna að hafa samgönguverkfræðing sér við hlið & geta spurt hann spjörunum úr. En ekki hvað???
Sýningunni lýkur á miðvikudagskvöldið. Dr.-inn hvetur vagnverja til að rölta inn í Ráðhúsið & sjá þessa mikilfenglegu sýningu en næstu daga mun doksi kallinn efalítið blogga meir um þessa samgöngubyltingu sem er innan seilingar. Nema hvað.
Yfir&út!
Samgöngur | 22.6.2020 | 21:13 (breytt kl. 21:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú hefjumst við handa
um helgina ég hvet
vagnverja sig að vanda
& vafra í leiðanet.
Vagnar eru mikils virði
varla sef ég dúr.
Glaður ég mikið yrði
ef ég kæmist í túr.
Á morgun, hvíldardaginn heilaga, verður leiðakerfinu breytt suður í Firði aukinheldur sem nafngift kerfisins er nú leiðanet. Hvað um það.
Hér er um ákveðin sögulegan viðburð að ræða hvar þetta er fyrsta breytingin hjá strætó sem tekur mið af fyrirhugaðri Borgarlínu og nýju leiðaneti strætós. Nema hvað.
Það verður afar spennandi að sjá hvernig viðtökur þetta fær suður í Firði & hvernig Gaflarar bregðast við. Margar strætisvagnaleiðir verða lagðar niður og ein ný lítur dagsins ljós, leið 19, aukinheldur sem leið 21 verður lengd til muna.
Yfir&út!
Samgöngur | 13.6.2020 | 14:47 (breytt kl. 14:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bljúgur lagðist á bæn
bað & vildi fá
strætóskýli stafræn
með stórum skjá.
Fyrir tæpum tveimur vikum var rauntímaupplýsingum hleypt af stokkunum í nýjum stafrænum strætóskýlum.
Um 56 slík skýli hafa verið sett upp & er áætlað að þau verði um 100 talsins í árslok.
Loksins höfum vér vagnverjar fengið þessar upplýsingar í skýlin eins & hefir verið í mörg ár í nágrannalöndum okkar.
Vitaskuld verða þessar upplýsingar tiltækar í stoppistöðvum hjá væntanlegri Borgarlínu.
En ekki hvað???
Upplýsingar þessar eru fagnaðarefni & aukinheldur er stefnt að því að vér vagnverjar getum séð þær líka í strætóappinu. Góðu heilli.
Þetta er allt að koma!
Yfir&út!
Samgöngur | 11.6.2020 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fækkun leiða í Firði
fjandi opt hér rætt.
Víst er mikils virði
vagnakerfi bætt.
Nýtt leiðanet í Firði
Næstkomandi sunnudag verður leiðakerfinu breytt suður í Firði en það ku vera löngu tímabært. En ekki hvað???
Of margar leiðir eru þar í gangi nú um stundir & verður kærkomið að leggja niður urmul þeirra & búa til eina nýja (leið 19) aukinheldur að skeyta öðrum við leið sem fyrir er (leið 21).
Hvað um það. Dr. Gylforce hlakkar mikið til að einhenta sér í Fjörðinn næsta hvíldardag & mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefir farið ferð með endurvakinni leið 19.
Maður lifandi!!!
Samgöngur | 10.6.2020 | 16:20 (breytt kl. 16:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átta nú vilja áfanga
erlend firma flest.
Borgarlínan alllanga
látlaust verður best.
Átta erlend firma
Það virðist vera töluverður áhugi hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í Evrópu á því að reisa fyrsta áfangann af Borgarlínunni. Góðu heilli.
Öll hafa þau íslensk fyrirtæki sér til fulltingis sem er vel en endanlegt val á því rétta á að liggja fyrir í nóvember. Spennandi!
Borgarlínan er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu & ríkisins. Hún á að verða hryggjarstykkið í almenningssamgöngum hér á svæðinu & uppbyggð með umhverfisvænum hraðvögnum (Bus Rapid Transit - BRT).
Í fyrsta áfanga er stefnt að 25 stoppistöðvum samkvæmt fyrstu tillögum. Áfanginn verður þrettán kílómetra langur - Hamraborg/Ártúnshöfði - & er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.
Yfir&út!
Samgöngur | 8.6.2020 | 23:30 (breytt kl. 23:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég bugta mig & beygi
bráðum kemst í feitt.
Sóttvarnarlæknir segir
svæðið má vera eitt.
Framdyr opnast
Frá & með morgundeginum verður svæðið innandyra í vinum vorum - vögnunum - eitt eins & áður. Vagnverjar mega nú gjörast léttstígir & fara inn að framan eins & vera ber.
Þá er ekki úr vegi að rifja upp regluna; inn að framan - út að aptan. Maður lifandi!
Dr. Gylforce einhenti sér vitaskuld í vagnana í gær & var ekki annað að sjá en að byggðasamlagið hafi tekið örlítið forskot á sæluna. Doksi kallinn gekk iðulega inn að framan er hann fékk sér far með leiðum 1, 3, & 4.
Yndislegt!
Samgöngur | 7.6.2020 | 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bátastrætó styð ég heitt
strætó líka - bæði.
Getur ferðum gjörla breytt
um Gufunessvæði.
Borgarstjóri kynnir bátastrætó
Doktor Gylforce tekur heilshugar undir með borgarstjóra vorum, hvar hann kynnti ásamt meirihlutanum í borginni hugmyndir um bátastrætó.
Ætlunin er að fá bátavagninn til þess að fara á milli Gufuness, bryggjuhverfisins & miðbæjarins - & jafnvel er Viðey líka inn í myndinni.
Þetta er góð hugmynd & afar spennandi - maður lifandi!
Bátastrætó var reyndur sumar eitt milli Akraness & Reykjavíkur en hlaut nú ekki sérstaklega góðar viðtökur hjá oss vagnverjum.
Vonandi kemst þessi hugmynd á koppinn & lofar doksi kallinn að vera duglegur að sækja bátavagninn heim ef af verður. Lofar!
Yfir&út!
Samgöngur | 2.6.2020 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hundrað skýli hafa nú
hárnákvæmt kerfi.
Ætli hugmyndin sé sú
að setja í öll hverfi?
Rauntímatöflur orðnar raunveruleiki
Í síðustu viku var mikið fagnaðarefni, hvar borgarstjórinn hleypti á stokkunum rauntímatöflu. Í framhaldinu verða sett svokölluð LED-biðskýli út um hvippinn & hvappinn & munu þau verða eitt hundrað talsins í árslok.
Hægt og bítandi eru því almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu að þokast í rétta átt.
Dr. Gylforce hefir lengi beðið eptir þessu enda afar þægilegt að vita hve langt er í næsta vagn.
Vel gert - & svo mun nýja greiðslukerfið - Klappið - líta dagsins ljós á næsta ári :)
Samgöngur | 1.6.2020 | 12:59 (breytt kl. 20:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar